Ósk um viðauka við fjárhagsáætlun 2019, vegna ákvæðis í samningi um vatnsréttindi að Brimnesborgum.

Málsnúmer 201902029

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 82. fundur - 06.02.2019

Í samningi um jarðhitaréttindi, dags. 21. ágúst 2008, sbr. 1. lið 3. mgr. 2. gr. viðaukans en þar segir:

Í hvert sinn þegar því marki hefur verið náð að selt vatnsmagn hefur aukist um 50.000 rúmmetra þá verði greiddar kr. 859.328. Seljendur eiga skv. þessu rétt á þessum greiðslum þegar selt vatnsmagn hefur náð 400.000 m3.

Að öllu venjulegu þá hefði einungis verið greidd lóðaleiga samkvæmt fyrri samningi um vatnsréttindi en gert var ráð fyrir slíkri greiðslu í fjárhagsáætlun.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða, með fimm atkvæðum, að óska eftir viðauka vegna þessarar samningsbundnu greiðslu. Kostnaður vegna þess greiðist af auknum tekjum vegna vegna meiri vatnssölu.

Byggðaráð - 896. fundur - 14.02.2019

Á 82. fundi veitu- og hafnaráðs þann 6. febrúar 2019 var eftirfarandi bókað:
"Í samningi um jarðhitaréttindi, dags. 21. ágúst 2008, sbr. 1. lið 3. mgr. 2. gr. viðaukans en þar segir: Í hvert sinn þegar því marki hefur verið náð að selt vatnsmagn hefur aukist um 50.000 rúmmetra þá verði greiddar kr. 859.328. Seljendur eiga skv. þessu rétt á þessum greiðslum þegar selt vatnsmagn hefur náð 400.000 m3. Að öllu venjulegu þá hefði einungis verið greidd lóðaleiga samkvæmt fyrri samningi um vatnsréttindi en gert var ráð fyrir slíkri greiðslu í fjárhagsáætlun.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða, með fimm atkvæðum, að óska eftir viðauka vegna þessarar samningsbundnu greiðslu. Kostnaður vegna þess greiðist af auknum tekjum vegna vegna meiri vatnssölu."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi viðaukabeiðni sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs að upphæð kr. 1.136.201 við lykil 47310-4495. Gert er ráð fyrir aukinni sölu á vatni.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 6/ 2019 að upphæð kr. 1.136.201 við deild 47310 og lykil 4495. Viðaukanum verði mætt með hækkun á tekjum hitaveitu þannig að liður 47010-0222 hækki um kr. - 1.136.201 á móti.

Sveitarstjórn - 310. fundur - 19.02.2019

Á 896. fundi byggðaráðs þann 14. febrúar 2019 var eftirfarandi bókað:
"Á 82. fundi veitu- og hafnaráðs þann 6. febrúar 2019 var eftirfarandi bókað: "Í samningi um jarðhitaréttindi, dags. 21. ágúst 2008, sbr. 1. lið 3. mgr. 2. gr. viðaukans en þar segir: Í hvert sinn þegar því marki hefur verið náð að selt vatnsmagn hefur aukist um 50.000 rúmmetra þá verði greiddar kr. 859.328. Seljendur eiga skv. þessu rétt á þessum greiðslum þegar selt vatnsmagn hefur náð 400.000 m3. Að öllu venjulegu þá hefði einungis verið greidd lóðaleiga samkvæmt fyrri samningi um vatnsréttindi en gert var ráð fyrir slíkri greiðslu í fjárhagsáætlun. Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða, með fimm atkvæðum, að óska eftir viðauka vegna þessarar samningsbundnu greiðslu. Kostnaður vegna þess greiðist af auknum tekjum vegna vegna meiri vatnssölu." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi viðaukabeiðni sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs að upphæð kr. 1.136.201 við lykil 47310-4495. Gert er ráð fyrir aukinni sölu á vatni.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 6/ 2019 að upphæð kr. 1.136.201 við deild 47310 og lykil 4495. Viðaukanum verði mætt með hækkun á tekjum hitaveitu þannig að liður 47010-0222 hækki um kr. - 1.136.201 á móti."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 6 / 2019 að upphæð kr. 1.136.201 við deild 47310 og lykil 4495. Viðaukanum verði mætt með hækkun á tekjum hitaveitu þannig að liður 47010-0222 hækki um kr. - 1.136.201 á móti.