Ósk um viðræður vegna Hánefsstaðaskógar

Málsnúmer 202202028

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 368. fundur - 10.02.2022

Til umfjöllunar bréf frá Skógræktarfélagi Eyfirðinga, dagsett 6. febrúar 2022 þar sem félagið óskar eftir viðræðum við Dalvíkurbyggð um að koma Hánefsstaðaskógi í betra horf og auka þannig fjölbreytni útvistarmöguleika í sveitarfélaginu.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra og deildarstjóra EF-deildar að ræða við forsvarsmenn Skógræktarfélagsins og taka samninginn um Hánefsstaðaskóg og framkvæmd hans til endurskoðunar.

Umhverfisráð 2022 - 374. fundur - 08.08.2022

Fyrir liggja drög að samningi um styrk til umhirðu og uppbyggingar á skógræktar- og
útivistarsvæði í Hánefsstaðaskógi.
Umhverfisráð felur Framkvæmdasviði að ganga til samninga við Skógræktarfélag Eyfirðinga og leggja til í fjárhagsáætlunargerð næsta árs.
Umhverfisráð telur verkefnið mikilvægt fyrir lýðheilsu í sveitarfélaginu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Byggðaráð - 1034. fundur - 18.08.2022

Á 374. fundi umhverfisráðs þann 8. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Fyrir liggja drög að samningi um styrk til umhirðu og uppbyggingar á skógræktar- og útivistarsvæði í Hánefsstaðaskógi. Umhverfisráð felur Framkvæmdasviði að ganga til samninga við Skógræktarfélag Eyfirðinga og leggja til í fjárhagsáætlunargerð næsta árs. Umhverfisráð telur verkefnið mikilvægt fyrir lýðheilsu í sveitarfélaginu. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Bjarni Daníel vék af fundi kl. 14:52.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum samningsdrögum til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar 2023.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 1. fundur - 30.09.2022

Á 374. fundi umhverfisráðs þann 8. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Fyrir liggja drög að samningi um styrk til umhirðu og uppbyggingar á skógræktar- og útivistarsvæði í Hánefsstaðaskógi. Umhverfisráð felur Framkvæmdasviði að ganga til samninga við Skógræktarfélag Eyfirðinga og leggja til í fjárhagsáætlunargerð næsta árs. Umhverfisráð telur verkefnið mikilvægt fyrir lýðheilsu í sveitarfélaginu. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Á 1034. fundi byggðaráðs var samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum samningsdrögum til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar 2023.
Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 8. fundur - 31.03.2023

Á 1. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 3. október 2022 voru lögð fram til kynningar drög að samningi um styrk til umhirðu og uppbyggingar á skógræktar- og útivistarsvæði í Hánefsstaðaskógi en á 374. fundi umhverfisráðs var Framkvæmdasviði falið að ganga til samninga við Skógræktarfélag Eyfirðinga og leggja til í fjárhagsáætlunargerð næsta árs. Á 1034. fundi byggðaráðs var samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum samningsdrögum til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar 2023.
Umhverfis-og dreifbýlisráð felur starfsmönnum framkvæmdasviðs að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2023 þar sem ekki var gert ráð fyrir fjármagni í þetta verkefni í fjárhagsáætlun 2023.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 358. fundur - 25.04.2023

Á 8. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 31. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 3. október 2022 voru lögð fram til kynningar drög að samningi um styrk til umhirðu og uppbyggingar á skógræktar- og útivistarsvæði í Hánefsstaðaskógi en á 374. fundi umhverfisráðs var Framkvæmdasviði falið að ganga til samninga við Skógræktarfélag Eyfirðinga og leggja til í fjárhagsáætlunargerð næsta árs. Á 1034. fundi byggðaráðs var samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum samningsdrögum til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar 2023. Niðurstaða:Umhverfis-og dreifbýlisráð felur starfsmönnum framkvæmdasviðs að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2023 þar sem ekki var gert ráð fyrir fjármagni í þetta verkefni í fjárhagsáætlun 2023. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi drög að þjónustusamningi við Skógræktarfélag Eyfirðinga um umhirðu og uppbyggingu á skógræktar- og útivistarsvæði í Hánefsstaðaskógi í Dalvíkurbyggð.

Byggðaráð - 1067. fundur - 04.05.2023

Á 358. fundi sveitarstjórnar þann 25. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 8. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 31. mars sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 3. október 2022 voru lögð fram til kynningar drög að samningi um styrk til umhirðu og uppbyggingar á skógræktar- og útivistarsvæði í Hánefsstaðaskógi en á 374. fundi umhverfisráðs var Framkvæmdasviði falið að ganga til samninga við Skógræktarfélag Eyfirðinga og leggja til í fjárhagsáætlunargerð næsta árs. Á 1034. fundi byggðaráðs var samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum samningsdrögum til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar 2023. Niðurstaða:Umhverfis-og dreifbýlisráð felur starfsmönnum framkvæmdasviðs að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2023 þar sem ekki var gert ráð fyrir fjármagni í þetta verkefni í fjárhagsáætlun 2023. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi drög að þjónustusamningi við Skógræktarfélag Eyfirðinga um umhirðu og uppbyggingu á skógræktar- og útivistarsvæði í Hánefsstaðaskógi í Dalvíkurbyggð."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 27. apríl 2023, þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 1.000.000 á lið 11030-9145 vegna styrkt til Skógræktarfélags Eyfirðinga til umhirðu og uppbyggingar skógræktar- og útivistarsvæðis í Hánefssaðaskógi.
Afgreiðslu frestað.

Byggðaráð - 1068. fundur - 11.05.2023

Á 1067. fundi byggðaráðs þann 4. maí 2023 var eftirfarandi bókað:
"Á 358. fundi sveitarstjórnar þann 25. apríl sl. var eftirfarandi bókað: Á 8. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 31. mars sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 3. október 2022 voru lögð fram til kynningar drög að samningi um styrk til umhirðu og uppbyggingar á skógræktar- og útivistarsvæði í Hánefsstaðaskógi en á 374. fundi umhverfisráðs var Framkvæmdasviði falið að ganga til samninga við Skógræktarfélag Eyfirðinga og leggja til í fjárhagsáætlunargerð næsta árs. Á 1034. fundi byggðaráðs var samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum samningsdrögum til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar 2023. Niðurstaða:Umhverfis-og dreifbýlisráð felur starfsmönnum framkvæmdasviðs að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2023 þar sem ekki var gert ráð fyrir fjármagni í þetta verkefni í fjárhagsáætlun 2023. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi drög að þjónustusamningi við Skógræktarfélag Eyfirðinga um umhirðu og uppbyggingu á skógræktar- og útivistarsvæði í Hánefsstaðaskógi í Dalvíkurbyggð. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 27. apríl 2023, þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 1.000.000 á lið 11030-9145 vegna styrkt til Skógræktarfélags Eyfirðinga til umhirðu og uppbyggingar skógræktar- og útivistarsvæðis í Hánefssaðaskógi. Niðurstaða:Afgreiðslu frestað."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfærð viðaukabeiðni deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 10. maí 2023. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 2.240.000 þannig að liður 11030-9145 hækki um kr. 1.000.000 og liður 11030-4396 hækki um kr. 1.240.000.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðaukabeiðni, viðauka nr. 18 við fjárhagsáætlun 2023, vegna samnings við Skógaræktarfélag Eyfirðinga um Hánefsstaðaskóg. Liður 11030-9145 hækkar um kr. 1.000.000 og verður því kr. 1.500.000. Byggðaráð samþykkir einnig að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Byggðaráð hafnar beiðni um að liður 11030-4396 hækki um kr. 1.240.000 og leggur til við sveitarstjórn að ákvæði þess efnis í samingsdrögunum verði tekið út.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 359. fundur - 06.06.2023

Á 358. fundi sveitarstjórnar þann 25. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 8. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 31. mars sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 3. október 2022 voru lögð fram til kynningar drög að samningi um styrk til umhirðu og uppbyggingar á skógræktar- og útivistarsvæði í Hánefsstaðaskógi en á 374. fundi umhverfisráðs var Framkvæmdasviði falið að ganga til samninga við Skógræktarfélag Eyfirðinga og leggja til í fjárhagsáætlunargerð næsta árs. Á 1034. fundi byggðaráðs var samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum samningsdrögum til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar 2023. Niðurstaða:Umhverfis-og dreifbýlisráð felur starfsmönnum framkvæmdasviðs að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2023 þar sem ekki var gert ráð fyrir fjármagni í þetta verkefni í fjárhagsáætlun 2023. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi drög að þjónustusamningi við Skógræktarfélag Eyfirðinga um umhirðu og uppbyggingu á skógræktar- og útivistarsvæði í Hánefsstaðaskógi í Dalvíkurbyggð."Með fundarboði byggðaráðs á 1067.fundi fylgdi erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 27. apríl 2023, þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 1.000.000 á lið 11030-9145 vegna styrkt til Skógræktarfélags Eyfirðinga til umhirðu og uppbyggingar skógræktar- og útivistarsvæðis í Hánefssaðaskógi. Niðurstaða: Afgreiðslu frestað.

Á 1068.fundi byggðaráðs var tekin fyrir uppfærð viðaukabeiðni deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 10. maí 2023. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 2.240.000 þannig að liður 11030-9145 hækki um kr. 1.000.000 og liður 11030-4396 hækki um kr. 1.240.000. Niðurstaða: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðaukabeiðni, viðauka nr. 18 við fjárhagsáætlun 2023, vegna samnings við Skógaræktarfélag Eyfirðinga um Hánefsstaðaskóg. Liður 11030-9145 hækkar um kr. 1.000.000 og verður því kr. 1.500.000. Byggðaráð samþykkir einnig að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Byggðaráð hafnar beiðni um að liður 11030-4396 hækki um kr. 1.240.000 og leggur til við sveitarstjórn að ákvæði þess efnis í samingsdrögunum verði tekið út.Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum viðaukabeiðni, viðauka nr. 18 við fjárhagsáætlun 2023, vegna samnings við Skógaræktarfélag Eyfirðinga um Hánefsstaðaskóg. Liður 11030-9145 hækkar um kr. 1.000.000 og verður því kr. 1.500.000. Sveitarstjórn samþykkir einnig að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Sveitarstjóra falið að undirrita samninginn f.h. sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn hafnar beiðni um að liður 11030-4396 hækki um kr. 1.240.000 og samþykkir að ákvæði þess efnis í samingsdrögunum verði tekið út.