Sveitarstjórn

358. fundur 25. apríl 2023 kl. 16:15 - 17:44 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Freyr Antonsson aðalmaður
 • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
 • Lilja Guðnadóttir, aðalmaður boðaði forföll og Monika Margrét Stefánsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
 • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
 • Helgi Einarsson aðalmaður
 • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
 • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
 • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1063, frá 29.03.2023.

Málsnúmer 2303010FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 16 liðum.
Liður 3 er sér liður á dagskrá; mál 202303082
Liður 5 er sér liður á dagskrá; mál 202206050
Liður 6 er sér liður á dagskrá; mál 202301117
Liður 7 er sér liður á dagskrá; mál 202303129
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1064, frá 13.04.2023

Málsnúmer 2304003FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 15 liðum.
Liður 4 er sér liður á dagskrá; mál 202207020.
Liður 6 er sér liður á dagskrá; mál 202304057.
Liður 7 er sér liður á dagskrá; mál 202111018.
Liður 8 er sér liður á dagskrá; mál 202304018.
Liður 9 er sér liður á dagskrá; mál 202304043.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1065, frá 18.04.2023.

Málsnúmer 2304005FVakta málsnúmer

Fundagerðin er í 2 liðum.
Liður 1 er sér liður á dagskrá; mál 202301003.
Liður 2 er sér liður á dagskrá; mál 202210077.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Félagsmálaráð - 267, frá 28.03.2023

Málsnúmer 2303012FVakta málsnúmer

Fundargerðin er 1 liður og ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Fræðsluráð - 281, frá 12.04.2023

Málsnúmer 2304001FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 10 liðum.
Liður 2 er sér liður á dagskrá; mál 202303041.
Liður 4 er sér liður á dagskrá; mál 202301163.
Liður 6 er sér liður á dagskrá; mál 202003115.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Íþrótta- og æskulýðsráð - 148, frá 04.04.2023

Málsnúmer 2303015FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 3 liðum.
Liður 3 er sér liður á dagskrá; mál 202211108.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Menningarráð - 95, frá 31.03.2023

Málsnúmer 2303011FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 20 liðum og ekkert þarfnast afgreiðslu.
Til máls tók Freyr Antonsson sem leggur fram eftirfarandi tillögu að bókun:
"Sveitarstjórn samþykki úthlutun menningarráðs úr menningarsjóði Dalvíkurbyggðar. Sveitarstjórn óskar hér með eftir að menningarráð taki úthlutunarreglur til endurskoðunar og mælist til að hér eftir setji stofnanir Dalvíkurbyggðar verkefni í starfsáætlun og sæki fjármuni í fjárhagsáætlun hvers árs í stað umsókna í menningarsjóðinn."

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

8.Skipulagsráð - 9, frá 12.04.2023

Málsnúmer 2303008FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 19 liðum.
Liður 1 er sér liður á dagskrá; mál 202304029.
Liður 2 er sér liður á dagskrá; mál 202206076.
Liður 6 er sér liður á dagskrá; mál 202208141.
Liður 7 er sér liður á dagskrá; mál 202302033.
Liður 8 er sér liður á dagskrá; mál 202211151.
Liður 9 er sér liður á dagskrá; mál 202208015.
Liður 10 er sér liður á dagskrá; mál 202304035.
Liður 11 er sér liður á dagskrá; mál 202302121.
Liður 12 er sér liður á dagskrá; mál 202209042.
Liður 13 er sér liður á dagskrá; mál 202304027.
Liður 14 er sér liður á dagskrá; mál 202304030.
Liður 15 er sér liður á dagskrá; mál 202303116.
Liður 16 er sér liður á dagskrá; mál 202303109.
Liður 17 er sér liður á dagskrá; mál 202212065.
Liður 18 er sér liður á dagskrá; mál 202304062.
Liður 19 er sér liður á dagskrá; mál 202304060.

Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Umhverfis- og dreifbýlisráð - 8, frá 31.03.2023

Málsnúmer 2303007FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 10 liðum.
Liður 2 er sér liður á dagskrá; mál 202303153.
Liður 5 er sér liður á dagskrá; mál 202212065.
Liður 7 er sér liður á dagskrá; mál 202303081 - búfjárleyfi.
Liður 8 er sér liður á dagskrá; mál 202301095.
Liður 9 er sér liður á dagskrá; mál 202302126.
Liður 10 er sér liður á dagskrá; mál 202202028; samningsdrög.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 123, frá 05.04.2023

Málsnúmer 2303014FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 11 liðum og ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Ársreikningur Dalvíkurbyggðar 2022. Fyrri umræða.

Málsnúmer 202301003Vakta málsnúmer

Á 1065. fundi byggðaráðs þann 18. apríl 2023 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs kl. 13.15: Þorsteinn G. Þorsteinsson, löggiltur endurskoðandi frá KPMG. Aðalmenn úr sveitarstjórn: Lilja Guðnadóttir. Katrín Sif Ingvarsdóttir, kl. 13:45, Sviðsstjórar fagsviða: Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs. Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs. Endurskoðandi sveitarfélagsins, Þorsteinn G. Þorsteinsson, kynnti helstu niðurstöður ársreiknings Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2022. Þorsteinn vék af fundi kl. 14:07. Lilja, Katrín Sif, Eyrún og Gísli viku af fundi kl. 14:09. Niðurstaða:Byggðaráð þakkar endurskoðanda fyrir yfirferðina. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2022 til fyrri umræðu í sveitarstjórn, sem er þriðjudaginn 25. apríl nk."
Til máls tók:
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir helstu forsendum og niðurstöðum ársreikningsins.

Helstu niðurstöður:
Rekstur Samstæðu A- og B- hluta er jákvæður um kr. 173.736.000.
Rekstur A- hluta ( Aðalsjóður og Eignasjóður) er jákvæður um kr. 174.271.000.
Rekstur Aðalsjóðs er jákvæður um kr. 148.927.659.
Fjárfestingar Samstæðu A- og B- hluta voru kr. 131.212.000, þarf af fjárfestingar A- hluta kr. 102.815.000.
Skuldaviðmið skv. reglugerð er 24,8% og skuldahlutfall - skuldir/rekstrartekjur er 70,2% fyrir Samstæðuna A- og B- hluta. Skuldir og skuldbindingar á íbúa eru kr. 1.094.000.
Laun og launatengd gjöld eru 56,6% af rekstrartekjum fyrir Samstæðuna.
Velturfjárhlutfallið er 1,81.

Einnig tóku til máls:
Felix Rafn Felixson.
Freyr Antonsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar 2022 til síðari umræðu í sveitarstjórn.

12.Frá 1063. fundi byggðaráðs þann 29. mars 2023; Krílakot - Endurnýjun á klæðningu á elsta hluta hússins - viðaukabeiðni.

Málsnúmer 202206050Vakta málsnúmer

Á 1063. fundi byggðaráðs þann 29. mars 2023 var eftirfarandi bókað:
"Felix Rafn Felixson vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis kl. 15:35. Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, Helgu Írisi Ingólfsdóttur, dagsett þann 27. mars sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun vegna einangrunar á útveggjum Krílakots. Verkið var boðið út í mars. Tvö tilboð bárust í verkið og bæði yfir uppfærðri kostnaðaráætlun. Lagt er til að tilboði Tréverk hf., lægstbjóðanda sé tekið, og að áætlun 31120 vegna viðhalds fasteigna og leiguhúsnæðis á Krílakoti verði hækkaður úr kr. 23.250.000 í kr. 28.500.000 eða um kr. 5.295.000. Gert var ráð fyrir kr. 18.000.000 á fjárhagsáætlun í þennan verkþátt. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Bjarni Daníel og Helga Íris viku af fundi kl. 15:42.Niðurstaða:a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum þá tillögu að tilboði lægstbjóðanda, frá Tréverki ehf., að upphæð kr. 23.311.000 verði tekið - og vísar þessum lið til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum viðaukabeiðni að upphæð kr. 5.295.000, viðauki nr. 15 við fjárhagsáætlun 2023, á lið 31120-4610 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. c) Byggðaráð felur sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, í samráði við deildarstjóra Eigna- og framkvæmadeildar, að skoða hvar er hægt að fresta viðhaldi á móti viðaukanum á Krílakoti. Felix Rafn Felixson tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis."
Til máls tók:
Felix Rafn Felixson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:38.

Fleiri tóku ekki til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum þá tillögu að tilboði lægstbjóðanda, frá Tréverki ehf., að upphæð kr. 23.311.000 verði tekið. Felix Rafn Felixson tekur ekki þátt í umfjöllun og atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum viðauka nr. 15 við fjárhagsáætlun 2023 að upphæð kr. 5.295.000 á lið 31120-4610 vegna einangrunar á útveggjum Krílakots. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Felix Rafn Felixson tekur ekki þátt í umfjöllun og atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

13.Frá 1063. fundi byggðaráðs þann 29. mars 2023; Þjónustukönnun bókasafnsins - viðaukabeiðni

Málsnúmer 202301117Vakta málsnúmer

Felix Rafn Felixson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:40.
Á 1063. fundi byggðaráðs þann 29. mars 2023 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá forstöðumanna safna, Björk Hólm Þorsteinsdóttur, dagsett þann 22. mars 2023, þar sem vísað er í afgreiðslu sveitarstjórnar frá 14. febrúar sl, þar sem til umfjöllunar var breyttur opnnartími Bókasafns Dalvíkurbyggðar. Samþykkt var sú tillaga að opnunartími Menningarhússins Bergs verði kl. 11:00 til kl. 17:00. Eftir að hafa skoðað hvernig er hægt að útfæra þessa breytingu með sem minnstu raski á starfstíma núverandi starfsmanna á Bókasafni liggur fyrir að tímar þurfa að vera 5 talsins en ekki 4 eins og var metið í fyrstu tillögu. Því er óskað eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2023 að upphæð kr. 860.681 við deild 05210 vegna launa til áramóta. Forstöðumaður safna leggur til að viðaukanum verði mætt með lækkun á lið 05320-4390.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, nr. 16 við fjárhagsáætlun 2023, þannig að laun á deild 05210 hækki um kr. 860.681 og liður 05320-4390 lækki um sömu fjárhæð á móti. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum viðauka nr. 16 við fjárhagsáætlun 2023 að upphæð kr. 860.681 þannig að laun Bókasafns Dalvíkurbyggðar, deild 05210, hækki um þessa upphæð og á móti laun Byggðasafnsins Hvols, deild 05320, lækki um sömu fjárhæð.

14.Frá 1064. fundi byggðaráðs þann 13. apríl 2023; Nýting endurgreiðslu vsk. 2023

Málsnúmer 202304043Vakta málsnúmer

Á 1064. fundi byggðaráðs þann 13. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá slökkviliðsstjóra, dagsett þann 5. mars 2023, þar sem óskað er eftir heimild til að nýta endurgreiðslu á virðisaukaskatti að upphæð kr. 841.381 til endurnýjunar á skóbúnaði liðsmanna. Fyrir liggur tilboð að upphæð kr. 811.456 fyrir innkaupum á 20 pörum.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint erindi og heimilar slökkviliðsstjóra að nýta aukatekjur til kaupa á skóbúnaði fyrir Slökkvilið Dalvíkur. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og heimild til Slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar að nýta endurgreiðslu á virðisaukaskatti að upphæð kr. 841.381 til endurnýjunar á skóbúnaði liðsmanna.

15.Frá 1064. fundi byggðaráðs þann 13. apríl 2023; Umsagnarbeiðni rekstrarleyfi veitingar fl. II Baccalá bar

Málsnúmer 202304018Vakta málsnúmer

Á 1064. fundi byggðaráðs þann 13. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, rafpóstur dagsettur þann 3. apríl sl., þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar um veitingaleyfi í flokki II frá Ektafiski ehf. vegna Baccalá bar. Niðurstaða:Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn með fyrirvara um umsagnir frá slökkviliðsstjóra og heilbrigðiseftirlitinu. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Fyrir liggur jákvæð umsögn frá Slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og umsókn um veitingleyfi með fyrirvara á umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra.

16.Frá 1063. fundi byggðaráðs þann 29. mars 2023; Umsókn vegna rekstrarleyfis gistingar í flokki II á Ægisgötu 7

Málsnúmer 202303082Vakta málsnúmer

Á 1063. fundi byggðaráðs þann 29. mars 2023 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, rafpóstur dagsettur þann 10. mars 2023, þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar um rekstrarleyfi gistingar í flokki II vegna Ægisgötu 7, 621. Dalvík. Niðurstaða:Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina með fyrirvara á umsögnum frá Slökkviliðsstjóra og Byggingafulltrúa. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Fyrir liggja jákvæðar umsagnir frá Slökkviliðsstjóra og Byggyingafulltrúa Dalvíkurbyggðar.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og gerir ekki athugasemdir við umsóknina um rekstrarleyfi gistingar.

17.Frá 1064. fundi byggðaráðs þann 13. apríl 2023; Ósk um endurskoðun á samningi varðandi húsnæðið Ungó og styrkveitingu frá Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202207020Vakta málsnúmer

Á 1064. fundi byggðaráðs þann 13. apríl 2023 var eftirfarandi bókað:
"Á 95. fundi menningarráðs þann 31. mars 2023 var eftirfarandi bókað: Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, lagði fyrir drög að samningi við Gísla, Eirík og Helga, varðandi afnot að húsnæði í Ungó.Niðurstaða:Menningarráð gerir ekki athugasemdir við samning og vísar honum til umfjöllunar í Byggðaráði Dalvíkurbyggðar.Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs gerði grein fyrir ofangreindum og meðfylgjandi samningsdrögum. Gísli vék af fundi kl. 15:02.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind samningsdrög með áorðnum breytingum sem gerðar voru á fundinum og að samningstíminn verði út árið 2024 með möguleika á framlengingu til eins árs í senn. Byggðaráð felur sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að ganga frá samningsdrögum fyrir fund sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að samningi við Gísla, Eirík og Helga ehf. um afnot, umráð og útleigu á Menningarhúsinu Ungó.

18.Frá 1065. fundi byggðaráðs þann 18. apríl 2023; Samningur um tjaldsvæði og baðströnd í Sandvík, Hauganesi - samkomulag um vatn.

Málsnúmer 202210077Vakta málsnúmer

Á 1065. fundi byggðaráðs þann 18. apríl 2023 var eftirfarandi bókað:
"Á 1064. fundi byggðaráðs þann 13. apríl sl. var til umfjöllunar undirrituð viljayfirlýsing á milli Dalvikurbyggðar og Ektabaða. Fram kom að á grundvelli ofangreindrar viljayfirlýsingar er búið að ganga frá og undirrita lóðarleigusamninga um tjaldsvæðis-, atvinnu- og ferðaþjónustulóð, landnúmer L235493, og um byggingalóð, landnúmer L235494. Til umræðu voru næstu skref og byggðaráð fól sveitarstjóra að ræða við forsvarsmenn Ektabaða ehf. Sveitarstjóri gerði grein fyrir viðræðum sínum við forsvarsmenn Ektabaða ehf. og kynnti drög að samkomulagi á milli Dalvíkurbyggðar og Ektabaða ehf. um afhendingu á heitu vatni. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind drög að samkomulagi með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi samkomulag vegna afhendingar á heitu vatni á milli Ektabaða ehf. og Dalvíkurbyggðar.

19.Frá 1064. fundi byggðaráðs þann 13. apríl 2023; Dalvíkurlína 2 - Stígur meðfram lagnaleið - samningsdrög.

Málsnúmer 202111018Vakta málsnúmer

Á 1064. fundi byggðaráðs þann 13. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1062. fundi byggðaráðs þann 16. mars sl. var eftirfarandi bókað: Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi með Snæbirni Sigurðarsyni, verkefnastjóri hjá Landsneti, föstudaginn 10. mars sl., um Dalvíkurlínu 2 og lagningu stíga meðfram lagnaleið. Sveitarstjóri leggur til að lögð verði áhersla á lagningu hjólastígs samhliða lagningu jarðstrengs frá Árskógarskóla til Dalvíkur. Jafnframt er lagt til að gengið verði frá yfirlýsingu og samningi við þá landeigendur sem heimila lagningu hjólastígs á landi þeirra, þrátt fyrir að hann komi ekki til fyrr en eftir einhver ár. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu samningsdrög um uppgjör landbóta vegna landsréttinda í þágu hjóla- og göngustígs. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samningsdrög."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgeiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi samningsdrög um uppgjör landbóta vegna landsréttinda í þágu hjóla- og göngustígs.

20.Frá 1063. fundi byggðaráðs þann 29. mars 2023; Ársfundur SÍMEY - fundarboð

Málsnúmer 202303129Vakta málsnúmer

Á 1063. fundi byggðaráðs þann 29. mars 2023 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir rafpóstur frá SÍMEY, dagsettur þann 21. mars 2023, þar sem boðað er til ársfundar Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar fimmtudaginn 26. apríl kl. 14:00 á Akureyri. Kjörbréf fylgir fundarboði. Í kjörbréfi dagsettu þann 13. mars 2023 kemur fram að í stjórninni eru 7 aðilar til tveggja ára í senn og sjö til vara. Þeir eru tilefndir af menntastofnunum, stéttarfélögum, atvinnurekendum, Akureyrarbæ og sveitarfélögum við Eyjafjörð. Óskað er eftir að stofnaðili tilnefni aðal- og varamann, karl og konu, til næstu tveggja ára í stjórn SÍMEY: Niðurstaða:a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að sækja ársfundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu Grýturbakkahrepps um rúllu milli sveitarfélaganna sem og að varamaður taki alltaf við sem aðalmaður."
Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs sæki ársfund Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og þá tillögu Grýtubakkahrepps um rúllu milli sveitarfélaganna um setu í stjórn SÍMEY sem og að varamaður taki alltaf við sem aðalmaður.

21.Frá 281. fundi fræðsluráðs þann 12. apríl 2023; Ósk um breytingu á innritunarreglum í leikskóla í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202303041Vakta málsnúmer

Á 281. fundi fræðsluráðs þann 12. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri fór yfir þær breytingar sem óskað er eftir við innritun í leikskóla. Niðurstaða:Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum að innritun í leikskóla verði að jafnaði við 12 mánaða aldur. Fræðsluráð óskar jafnframt að heildar reglur verði samræmdar við leikskólann í Árskógarskóla. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu fræðsluráðs að breytingum á innritunarreglum í leikskóla í Dalvíkurbyggð og samþykkir fyrirliggjandi tillögu að innritunarreglum.
Sveitarstjórn telur eðlilegt í ljósi þess að fæðingarorlof er 12 mánuðir að innritun miðist að jafnaði við 12 mánaða aldur.

22.Frá 1064. fundi byggðaráðs þann 13. apríl 2023; Aðalfundur Norðurbaða hf. 2023

Málsnúmer 202304057Vakta málsnúmer

Á 1064. fundi byggðaráðs þann 13. apríl 2023 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Norðurböðum ehf., dagsett þann 5 .apríl 2023, þar sem boðað er til aðalfundar fimmtudaginn 27. apríl nk. kl 9 á Akureyri eða í gegnum TEAMS. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að sækja fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar og fara með umboð sveitarfélagsins. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Til máls tóku:
Felix Rafn Felixson sem leggur til að sveitarfélagið skoði alvarlega sölu á hlut sveitarfélagsins í Norðurböðum.
Freyr Antonsson, sem tekur undir ofangreinda tillögu frá Felix.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitartjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og felur sveitarstjóra að sækja aðalfund Norðurbaða ehf og fara með umboðs sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða ofangreinda tillögu frá Felix og Frey að byggðaráði verði falið að kanna mögulega sölu á hlut Dalvíkurbyggðar í Norðurböðum.

23.Frá 281. fundi fræðsluráðs þann 12. apríl 2023; Skóladagatöl skólanna 2023 - 2024

Málsnúmer 202301163Vakta málsnúmer

Á 281. fundi fræðsluráðs þann 12. apríl 2023 var eftirfarandi bóka:
"Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar- og Dalvíkurskóla, og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri á Krílakoti, fóru yfir skóladagatöl skólanna fyrir skólaárið 2023 - 2024. Niðurstaða:Fræðsluráð samþykkir með fimm greiddum atkvæðum skóladagatal Dalvíkurskóla. Fræðsluráð samþykkir með fimm greiddum atkvæðum skóladagatal Krílakots fyrir skólaárið 2023 - 2024, með þeim breytingum að leikskólinn verði opin í vetrarfríi á vorönn og þeir dagar verði valfrjálsir fyrir foreldra."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjand tillögu að skóladagatali Dalvíkurskóla fyrir skólaárið 2023-2024.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að skóladagatali Krilakots fyrir skólaárið 2023-2024 með þeim breytingum sem fræðsluráð samþykkti.

24.Frá 281. fundi fræðsluráðs þann 12. apríl 2023; Samningur við Háskólann á Akureyri um skólaþjónustu við leik - grunnskóla í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202003115Vakta málsnúmer

Á 281. fundi fræðsluráðs þann 12. apríl 2023 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir minnisblað frá Gísla Bjarnasyni, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs dags. 10.04.2023. Niðurstaða:Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum að framlengja samning við HA, með þeim fyrirvara að geta sagt honum upp með litlum fyrirvara, ef breyting verði á löggjöf um skólaþjónustu. Fræðsluráð felur sviðsstjóra að ganga frá samningi við HA."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu fræðsluráðs um að samningur við Háskólann á Akureyri um skólaþjónustu við leik- og grunnskóla Dalvíkurbyggðar verði framlengdur með þeim fyrirvara að geta sagt honum upp með litlum fyrirvara.

25.Frá 148. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 4. apríl 2023; Erindi frá ADHD samtökunum - ósk um samstarf

Málsnúmer 202211108Vakta málsnúmer

Á 148. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 4. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti tillögur frá ADHD samtökunum um samtarfs. kostnaður við hvert námskeið er kr. 80.000 og eru tillögur um þrjá hópa. Foreldra, ungmenni og starfsfólk. Að auki þarf að greiða fyrir ferðakostnað á staðinn. Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að samið verði við ADHD samtökin um þessar þrjár fræðslur."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu íþrótta- og æskulýðsráðs og felur skólaskrifstofu að semja við ADHD samtökin um þessar þrjár fræðslur sem lagðar eru til ásamt því að skilgreina á hvaða liði í fjárhagsáætlun kostnaður fellur til.

26.Frá 9. fundi skipulagsráðs þann 12. apríl 2023; Umsókn um lóð við Böggvisbraut 14

Málsnúmer 202304029Vakta málsnúmer

Á 9. fundi skipulagsráðs þann 12. apríl 2023 var eftirfarandi bókað:
"Með innsendu erindi dags. 4. apríl sækja þau Kristján Guðmundsson og Telma Björg Þórarinsdóttir um lóðina við Böggvisbraut 14, Dalvík. Niðurstaða:Skipulagsráð samþykkir lóðarumsóknina að Böggvisbraut 14 og felur framkvæmdasviði að úthluta lóðinni. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og úthlutun á lóðinni við Böggvisbraut 14.

27.Frá 9. fundi skipulagsráðs þann 12. apríl 2023; Umsókn um lóð - Hringtún 24

Málsnúmer 202206076Vakta málsnúmer

Á 9. fundi skipulagsráðs þann 12. apríl 2023 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir innsend ósk á íbúagátt, dagsett 3. apríl 2023, um framlengingu á frest til að skila inn fullnægjandi byggingarnefndarteikningum skv. 4. gr. um lóðaveitingar í Dalvíkurbyggð. Niðurstaða:Skipulagsráð felur framkvæmdarsviði að framlengja úthutun lóðar við Hringtún 24 í samræmi við 4. gr. um lóðaveitingar í Dalvíkurbyggð. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og framlengingu á úthlutun lóðar og fresti til að skila inn fullnægjandi byggingarnefndarteikningum vegna Hringtúns 21.

28.Frá 9. fundi skipulagsráðs þann 12. apríl 2023; Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna reiðvegar

Málsnúmer 202208141Vakta málsnúmer

Á 9. fundi skipulagsráðs þann 12. apríl 2023 var eftirfarandi bókað:
"Grenndarkynningu vegna erindis hestamannafélagsins Hrings þar sem óskað var eftir framkvæmdarleyfi fyrir reiðveg í landi Böggvisstaða, lauk þann 6. febrúar 2023 án athugasemda frá þeim nágrönnum sem send voru grenndarkynningargögn. Send voru út kynningargögn á fjóra nágranna í formi afstöðumyndar og kynningarbréfs frá sviðsstjóra framkvæmdasviðs. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að gefið verði út framkvæmdaleyfi til hestamannafélagsins Hrings fyrir reiðvegi í landi Böggvisstaða skv. gr. 15. skipulagslaga 123/2010 Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir framkvæmdaleyfi til Hestamannafélagsins Hrings fyrir reiðvegi í landi Böggvisstaða skv. 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

29.Frá 9. fundi skipulagsráðs þann 12. apríl 2023; Breyting á deiliskipulagi Klapparstígur 4-6

Málsnúmer 202302033Vakta málsnúmer

Á 9. fundi skipulagsráðs þann 12. apríl 2023 var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir tillaga sem barst 31. mars 2023, þar sem Ottó Biering Ottósson fyrir hönd EGO hús ehf óskar eftir leyfi skipulagsráðs til að reisa fjörgra íbúða raðhús á einni hæð með einhalla þaki á tilgreindum lóðum. Niðurstaða:Skipulagsráð telur að um óverulega deiliskipulagsbreytingu sé að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lóðarhafa er heimilt að vinna breytingartillögu sem verður vísað í grenndarkynningu skv. 2.mgr. 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning skal ná yfir Klapparstíg 1-19 og Aðalgötu 11,13 og 15. Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að erindið teljist samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs að um óverulega deiliskipulagsbreytingu sé að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að lóðarhafa er heimilt að vinna breytingartillögu sem verður vísað í grenndarkynningu skv. 2.mgr. 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning skal ná yfir Klapparstíg 1-19 og Aðalgötu 11,13 og 15. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að erindið teljist samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili.

30.Frá 9. fundi skipulagsráðs þann 12. apríl 2023; Ósk um breytingar á skipulagi lóða - Lyngholt 4 og 6 á Hauganesi

Málsnúmer 202211151Vakta málsnúmer

Á 9. fundi skipulagsráðs þann 12. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi dags. 12. apríl 2023 frá Kötlu ehf. lóðarhafa einbýlishúsalóðanna við Lyngholt 4, 6 og 8 Hauganesi. Í erindinu er óskað eftir breytingu á deiliskipulagi lóðanna sem felst í því að byggja tvö einnar hæðar raðhús á lóðunum í stað þriggja einbýlishúsa á einni hæð. Bæði raðhúsin verða fjagra íbúða hús. Lóð nr. 4 er stækkuð til norðurs á kostnað lóðar nr. 6 og lóðir nr. 6 og 8 eru sameinaðar í eina lóð. Heildarflatarmál lóðanna helst óbreytt og hámarksbyggingarmagn innan lóðanna verður 600 m² eftir sameininguna, en var áður 900 m² fyrir þessar þrjár lóðir. Niðurstaða:Á 5. fundi skipulagsráðs þann 14. desember 2022 var samþykkt að umsækjandi grenndarkynnti tvö parhús á lóðunum Lyngholt 4 og 6. Skipulagsráð hafnar fyrirliggjandi erindi þar sem breyting frá fyrri afgreiðslu um fjölgun íbúða úr fjórum íbúðum í átta íbúðir er ekki í samræmi við fyrri afgreiðslu. Ráðið felur framkvæmdarsviði að ræða við umsækjanda á útfærslu deiliskipulagstillögu með að hámarki tvöföldun íbúða á hverri lóð og leggja tillöguna fyrir á næsta fundi ráðsins. Samþykkt með fjórum atkvæðum. Þorsteinn Ingi Ragnarsson situr hjá."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs um að hafna fyrirliggjandi erindi.

31.Frá 9. fundi skipulagsráðs þann 12. apríl 2023; Ósk um breytingu á deiliskipulagi Fólkvangsins í Böggvisstaðafjalli

Málsnúmer 202208015Vakta málsnúmer

Á 9. fundi skipulagsráðs þann 12. apríl 2023 var eftirfarandi bókað:
"Grenndarkynningu vegna óverulegs fráviks á deiliskipulagi fólkvangsins í Böggvisstaðafjalli lauk þann 26. mars 2023 án athugasemda. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tók:
Felix Rafn Felixson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir tillöguna að breytingum á deiliskipulagi Fólkvangsins í Böggvisstaðafjalli skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

32.Frá 9. fundi skipulagsráðs þann 12. apríl 2023; Ósk um breytingu á deiliskipulagi Skáldalæks Ytri

Málsnúmer 202304035Vakta málsnúmer

Á 9. fundi skipulagsráðs þann 12. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi dags. 30. mars 2023 frá fjórum lóðarhöfum frístundahúsalóðanna í landi Skáldalæks ytri. Í erindinu óska lóðarhafar frístundalóðanna í landi Skáldalæks ytra eftir leyfi til þess að fá að breyta deiliskipulagi lóða nr. 1, 2 og 4. Breytingin felst í því að hámarksbyggingarmagn lóða nr. 1, 2 og 4 er aukið úr 110 m² uppí 170 m², annað er óbreytt. Meðfylgjandi erindinu er tillaga að deiliskipulagsbreytingu dags. 02.04.2023 sem unnin er af Ágústi Hafsteinssyni arkitekt hjá Form ráðgjöf. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan fái meðferð samkvæmt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem óveruleg deiliskipulagsbreyting. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og þá tillögu að deiliskipulagstillagan fái meðferð samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem óveruleg deiliskipulagsbreyting.

33.Frá 9. fundi skipulagsráðs þann 12. apríl 2023; Deiliskipulag við Böggvisbraut

Málsnúmer 202302121Vakta málsnúmer

Á 9. fundi skipulagsráðs þann 12. apríl 2023 var eftirfarandi bókað:
"Til umræðu og afgreiðslu tilboð í deiliskipulagsvinnu ofan Böggvisbrautar á Dalvík. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að taka tilboði lægstbjóðanda sem er Landmótun. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum"
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgeiðslu skipulagsráðs og þá tillögu að samið verði við Landmótun vegna vinnu við deiliskipulag ofan Böggvisbrautar á Dalvík.
11 aðilum var boðið að skila verðtilboði og 5 tilboð bárust.

34.Frá 9. fundi skipulagsráðs þann 12. apríl 2023; Öldugata 31 - ósk um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 202209042Vakta málsnúmer

Á 9. fundi skipulagsráðs þann 12. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Óveruleg deiliskipulagsbreyting var grennarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirfarandi lóðarhöfum: Öldugötu 25, 27 og 29, Öldugötu 12-16, 18, 22. Ægisgötu 13, 15, 17, 19, 19a, 21 og 23. Grenndarkynningarferlinu lauk 4. apríl án athugasemda. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir tillögu að óverulegri deiliskipulagsbreytingum skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna Öldugötu 31 á Árskógssandi.

35.Frá 9. fundi skipulagsráðs þann 12. apríl 2023; Ósk um nýtt deiliskipulag við starfssvæði hmf Hrings

Málsnúmer 202304027Vakta málsnúmer

Á 9. fundi skipulagsráðs þann 12. apríl 2023 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi dags. 30. mars 2023 frá Hestamannafélaginu Hring Hringsholti / Ytra-Holti. Í erindinu er tíunduð framtíðarsýn félagsins varðandi uppbyggingu á starfssvæði hestamannafélagsins, þar eru m.a. uppi hugmyndir um byggingu á nýrri reiðhöll með tengibyggingu yfir í núverandi hesthús. Einnig er talað um hugsanlega viðbyggingu við núverandi hesthús auk fjölgunar á gerðum, bílastæðum og fleira. Ekkert deiliskipulag liggur fyrir á svæðinu og fer hestamannfélagið þess á leit við Dalvíkurbyggð að sveitarfélagið ráðist vinnu á deiliskipulagi á grundvelli innsendra hugmynda frá stjórn félagsins. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til að deiliskipulagsvinnu á starfssvæði Hestamannafélagsins Hrings, Hringsholti / Ytra-Holti sé vísað á forgangslista skipulagsráðs fyrir fyrihugaða deiliskipulagsvinnu. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og þá tillögu að deiliskipulagsvinna á starfssvæði Hestamannafélagsins Hrins, Hringsholti/Ytra-Holti, verði sett á forgangslista skipulagsráðs fyrir fyrirhugaða deiliskipulagsvinnu.36.Frá 9. fundi skipulagsráðs þann 12. apríl 2023; Forgangslisti fyrir deiliskipulagsvinnu

Málsnúmer 202304030Vakta málsnúmer

Á 9. fundi skipulagsráðs þann 12. apríl 2023 var eftirfarandi bókað:
"Til umræðu forgangslisti fyrir deiliskipulagsvinnu í Dalvíkurbyggð. Niðurstaða:Skipulagsráð fór yfir forgangslista fyrir fyrirhugaða deiliskipulagsvinnu í sveitarfélaginu. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og forgangslista fyrir fyrirhugaða deiliskipulagsvinnu í sveitarfélaginu.

37.Frá 9. fundi skipulagsráðs þann 12. apríl 2023; Nafnasamkeppni- nýjar götur á Hauganesi

Málsnúmer 202303116Vakta málsnúmer

Á 9. fundi skipulagsráðs þann 12. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Til afgreiðslu niðurstöður úr nafnasamkeppni fyrir fjórar nýjar götur á Hauganesi. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn eftirfarandi nöfn á umræddar nýjar götur á Hauganesi: Gata A verði Stórholt, Gata B verði Langholt, Gata C verði Sjávarstígur og Gata D verði Stekkjarflöt. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum"
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir fyrirliggjandi tillögur að nöfnum á nýjum götum á Hauganesi.
Helstu rök eru eftirfarandi:
Stórholt sem tekur nafn sitt af Stórastekk norðan nýja vegar.
Langholt sem tekur nafn sitt af löngu og góðu berjaholti ofan byggðar.
Sjávarstígur sem tekur nafn sitt af legu sinni og stærð.
Stekkjarflöt tekur nafn sitt af Stekkjarskeri, Stekkjarfjöru, Stekkjarvík og Stekkjarkinn neðan við Stekkjarflötina.

38.Frá 9. fundi skipulagsráðs þann 12. apríl 2023; Beiðni um leiðréttingu á lóðarleigu

Málsnúmer 202303109Vakta málsnúmer

Á 9. fundi skipulagsráðs þann 12. apríl 2023 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Sigrúnu Friðriksdóttur og Sigursveini Friðrikssyni dags.22. mars 2022 þar sem óskað er eftir endurskoðun á lóðarleigu fyrir Karlsbraut 13, Dalvík. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að endurgreiðsla til lóðarhafa að Karlsbraut 13 verði fjögur ár aftur í tímann samkvæmt áliti bæjarlögmanns. Skipulagsráð felur framkvæmdasviði að endurskoða lóðarleigusamninga vestan Karlsbrautar. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir endurgreiðslu til lóðarhafa að Karlsbraut 13 fjögur ár aftur í tímann í samræmi við fyrirliggjandi gögn.

39.Frá 8. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs og 9. fundi skipulagsráðs; Áheyrn hjá Umhverfis- og dreifbýlisráði

Málsnúmer 202212065Vakta málsnúmer

Á 8. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs og 9. fundi skipulagsráðs var eftirfarandi bókað:
"Á 6. fundi umhverfis- og dreifibýlisráðs var tekið fyrir bréf dagsett 9. desember 2022 þar sem Eiríkur Gunnarsson og Inger Steinsson óskuðu eftir áheyrn umhverfis- og dreifbýlisráðs vegna skógræktarsvæðis í landi Syðra Holts. Niðurstaða fundarins var að leita álits á skilgreiningu greinargerðar gildandi aðalskipulags er varðar skógrækt og leggja aftur fyrir ráðið. Tengist máli 202203097 um umsókn Eiríks og Inger um framkvæmdarleyfi til skógræktar. Niðurstaða:Umhverfis-og dreifbýlisráð gerir ekki athugasemd við umsóknina og vísar afgreiðslu erindisins til skipulagsráðs. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
"Á 8. fundi umhverfis-og dreifbýlisráðs þann 31. mars 2023 var afgreiðslu umsóknar um breytta landnokun á Syðra-Holti vísað til skipulagsráðs. Niðurstaða:Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og leggur til við sveitarstjórn að umbeðið framkvæmdarleyfi verði veitt. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir umbeðið framkvæmdaleyfi til skógræktar.

40.Frá 9. fundi skipulagsráðs þann 12. apríl 2023; Umsókn um breytingu á deiliskipulagi Dalvíkurhafnar

Málsnúmer 202304062Vakta málsnúmer

Á 9. fundi skipulagsráðs þann 12. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi dags. 11. apríl 2023 frá Sæfrakt ehf lóðarhafa atvinnulóðarinnar við Gunnarsbraut 8-10 á Dalvík. Í erindinu er óskað eftir breytingu á deiliskipulagi Dalvíkurhafnar sem felst í því að breikka byggingarreit lóðarinnar Gunnarsbraut 8 um 3.5 m til vesturs. Hámarksbyggingarmagn og lóðarstærð lóðarinnar helst óbreytt. Meðfylgjandi erindinu er tillaga í formi afstöðumyndar dags. 10.04.2023 sem unnin er af Haraldi Árnasyni hjá HSÁ teiknistofu. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að umsækjanda verði heimilt að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem felur í sér að byggingarreitur breikki um 2.5 m til vesturs í stað 3.5 m samkvæmt tillögu með erindi umsækjanda. Umsækjandi leggi deiliskipulagstillöguna fyrir næsta fund skipulagsráðs. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum þá tillögu skipulagsráðs að Sæfrakt ehf. verði heimilt að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem felur í sér að byggingarreitur breikki um 2,5 m til vesturs í stað 3,5 m samkvæmt tillögu með erindi umsækjanda.

41.Frá 9. fundi skipulagsráðs þann 12. apríl 2023; Umsókn um stækkun á lóð við Skógarhóla 12, Dalvík

Málsnúmer 202304060Vakta málsnúmer

Á 9. fundi skipulagsráðs þann 12. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Með innsendu erindi dags. 11. apríl 2023 óskar Valbjörn Ægir Vilhjálmsson fyrir hönd lóðarhafa eftir stækkun á lóð og byggingarreit samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að umsækjanda verði heimilt að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem felur í sér að byggingarreitur breikki um 4,0 m til vesturs og 4,0 m til norðurs og lóðarmörk stækki 7,0 m til norðurs samkvæmt tillögu með erindi umsækjanda. Umsækjandi leggi deiliskipulagstillöguna fyrir næsta fund skipulagsráðs. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs um að Gunnlaugi Svanssyni verði heimild að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem felur í sér að byggingarreitur breikki um 4,0 m til vesturs og 4,0 m til norðurs og lóðarmörk stækki 7,0 m til norðurs samkvæmt tillögu með erindi umsækjanda.

42.Frá 8. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 31. mars 2023; Endurnýjun á skiltum við Friðland Svarfdæla

Málsnúmer 202303153Vakta málsnúmer

Á 8. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 31. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Með innsendu erindi dags. 22. mars 2023 óskar Hjörleifur Hjartarsson eftir að kynna þrjú ný skiltapör sem setja á upp í friðlandi Svarfdæla. Niðurstaða:Umhverfis-og dreifbýlisráð samþykkir framlagða áætlun um endurnýjun á skiltum í friðlandi Svarfdæla. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs og framlagða áætlun um endurnýjun á skiltum í Friðlandi Svarfdæla.

43.Frá 8. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 31. mars 2023; Umsókn um landlóð til beitar auk búfjárleyfi

Málsnúmer 202303081Vakta málsnúmer

Á 8. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 31. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Með innsendu erindi ódagsett. óskar Svanbjörn Jón Garðarsson eftir búfjárleyfi og landi til leigu samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Niðurstaða:Umhverfis-og dreifbýlisráð samþykkir að veita umbeðið búfjárleyfi og felur framkvæmdasviði að afmarka land og gera leigusamning við umsækjanda. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs um búfjárleyfi.

44.Frá 8. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 31. mars 2023; Lóðarleigusamningur Tunguréttar-Leigugjald

Málsnúmer 202301095Vakta málsnúmer

Á 8. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 31. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Til umræðu leigugjald vegna lóðar undir Tungurétt í Svarfaðardal. Niðurstaða:Umhverfis-og dreifbýlisráð felur starfsmönnum framkvæmdasviðs að ganga frá greiðslu lóðarleigu síðustu fjögurra ára og ganga frá því að leigan verði greidd árlega héðan í frá. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs um greiðslu lóðarleigu vegna lóðar undir Tungurétt.

45.Frá 8. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 31. mars 2023; Auglýst lönd til beitar og slægna

Málsnúmer 202302126Vakta málsnúmer

Á 8. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 31. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Til umræðu drög að úthlutunarreglum fyrir leigulönd og þær lendur sem lausar eru til úthlutunar. Niðurstaða:Umhverfis-og dreifbýlisráð felur starfsmönnum framkvæmdasviðs að bæta við í úthlutunarreglur fyrir leigulönd, ákvæði um hlutkesti. Að öðru leyti samþykkir ráði framlögð drög að úthlutunarreglum. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu umhverfis- og dreifbýlisráðs að úthlutunarreglum fyrir leigulönd og lendur.

46.Frá 8. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs; Ósk um viðræður vegna Hánefsstaðaskógar- samningsdrög.

Málsnúmer 202202028Vakta málsnúmer

Á 8. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 31. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 3. október 2022 voru lögð fram til kynningar drög að samningi um styrk til umhirðu og uppbyggingar á skógræktar- og útivistarsvæði í Hánefsstaðaskógi en á 374. fundi umhverfisráðs var Framkvæmdasviði falið að ganga til samninga við Skógræktarfélag Eyfirðinga og leggja til í fjárhagsáætlunargerð næsta árs. Á 1034. fundi byggðaráðs var samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum samningsdrögum til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar 2023. Niðurstaða:Umhverfis-og dreifbýlisráð felur starfsmönnum framkvæmdasviðs að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2023 þar sem ekki var gert ráð fyrir fjármagni í þetta verkefni í fjárhagsáætlun 2023. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi drög að þjónustusamningi við Skógræktarfélag Eyfirðinga um umhirðu og uppbyggingu á skógræktar- og útivistarsvæði í Hánefsstaðaskógi í Dalvíkurbyggð.

47.Frá Friðriki Friðrikssyni; Beiðni um lausn frá störfum í menningarráði

Málsnúmer 202304116Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Friðriki Friðrikssyni, rafpóstur dagsettur þann 21. april sl. þar sem Friðrik óskar lausnar frá störfum úr menningarráði vegna brottflutnings úr sveitarfélaginu.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að veita Friðriki Friðrikssyni lausn frá störfum úr menningarráði.
Sveitarstjórn þakkar Friðriki fyrir störf í þágu sveitarfélagsins og óskar honum velfarnaðar.

48.Kosning í nefndir og ráð samkvæmt Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202304117Vakta málsnúmer

Til máls tók Freyr Antonsson sem leggur til að Jóhann Már Kristinsson taki sæti sem aðalmaður í menningaráði í stað Friðriks Friðrikssonar.

Fleiri tóku ekki til máls.
Ekki komu fram aðrar tillögur og er því Jóhann Már Kristinsson réttkjörinn.

49.Fundagerðir stjórnar Dalbæjar 2023, janúar - apríl 2023.

Málsnúmer 202302036Vakta málsnúmer

Til máls tók Freyr Antonsson.
Fleiri tóku ekki til máls.

Lagðar fram til kynningar 5 fundargerðir stjórnar Dalbæjar frá janúar - apríl 2023.
Með fundarboði fylgdi einnig umsókn stjórnar Dalbæjar um breytingu á 10 dvalarrýma í 10 hjúkrunarrými.

Fundi slitið - kl. 17:44.

Nefndarmenn
 • Freyr Antonsson aðalmaður
 • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
 • Lilja Guðnadóttir, aðalmaður boðaði forföll og Monika Margrét Stefánsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
 • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
 • Helgi Einarsson aðalmaður
 • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
 • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
 • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs