Byggðaráð

896. fundur 14. febrúar 2019 kl. 08:15 - 11:18 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson boðaði forföll og varamaður hans, Þórunn Andrésdóttir, mætti í hans stað.

1.Frá 82. fundi veitu- og hafnaráðs þann 06.02.2019; Ósk um viðauka vegna ákvæðis í samningi um vatnsréttindi að Brimnesborgum.

Málsnúmer 201902029Vakta málsnúmer

Á 82. fundi veitu- og hafnaráðs þann 6. febrúar 2019 var eftirfarandi bókað:
"Í samningi um jarðhitaréttindi, dags. 21. ágúst 2008, sbr. 1. lið 3. mgr. 2. gr. viðaukans en þar segir: Í hvert sinn þegar því marki hefur verið náð að selt vatnsmagn hefur aukist um 50.000 rúmmetra þá verði greiddar kr. 859.328. Seljendur eiga skv. þessu rétt á þessum greiðslum þegar selt vatnsmagn hefur náð 400.000 m3. Að öllu venjulegu þá hefði einungis verið greidd lóðaleiga samkvæmt fyrri samningi um vatnsréttindi en gert var ráð fyrir slíkri greiðslu í fjárhagsáætlun.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða, með fimm atkvæðum, að óska eftir viðauka vegna þessarar samningsbundnu greiðslu. Kostnaður vegna þess greiðist af auknum tekjum vegna vegna meiri vatnssölu."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi viðaukabeiðni sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs að upphæð kr. 1.136.201 við lykil 47310-4495. Gert er ráð fyrir aukinni sölu á vatni.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 6/ 2019 að upphæð kr. 1.136.201 við deild 47310 og lykil 4495. Viðaukanum verði mætt með hækkun á tekjum hitaveitu þannig að liður 47010-0222 hækki um kr. - 1.136.201 á móti.

2.Endurskoðun samstarfssamnings um TÁT

Málsnúmer 201902086Vakta málsnúmer

Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn undir þessum lið kl. 08:30.

Á 13. fundi skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga, dagsettur þann 8. febrúar 2019, var eftirfarandi bókað:

"1. 1901100 - Endurskoðun samnings um samrekstur Tónlistarskólans á Tröllaskaga
Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi endurskoðun á samstarfssamningi Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar með áorðnum breytingum. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og sveitarstjóra Dalvíkurbyggðar falið að ljúka við samningsdrögin og leggja fyrir byggðarráð Dalvíkurbyggðar og bæjarráð Fjallabyggðar. "

Með fundarboði fylgdi ofangreind samningsdrög með breytingum frá fundi skólanefndar sem deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála Fjallabyggðar og sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar hafa unnið að.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind samningsdrög um samstarfssamning Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um Tónlistarskólann á Tröllaskaga og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201901070Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

4.Reglur um styrk til nýsköpunar og þróunar -drög

Málsnúmer 201709014Vakta málsnúmer

Á 895. fundi byggðaráðs þann 7. febrúar 2019 var eftirfarandi bókað:
"Á 38. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 7. nóvember 2018 var meðal annars eftirfarandi bókað: ,,Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að nýjum reglum fyrir nýsköpunar- og þróunarsjóð Dalvíkurbyggðar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa reglunum eins og þær liggja fyrir til umsagnar í atvinnumála- og kynningarráði." Atvinnumála- og kynningarráð hefur kynnt sér reglurnar og gerir nokkrar tillögur að breytingum og er upplýsingafulltrúa og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs falið að koma þeim á framfæri við byggaráð." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi ofangreind tillaga að reglum fyrir nýsköpunar- og þróunarsjóð Dalvíkurbyggðar eftir skoðun og yfirferð bæjarlögmanns, sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og upplýsingafulltrúa. Til umræðu ofangreint.
Á fundinum voru gerðar nokkrar tillögur að breytingum og samþykkir byggðaráð samhljóða með 3 atkvæðum að vísa þeim til bæjarlögmanns og fjármála- og stjórnsýslusviðs til skoðunar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu ofangreind drög að reglum eftir yfirferð bæjarlögmanns og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs á milli funda.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að reglum Dalvíkurbyggðar um nýsköpunar- og þróunarsjóð Dalvíkurbyggðar og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

5.Erindisbréf Ungmennaráðs, tillaga

Málsnúmer 201802129Vakta málsnúmer

Á 868. fundi byggðaráðs þann 24. maí 2018 var meðal annars eftirfarandi bókað:
"a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindisbréfi Ungmennaráðs með endurskoðun á erindisbréfum í heild sinni.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa beiðni um viðauka vegna fjölgunar á fundum Ungmennaráðs til gerðar fjárhagsáætlunar 2019-2022."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 12. febrúar 2019, þar sem fram kemur sú ósk að erindisbréf Ungmennaráðs verði tekið til umfjöllunar og afgreiðslu þótt ekki liggi fyrir heildarendurskoðun á erindisbréfum sveitarfélagsins.

Til umræðu ofangreint.
a) Byggðaráð bendir á að eldra erindisbréf er enn í gildi og kosning í Ungmennaráð á ungmennaþingi var ekki í samræmi við gildandi erindisbréf. Byggðaráð ítrekar þó að ekki verði farið fram á endurkjör og að núverandi ráð hafi umboð.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka erindisbréfið til endurskoðunar, t.d. atriði eins og skipun í ráðið, kynjahlutfall, fjölda funda, fullnaðarafgreiðsla mála.

6.Ráðningarnefnd- fundagerðir 2019

Málsnúmer 201902093Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynntu greinargerð yfir fundi nefndarinnar frá 3. janúar, 15. janúar 22. janúar, 4. febrúar og 12. febrúar 2019.

Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.

7.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Viðmið um tekjur og eignir í reglum sveitarfélaga um úthlutun á félagslegu leiguhúsnæði

Málsnúmer 201902065Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 7. febrúar 2019, er varðar leiðbeiningar um viðmið tekna og eigna þegar kemur að reglum sveitarfélaga um úthlutanir á félagslegu leiguhúsnæði. Fram kemur að tillit til tekju- og eigna eru meðal þeirra aðstæðna sem meta skal. Hverju sveitarfélagi er í sjálfsvald sett að velja það fyrirkomulag á viðmiðum um tekjum og eignum sem best svarar aðstæðum á hverju svæði fyrir sig, m.a. hvað varðar framboð og eftirspurn félagslegs leiguhúsnæðis. Að hálfu Sambandsins er lögð áhersla á tekju- og eignamörk í reglugerðum nr.1042/2013 og nr. 555/2016 fela í sér hámark þeirra tekna og eigna sem mega koma fram í umsókn.
Lagt fram til kynningar.

8.Frá 41. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 06.02.2019; Styrkir vegna sértakra verkefna sóknaráætlanasvæða

Málsnúmer 201901061Vakta málsnúmer

Á 41. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 6. febrúar 2019 var eftirfarandi bókað:
Á 894. fundi byggðaráðs þann 24. janúar 2019 var eftirfarandi bókað: "Tekinn fyrir rafpóstur frá Eyþingi, dagsettur þann 20. janúar 2019, þar sem vakin er athygli sveitarfélaga á rafbréfi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu um að opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki vegna sértækra verkefna sóknaráætlanasvæði. Umsóknarfrestur er til miðnættis 14. mars 2019. Óskað er eftir að umsóknum sé forgangsraðað á hverju svæði landshlutasamtaka fyrir sig. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til atvinnumála- og kynningarráðs." Til umræðu ofangreint.

Af tæknilegum ástæðum þá féll niður þessi liður í dagskrá fundarboðs á fundinum og fékk því ekki efnislega umfjöllun og er því tekinn fyrir nú á fundi byggðaráðs.

Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.

9.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um heilbrigðisstefnu til ársins 2030, 509. mál.

Málsnúmer 201902067Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis þar sem Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um heilbrigðisstefnu til ársins 2030, 509. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 28. febrúar nk.
Lagt fram til kynningar.

10.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar 136.mál - frumvarp um endurgr.vegna mannvirkjagerða

Málsnúmer 201902056Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 31. janúar 2019, þar sem Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um endurgreiðslur til félagasamtaka til almannaheilla vegna mannvirkjagerðar og annarra framkvæmda, 136. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 21. febrúar.

Með fundarboði fylgdi drög að umsögn frá Dalvíkurbyggð.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að umsögn frá Dalvíkurbyggð og vísar til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 11:18.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs