Íþrótta- og æskulýðsráð

108. fundur 05. febrúar 2019 kl. 08:15 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Þórunn Andrésdóttir formaður
  • Jóhann Már Kristinsson varaformaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Magni Þór Óskarsson aðalmaður
  • Jónína Guðrún Jónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri sat fundinn.

1.Reglur um afreks- og styrktarsjóð íþrótta- og æskulýðsráðs

Málsnúmer 201702032Vakta málsnúmer

Í framhaldi af úthlutun íþrótta- og æskulýðsráð úr afreks- og styrktarsjóði var ákveðið að yfirfara reglur um styrktarsjóð íþrótta- og æskulýðsráðs og vinnureglur tengdar þeim.
Ráðið samþykkir með 5 atkvæðum að þau drög sem unnin voru á fundinum verði send íþróttafélögum í Dalvíkurbyggð til umsagnar og reglurnar svo teknar upp til umræðu á vorfundi íþrótta- og æskulýðsráðs. Frekari afgreiðslu frestað.

2.Heilsueflandi samfélag

Málsnúmer 1809078Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðuna á verkefninu Heilsueflandi samfélag. Verið er að skipa nýjan vinnuhóp og verður vinnuhópurinn kallaður saman við fyrsta tækifæri.
Lagt fram til kynningar.

3.Starfsemi Víkurrastar / félagsmiðstöðvar vor 2019

Málsnúmer 201902016Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir starfsemi félagsmiðstöðvarinnar og breytingum sem gerðar hafa verið á starfi íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. Nú sinnir íþrótta- og æskulýðsfulltrúi a.m.k. tveimur opnunum í viku og stýrir klúbbastarfi félagsmiðstöðvarinnar.
Íþrótta- og æskulýðsráð fagnar aukinni áherslu á starfsemi félagsmiðstöðvar.

4.Ungmennaráð Dalvíkurbyggðar 2019-2021

Málsnúmer 201902017Vakta málsnúmer

íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir ungmennaþingi sem haldið var í janúar. Á því þingi var kosið nýtt ungmennaráð til næstu tveggja ára.
Eftirtaldir aðilar voru kosnir inn í ungmennaráð Dalvíkurbyggðar 2019-2021

Daníel Rosazza
Magnús Rosazza
Rebekka Ýr Davíðsdóttir
Þormar Ernir Guðmundsson
Þröstur Ingvarsson
Lagt fram til kynningar.

5.Verk- og tímaáætlun íþrótta- og æskulýðsráðs

Málsnúmer 201902018Vakta málsnúmer

Rætt um mikilvægi þess að gera verk- og tímaáætlun íþrótta- og æskulýðsráðs. Einnig rætt hvað eigi heima í slíkri áætlun, s.s. á hvaða tíma skuli auglýsa eftir styrkjum í afreks- og styrktarsjóð, vorfundur íþrótta- og æskulýðsráðs sem og aðrir fastir árlegir liðir.
íþrótta- og æskulýðsfulltrúa er falið að vinna að tíma- og verkáætlun fyrir íþrótta- og æskulýðsráð. Gert er ráð fyrir því að áætlunin verði tilbúin fyrir næsta fund ráðsins.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Þórunn Andrésdóttir formaður
  • Jóhann Már Kristinsson varaformaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Magni Þór Óskarsson aðalmaður
  • Jónína Guðrún Jónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi