Ósk um breytingu á deiliskipulagi Fólkvangsins í Böggvisstaðafjalli

Málsnúmer 202208015

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð 2022 - 374. fundur - 08.08.2022

Ósk um breytingu á Deiliskipulagi fólkvangsins í Böggvisstaðafjalli. Fyrirhuguð breyting fellst í hækkun á mænishæð um 0,4 metra.
Umhverfisráð telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem ekki er sótt um stækkun byggingarreits eða aukið byggingarmagn og verði vísað til grenndarkynningar í samræmi við 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Friðjón Árni Sigurvinsson leggur fram eftirfarandi bókun:
"Ég tel að setja ætti skilmála um að byggingin falli að landslaginu og sé ekki lýti á fólkvangi."

Samþykkt með 4 atkvæðum. Friðjón situr hjá.

Byggðaráð - 1034. fundur - 18.08.2022

Á 374. fundi umhverfisráðs þann 8. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Ósk um breytingu á Deiliskipulagi fólkvangsins í Böggvisstaðafjalli. Fyrirhuguð breyting fellst í hækkun á mænishæð um 0,4 metra. Umhverfisráð telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem ekki er sótt um stækkun byggingarreits eða aukið byggingarmagn og verði vísað til grenndarkynningar í samræmi við 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Friðjón Árni Sigurvinsson leggur fram eftirfarandi bókun: "Ég tel að setja ætti skilmála um að byggingin falli að landslaginu og sé ekki lýti á fólkvangi." Samþykkt með 4 atkvæðum. Friðjón situr hjá. "
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.

Skipulagsráð - 6. fundur - 11.01.2023

Tekið fyrir erindi frá Teikna Teiknistofu arkitekta fyrir hönd Skíðafélags Dalvíkur, dagsett þann 12. desember 2022, þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi fólkvangsing í Böggvisstaðafjalli. Málið áður tekið fyrir á 1034. fundi byggðaráðs Dalvíkurbyggðar þann 18. ágúst 2022, var samþykkt að grenndarkynna óverulega breytingu á Deiliskipulagi fólkvangsins í Böggvisstaðafjalli. Erindið hafði hlotið umræðu og afgreiðslu á 374. fundi umhverfisráðs þann 8. ágúst 2022.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fólkvangsins í Böggvisstaðafjalli verði sett í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning skal fara fram á heimasíðu Dalvíkurbyggðar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 354. fundur - 17.01.2023

Á 6. fundi skipulagsráðs þann 11. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Teikna Teiknistofu arkitekta fyrir hönd Skíðafélags Dalvíkur, dagsett þann 12. desember 2022, þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi fólkvangsing í Böggvisstaðafjalli. Málið áður tekið fyrir á 1034. fundi byggðaráðs Dalvíkurbyggðar þann 18. ágúst 2022, var samþykkt að grenndarkynna óverulega breytingu á Deiliskipulagi fólkvangsins í Böggvisstaðafjalli. Erindið hafði hlotið umræðu og afgreiðslu á 374. fundi umhverfisráðs þann 8. ágúst 2022.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fólkvangsins í Böggvisstaðafjalli verði sett í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning skal fara fram á heimasíðu Dalvíkurbyggðar. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tóku:
Felix Rafn Felixson, sem leggur til að þessu máli verði frestað svo hægt sé að skoða málið frá öllum hliðum.
Helgi Einarsson.
Lilja Guðnadóttir, sem leggur til að málinu verði frestað.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og þá tillögu að óveruleg breyting á deiliskipulagi fólkvangsins í Böggvisstaðafjalli verði sett í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt að grenndarkynningin skuli fara fram á heimasíðu Dalvíkurbyggðar. Felix Rafn Felixson og Lilja Guðnadóttir sitja hjá.

Skipulagsráð - 9. fundur - 12.04.2023

Grenndarkynningu vegna óverulegs frávikiks á deiliskipulagi fólkvangsins í Böggvisstaðafjalli lauk þann 26. mars 2023 án athugasemda.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 358. fundur - 25.04.2023

Á 9. fundi skipulagsráðs þann 12. apríl 2023 var eftirfarandi bókað:
"Grenndarkynningu vegna óverulegs fráviks á deiliskipulagi fólkvangsins í Böggvisstaðafjalli lauk þann 26. mars 2023 án athugasemda. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tók:
Felix Rafn Felixson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir tillöguna að breytingum á deiliskipulagi Fólkvangsins í Böggvisstaðafjalli skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.