Félagsmálaráð

226. fundur 12. febrúar 2019 kl. 08:15 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Lilja Guðnadóttir formaður
 • Eva Björg Guðmundsdóttir varaformaður
 • Gunnar Eiríksson aðalmaður
 • Felix Jósafatsson aðalmaður
 • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Eyrún Rafnsdóttir
 • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Þroskaþjálfi
Dagskrá

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201902057Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 201902057


Bókað í trúnaðarmálabók

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201810097Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál nr. 201810097

Bókað í trúnaðarmálabók
Bókað í trúnaðarmálabók

3.Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga (stofnanir á málefnasviði félags- og barnamálaráðherra), 495. mál.

Málsnúmer 201902066Vakta málsnúmer

Lagt fram rafbréf frá nefndarsviði Alþingis dags. 6.febrúar 2019 þar sem til umsagnar er frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga (stofnanir í málefnasviði félags- og varnamálaráðherra), 495.mál. Þess er óskar að undirrituð umsögn berist rafrænt eigi síðar en 27.febrúar nk.
Lagt fram til kynningar

4.Áherslur stjónvalda í aðgerðum gegn mansali- lokadrög janúar 2019

Málsnúmer 201902060Vakta málsnúmer

Lagt fram rafbréf dags. 14.janúar 2019 frá Dómsmálaráðuneytinu um drög að áherslum stjórnvalda í aðgerðum gegn mansali og annars kona hagnýtingu.
Lagt fram til kynningar.

5.Viðmið um tekjur og eignir í reglum sveitarfélaga um úthlutun á félagslegu leiguhúsnæði

Málsnúmer 201902065Vakta málsnúmer

Lagt fram rafbréf frá Tryggva Þórhallssyni lögfræðingi hjá Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga dags. 28.janúar 2019 varðandi fyrirspurnir um fyrirkomulag á viðmiðum um tekjur og eignir í reglum sem sveitarfélög setja sér um úthlutun á félagslegu íbúðarhúsnæði á þeirra vegum (þ.e. félagslegar leiguíbúðir sveitarfélaga). Með rafbréfinu fylgdu lög nr 40-1991 með breytingum sem tóku gildi þann 1.október 2018.
Lagt fram til kynningar.

6.Þing um málefni barna

Málsnúmer 201902059Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dags. 17.janúar 2019 frá Salvöru Nordal, Umboðsmanni barna, varðandi þing um málefni barna sem haldið verður 21.-22.nóvember 2019 í Hörpu. Í bréfinu kemur fram að á þessu ári verður haldið upp á þrjátíu ára afmæli Barnasáttmálans - samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins og að þessum áfanga verði fagnað með ýmsu móti á árinu en hápunkturinn verði án efa þing um málefni barna sem haldið verður í nóvember.
Lagt fram til kynningar.

7.NPA - hver er staðan ?

Málsnúmer 201902061Vakta málsnúmer

Lagt fram rafbréf frá Þór G. Þórarinssyni, sérfræðingi hjá Félagsmálaráðuneytinu, dags. þann 25.janúar 2019. Í rafbréfinu er verið að minna á lögfestan rétt fatlaðs fólks til notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA). Þann 1. október sl. tóku gildi lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Eitt af markmiðum laganna er lögfesting á rétti fatlaðs fólks til notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar. Í lok desember sl. skrifaði félags- og jafnréttimálaráðherra undir reglugerð um NPA. Til að formgera og auka gæðin við framkvæmd NPA hefur samhliða setningu reglugerðarinnar um NPA verið tekin ákvörðun um að endurskoða eyðublöð vegna samkomulags um vinnustundir, einstaklingssamninga og starfssamninga. Samningarnir eru í vinnslu, einhverjir tilbúnir og aðrir að verða klárir. Handbók um NPA er einnig í endurskoðun á grundvelli reglugerðarinnar um NPA og er gert ráð fyrir því að ný útgáfa verði tilbúin í lok febrúar.
Lagt fram til kynningar.

8.Áskorun vegna NPA samninga

Málsnúmer 201902062Vakta málsnúmer

Lagt fram rafbréf frá NPA- miðstöðinni þann 30.janúar 2019 þar sem verið er að minna á að þann 21. desember 2018 hafi verið undirrituð ný reglugerð um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) af félags- og jafnréttismálaráðherra. Tekið er fram að í reglugerðinni séu að finna ýmis ákvæði er varða framkvæmd NPA sem skortur hefur verið á fram til þessa s.s. varðandi umsýslu, ferli umsókna, fræðslu, fjárhagslega framkvæmd og fleira. NPA miðstöðin vill benda sveitarfélögum á að reglugerðin sé komin til framkvæmda og því beri sveitarfélögum að aðlaga NPA þjónustu sína til samræmis við ákvæði reglugerðarinnar.
Lagt fram til kynningar.

9.Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra (Framkvæmdarsjóður aldraðra) 306. mál.

Málsnúmer 201901111Vakta málsnúmer

Tekið fyrir raferindi dags. 31.01.2019 frá nefndarsviði Alþingis. Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra (Framkvæmdasjóð aldraðra) 306.mál. Þess er óskað að umsagnir berist eigi síðar en 21. febrúar nk.
Lagt fram til kynningar.

10.Jafnréttisáætlun 2018-2022

Málsnúmer 201901048Vakta málsnúmer

Lögð voru fram drög að nýrri Jafnréttisáætlun Dalvíkurbyggðar í stað Mannréttindastefnu sveitarfélagsins frá 2016. í lögum nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla segir í 12.gr.að jafnréttisnefndir skulu hafa umsjón um gerð jafnréttisáætlana til fjögurra ára sem leggja skal fram til samþykktar í viðkomandi sveitarstjórn eigi síðar en ári eftir sveitarstjórnarkosningar.

Málið var tekið fyrir á síðasta fundi félagsmálaráðs, 225. fundi ráðsins. Þar var bókað: Lögð voru fram drög að nýrri jafnréttisáætlun Dalvíkurbyggðar í stað mannréttindastefnu sveitarfélagsins frá 2016. í lögum nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla segir í 12.gr.að jafnréttisnefndir skulu hafa umsjón um gerð jafnréttisáætlana til fjögurra ára sem leggja skal fram til samþykktar í viðkomandi sveitarstjórn eigi síðar en ári eftir sveitarstjórnarkosningar. Sbr. fund félagsmálaráðs 26. júní 2018, 219 fund.

Félagsmálaráð kynnti sér drögin. Ákveðið að fara betur yfir þau og klára afgreiðslu á næsta fundi ráðsins.
Félagsmálaráð samþykkir jafnréttisáætlun Dalvíkurbyggðar með 5 greiddum atkvæðum og felur starfsmönnum félagsmálasviðs að lesa yfir og laga texta. Félagsmálaráð leggur til að jafnréttisáætlunin verði kynnt fyrir stjórnendum sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
 • Lilja Guðnadóttir formaður
 • Eva Björg Guðmundsdóttir varaformaður
 • Gunnar Eiríksson aðalmaður
 • Felix Jósafatsson aðalmaður
 • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Eyrún Rafnsdóttir
 • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Þroskaþjálfi