Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 894, frá 24.01.2019

Málsnúmer 1901015F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 310. fundur - 19.02.2019

Til afgreiðslu:
3. liður, sér liður á dagskrá.
5. liður.
6. liður, sér liður á dagskrá.
  • Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs kjörnir fulltrúar úr menningarráði, Ella Vala Ármannsdóttir, Valdemar Þór Viðarsson og Heiða Hilmarsdóttir, kl. 13:05.

    Á 891. fundi byggðaráðs þann 20. desember 2018 var eftirfarandi bókað:
    Á 308. fundi sveitarstjórnar þann 18.12. 2018 var eftirfarandi vísað til byggðarráðs frá fundi menningarráðs þann 6. desember s.l.: "Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs kynnti greinargerðir frá Leikfélagi Dalvíkur og Gísla,Eirík,Helga um afnot á Ungó 2018 til 2019. Lagt fram til kynningar. Sviðsstjóra falið að framlengja leigusamninga við Leikfélag Dalvíkur og Gísla,Eirík,Helga ehf. til eins árs."
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir fundi með menningarráði og Leikfélagi Dalvíkur til að ræða um afnot af Ungó."

    Kl. 13:20 kom á fund byggðaráðs Snævar Örn Ólafsson frá Leikfélagi Dalvíkur.

    Til umræðu ofangreint.

    Ella Vala og Snævar viku af fundi kl. 13:35.

    Valdemar Þór og Heiða viku af fundi kl. 13:40.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 894 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að beina því til menningarráðs að skoða þann möguleika að Ungó verði auglýst laust til leigu á ársgrundvelli með skilyrði um að Leikfélag Dalvíkur hafi húsið til afnota vegna 2ja - 3ja sýninga á ári.
    Byggðaráð beinir því jafnframt til menningarráðs að húsið verði auglýst aftur til leigu þar sem útleiga síðasta árs var til reynslu og ákveðið þá í upphafi reynslutíma að húsið yrði auglýst til leigu að nýju.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 893. fundi byggðaráðs þann 17. janúar 2019 var eftirfarandi bókað:
    "Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson vék af fundi kl. 13:00 vegna vanhæfis og varamaður hans, Þórunn Andrésdóttir, sat fundinn undir þessum lið í hans stað. Til umræðu þarfagreining og auglýsing á starfi sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar þar sem Hlynur Sigursveinsson hefur látið af störfum sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að starfið verði auglýst laust til umsóknar og samþykkir jafnframt að leita til Capacent hvað varðar aðstoð við ráðningarferlið. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela ráðningarnefnd að yfirfara starfslýsingu fyrir starfið og gera tillögu að auglýsingu um starfið. Þórunn vék af fundi kl. 13:35. "

    Sveitarstjóri gerði grein fyrir yfirferð ráðningarnefndar og sveitarstjóra hvað varðar starfslýsingu og tillögu að auglýsingu um starfið.

    Til umræðu ofangreint.


    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 894 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að auglýsingu um starfið og felur sveitarstjóra að ganga frá samningi við Capacent um ráðningarferli og auglýsa starfið.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að vinna áfram að starfslýsingu fyrir starf sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 886. fundi byggðaráðs þann 8. nóvember 2018 var meðal annars eftirfarandi bókað hvað varðar tillögu vinnuhóps að Málstefnu Dalvíkurbyggðar:
    "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum drögum til umsagnar stjórnenda og að stefnan verði tekin til umfjöllunar á fundi stjórnenda þann 20. nóvember n.k. Einnig að óskað verði eftir umsögn upplýsingafulltrúa og tölvuumsjónarmanns."

    Ofangreindar umsagnir liggja fyrir og með fundarboði byggðaráðs fylgdi lokatillaga frá vinnuhópnum um gerð málstefnu.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 894 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að Málstefnu Dalvíkurbyggðar og vísar henni til afgreiðslu í sveitarstjórn. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Á 893. fundi byggðaráðs þann 17. janúar 2019 var meðal annars eftirfarandi bókað:

    "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að leggja til við HSN breytingar á ofangreindum samningsdrögum hvað varðar m.a. leigutíma, uppsagnarákvæði, þrif. "

    Sveitarstjóri gerði grein fyrir framvindu málsins á milli funda.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 894 Frestað til næsta fundar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 893. fundi byggðaráðs þann 17. janúar 2019 var meðal annars eftirfarandi bókað er varðar gerð húsnæðisáætlunar fyrir Dalvíkurbyggð:
    "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu og fá svör við fyrirspurnum um verð í gerð húsnæðisáætlunar."

    Sveitastjóri gerði grein fyrir framvindu málsins á milli funda og þeim tilboðum og verkefnatillögum sem liggja fyrir frá ráðgjafafyrirtækjum.

    Til umræðu ofangreint.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 894 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við VSÓ Ráðgjöf ehf á grundvelli tilboðs að því gefnu að húsnæðisáætlunin muni uppfylla ákvæði reglugerðar um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga nr. 1248 frá 21.desember 2018. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við VSÓ Ráðgjöf ehf á grundvelli tilboðs að því gefnu að húsnæðisáætlunin muni uppfylla ákvæði reglugerðar um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga nr. 1248 frá 21.desember 2018.
  • Á 869. fundi byggðaráðs þann 22. júní 2018 var til umfjöllunar og samþykkt tillaga að viðauka við samning Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar um rekstur Tónlistarskólans á Tröllaskaga, dagsettur þann 25. ágúst 2016.

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfærð tillaga að ofangreindum viðauka og er hann þá svo hljóðandi:
    "14.gr. samnings
    Aðildarsveitarfélög tónlistarskólans skuldbindi sig til að greiða allan launakosnað og launatengd gjöld vegna skólans eftir svofelldri reikniaðferð:
    89% kostnaðar miðast við fjölda kennslustunda á ári á hvert sveitarfélag
    11% kostnaðar miðast við íbúafjölda hvers sveitarfélags, miðað við íbúatölur Hagstofu Íslands þann 1. janúar ár hvert.
    Viðbót við 14.gr.
    Kostnaðarskipting aðildasveitarfélaga skal reiknuð tvisvar á ári sem hér segir:
    Í febrúar ár hvert þar sem miðað er við kennslustundafjölda hvors sveitarfélags á vorönn ásamt íbúatölur Hagstofu Íslands 1. janúar sama ár.
    Í september ár hvert þar sem miðað er við kennslustundafjölda hvors sveitarfélags á haustönn ásamt íbúatölur Hagstofu Íslands 1. janúar sama ár.
    Kostnaður er greiddur mánaðarlega miðað við forsendur í upphafi hvers tímabils. Hvert tímabil er gert upp í lok þess miðað við kostnaðarskiptingu.
    Kostnaðarskipting ársins 2018 skal reiknuð samkvæmt þessum viðauka. "

    Til umræðu ofangreint sem og endurskoðun á samningi um TÁT heilt yfir.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 894 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan viðauka og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • .7 201901070 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðarmálabók. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 894
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Torbjörn Ydegaard, skólastjóra í Ittoqqortoomiit, vinabæ Dalvíkurbyggðar á Grænlandi, dagsettur þann 17. janúar 2019 þar sem því er velt upp hvort möguleiki sé á að skipuleggja heimadvöl fyrir 7 nemendur úr 8. - 10. bekk í 9 daga. Um er að ræða kynnisferð nemenda í vor og verða fyrirtæki og stofnanir á Akureyri aðallega heimsóttar.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 894 Byggðaráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til Dalvíkurskóla. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Sveitarstjóri gerði grein fyrir samráðsfundi lögreglu og sveitarstjóra í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi eystra þann 17. janúar s.l. og þeim kynningum sem farið var yfir á fundinum um stöðu lögreglunnar í umdæminu annars vegar og hins vegar hvernig þörfum þolenda kynferðisbrota er mætt. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 894 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Forsætisráðuneytinu, dagsettur þann 18. janúar 2019, þar sem óskað er eftir upplýsingum um þær tekjur sem Dalvíkurbyggð hafði á árinu 2018 fyrir nýtingu á landi og landsréttindum innan þjóðlendna. Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um ráðstöfun tekna af nýtingu lands og landsréttinda innan þjóðlendna, þ.e. í hvaða verkefni tekjurnar voru notaðar í. Óskað er eftir svörum eigi síðar en 16. febrúar n.k. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 894 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela umhverfis- og tæknisviði að svara ofangreindu erindi. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Eyþingi, dagsettur þann 20. janúar 2019, þar sem vakin er athygli sveitarfélaga á rafbréfi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu um að opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki vegna sértækra verkefna sóknaráætlanasvæði. Umsóknarfrestur er til miðnættis 14. mars 2019. óskað er eftir að umsóknum sé forgangsraðað á hverju svæði landshlutasamtaka fyrir sig.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 894 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til atvinnumála- og kynningarráðs. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Eyþings nr. 316 frá 8.janúar s.l. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 894 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar. Þeir liðir í fundargerðinni sem ekki þarfanst afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar.