Menningarráð - 72, frá 07.02.2019

Málsnúmer 1902001F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 310. fundur - 19.02.2019

Til afgreiðslu:
2. liður, sér liður á dagskrá.
3. liður.
 • Erindi frá Björk Eldjárn Kristjánsdóttur þar sem hún óskar eftir tímabundnu launalausu leyfi frá starfi sínu sem bókavörður II á Bóka- og héraðsskjalasafni Dalvíkurbyggðar vegna afleysingar á starfi forstöðumanns safna. Afleysingin er tímabundin og varir á meðan á fæðingarorlofi forstöðumanns safna stendur sem áætlað er frá um miðjum janúar og fram í miðjan desember 2019, eða í allt að 11 mánuði. Menningarráð - 72 Menningarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að veita Björk umbeðið launalaust leyfi til allt að 11 mánaða vegna þessara sérstöku aðstæðna. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Farið yfir vinnureglur menningarráðs vegna úthlutunar styrkja af framlagi til menningarmála. Í þeim kemur fram á ráðið auglýsir í upphafi árs eftir umsóknum um styrki úr Menningar-og viðurkenningarsjóði menningarráðs Dalvíkurbyggðar fyrir það ár.

  Farið yfir drög að auglýsingu um umsóknir í sjóðinn.
  Menningarráð - 72 Menningarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum breytingar á vinnureglum menningarráðs vegna úthlutunar styrkja af framlagi til menningarmála og vísar þeim til samþykkis í sveitarstjórn.

  Menningarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að auglýsinga eftir styrkumsóknum í Menningar-og viðurkenningarsjóð Dalvíkurbyggðar. Auglýsingin fari út 20. febrúar n.k. og birtist á heimasíðu og í staðarblöðum. Umsóknarfrestur renni út þann 15. mars n.k. Sveitarstjóra falið að ganga frá auglýsingum og uppfæra upplýsingar um sjóðinn á heimasíðu Dalvíkurbyggðar.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
 • Á 894.fundi byggðaráðs þann 24.01.2019 var eftirfarandi bókað:
  "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að beina því til menningarráðs að skoða þann möguleika að Ungó verði auglýst laust til leigu á ársgrundvelli með skilyrði um að Leikfélag Dalvíkur hafi húsið til afnota vegna 2ja - 3ja sýninga á ári.
  Byggðaráð beinir því jafnframt til menningarráðs að húsið verði auglýst aftur til leigu þar sem útleiga síðasta árs var til reynslu og ákveðið þá í upphafi reynslutíma að húsið yrði auglýst til leigu að nýju."
  Menningarráð - 72 Menningarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Ungó verði auglýst til leigu á ársgrundvelli með þeim skilmálum að í samningi um útleigu sé Leikfélagi Dalvíkur tryggt húsnæðið vegna uppsetningar sýninga tvö tímabil að vetri. Í auglýsingu sé áskilinn réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Vísað til samþykktar sveitarstjórnar. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
  Katrín Sigurjónsdóttir.

  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu menningarráðs.
 • Lagt fram bréf frá Þjóðskjalasafni Íslands dags 18.desember 2018 um starfsemi héraðsskjalasafna. Hvatt er til þess að sveitarstjórnarstigið í samstarfi við ríkisvaldið skoði málaflokkinn í heild sinni en að mati skýrsluhöfunda er ljóst að starfsemi héraðsskjalasafna er víða áfátt.

  Einnig lögð fram skýrsla um starfsemi héraðsskjalasafna og skýrsla um starfsemi Héraðsskjalasafns Svarfdæla. Skýrslurnar eru unnar úr eftirlitskönnun Þjóðskjalasafns Íslands með starfsemi héraðsskjalasafna sem fram fór á árinu 2017.
  Menningarráð - 72 Menningarráð hefur kynnt sér skýrslurnar og meginniðurstöður og athugasemdir skýrslu um Héraðsskjalasafn Svarfdæla. Menningarráð samþykkir að fara í heimsókn á Héraðsskjalasafnið í upphafi næsta fundar ráðsins og fara yfir athugasemdir skýrslunnar með forstöðumanni safna. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Þann 21.september 2017 var á dagskrá menningarráðs umræða um myndir af oddvitum, hrepps- og sveitarstjórum í Dalvíkurbyggð. Niðurstaða þess fundar var að Menningarráð tekur vel í hugmyndina og leggur til að sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs verði falið að útfæra hugmyndina í samræmi við umræður á fundinum og koma með tillögu á næsta fund menningarráðs.

  Farið var yfir málið á fundinum.
  Menningarráð - 72 Menningarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að þetta sé ekki forgangsverkefni að sinni. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.