Endurskoðun samstarfssamnings um TÁT

Málsnúmer 201902086

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 896. fundur - 14.02.2019

Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn undir þessum lið kl. 08:30.

Á 13. fundi skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga, dagsettur þann 8. febrúar 2019, var eftirfarandi bókað:

"1. 1901100 - Endurskoðun samnings um samrekstur Tónlistarskólans á Tröllaskaga
Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi endurskoðun á samstarfssamningi Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar með áorðnum breytingum. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og sveitarstjóra Dalvíkurbyggðar falið að ljúka við samningsdrögin og leggja fyrir byggðarráð Dalvíkurbyggðar og bæjarráð Fjallabyggðar. "

Með fundarboði fylgdi ofangreind samningsdrög með breytingum frá fundi skólanefndar sem deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála Fjallabyggðar og sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar hafa unnið að.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind samningsdrög um samstarfssamning Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um Tónlistarskólann á Tröllaskaga og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 310. fundur - 19.02.2019

Á 896. fundi byggðaráðs þann 14. febrúar 2019 var eftirfarandi bókað:
" Á 13. fundi skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga, dagsettur þann 8. febrúar 2019, var eftirfarandi bókað: "1. 1901100 - Endurskoðun samnings um samrekstur Tónlistarskólans á Tröllaskaga Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi endurskoðun á samstarfssamningi Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar með áorðnum breytingum. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og sveitarstjóra Dalvíkurbyggðar falið að ljúka við samningsdrögin og leggja fyrir byggðarráð Dalvíkurbyggðar og bæjarráð Fjallabyggðar. " Með fundarboði fylgdi ofangreind samningsdrög með breytingum frá fundi skólanefndar sem deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála Fjallabyggðar og sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar hafa unnið að. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind samningsdrög um samstarfssamning Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um Tónlistarskólann á Tröllaskaga og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn"

Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi endurskoðun á samstarfssamningi milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um Tónlistarskólann á Tröllaskaga.

Byggðaráð - 902. fundur - 28.03.2019

Á 896. fundi sveitarstjórnar þann 14. febrúar s.l. var endurskoðaður samstarfssamningur um Tónlistarskólann á Tröllaskaga samþykktur samhljóða.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi:
a) Endurskoðaður verksamningur við fjármála- og stjórnsýslusvið Dalvíkurbyggðar um framkvæmd og umsjón með launavinnslum og bókhaldi
b) Eignalisti fyrir TÁT.

Til umræðu ofangreint.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi verksamning um framkvæmd og umsjón með launavinnslum og bókhaldi og að hann verði fylgiskjal með samstarfssamningi um TÁT, vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
b) Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi eignalisti og samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hann verði fylgiskjal með samstarfssamningi um TÁT.