Nafnasamkeppni- nýjar götur á Hauganesi

Málsnúmer 202303116

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 9. fundur - 12.04.2023

Til afgreiðslu niðurstöður úr nafnasamkeppni fyrir fjórar nýjar götur á Hauganesi.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn eftirfarandi nöfn á umræddar nýjar götur á Hauganesi:

Gata A verði Stórholt
Gata B verði Langholt
Gata C verði Sjávarstígur
Gata D verði Stekkjarflöt

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum

Sveitarstjórn - 358. fundur - 25.04.2023

Á 9. fundi skipulagsráðs þann 12. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Til afgreiðslu niðurstöður úr nafnasamkeppni fyrir fjórar nýjar götur á Hauganesi. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn eftirfarandi nöfn á umræddar nýjar götur á Hauganesi: Gata A verði Stórholt, Gata B verði Langholt, Gata C verði Sjávarstígur og Gata D verði Stekkjarflöt. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum"
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir fyrirliggjandi tillögur að nöfnum á nýjum götum á Hauganesi.
Helstu rök eru eftirfarandi:
Stórholt sem tekur nafn sitt af Stórastekk norðan nýja vegar.
Langholt sem tekur nafn sitt af löngu og góðu berjaholti ofan byggðar.
Sjávarstígur sem tekur nafn sitt af legu sinni og stærð.
Stekkjarflöt tekur nafn sitt af Stekkjarskeri, Stekkjarfjöru, Stekkjarvík og Stekkjarkinn neðan við Stekkjarflötina.