Ósk um breytingar á skipulagi lóða - Lyngholt 4 og 6 á Hauganesi

Málsnúmer 202211151

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 5. fundur - 14.12.2022

Með erindi, dagsett 22. nóvember 2022, óskar Katla ehf. eftir breytingum á skipulagi húsbygginga á lóðum Lyngholts 4 og 6.
Skipulagsráð telur að um óverulega deiliskipulagsbreytingu sé að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lóðarhafa er heimilt að vinna breytingartillögu sem verður vísað í grenndarkynningu skv. 2.mgr. 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning skal ná yfir Lyngholt 1-5 og 2, Ásholt 1-5 og Ásveg 3-7.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Skipulagsráð - 9. fundur - 12.04.2023

Tekið fyrir erindi dags. 12. apríl 2023 frá Kötlu ehf. lóðarhafa einbýlishúsalóðanna við Lyngholt 4, 6 og 8 Hauganesi.
Í erindinu er óskað eftir breytingu á deiliskipulagi lóðanna sem felst í því að byggja tvö einnar hæðar raðhús á lóðunum í stað þriggja einbýlishúsa á einni hæð. bæði raðhúsin verða fjóra íbúða hús. Lóð nr. 4 er stækkuð til norðurs á kostnað lóðar nr. 6 og lóðir nr. 6 og 8 eru sameinaðar í eina lóð.
Heildarflatarmál lóðanna helst óbreytt og hámarksbyggingarmagn innan lóðanna verður 600 m² eftir sameininguna, en var áður 900 m² fyrir þessar þrjár lóðir.

Á 5. fundi skipulagsráðs þann 14. desember 2022 var samþykkt að umsækjandi grenndarkynnti tvö parhús á lóðunum Lyngholt 4 og 6.
Skipulagsráð hafnar fyrirliggjandi erindi þar sem breyting frá fyrri afgreiðslu um fjölgun íbúða úr fjórum íbúðum í átta íbúðir er ekki í samræmi við fyrri afgreiðslu.
Ráðið felur framkvæmdarsviði að ræða við umsækjanda á útfærslu deiliskipulagstillögu með að hámarki tvöföldun íbúða á hverri lóð og leggja tillöguna fyrir á næsta fundi ráðsins.

Samþykkt með fjórum atkvæðum.

Þorsteinn Ingi Ragnarsson situr hjá.

Sveitarstjórn - 358. fundur - 25.04.2023

Á 9. fundi skipulagsráðs þann 12. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi dags. 12. apríl 2023 frá Kötlu ehf. lóðarhafa einbýlishúsalóðanna við Lyngholt 4, 6 og 8 Hauganesi. Í erindinu er óskað eftir breytingu á deiliskipulagi lóðanna sem felst í því að byggja tvö einnar hæðar raðhús á lóðunum í stað þriggja einbýlishúsa á einni hæð. Bæði raðhúsin verða fjagra íbúða hús. Lóð nr. 4 er stækkuð til norðurs á kostnað lóðar nr. 6 og lóðir nr. 6 og 8 eru sameinaðar í eina lóð. Heildarflatarmál lóðanna helst óbreytt og hámarksbyggingarmagn innan lóðanna verður 600 m² eftir sameininguna, en var áður 900 m² fyrir þessar þrjár lóðir. Niðurstaða:Á 5. fundi skipulagsráðs þann 14. desember 2022 var samþykkt að umsækjandi grenndarkynnti tvö parhús á lóðunum Lyngholt 4 og 6. Skipulagsráð hafnar fyrirliggjandi erindi þar sem breyting frá fyrri afgreiðslu um fjölgun íbúða úr fjórum íbúðum í átta íbúðir er ekki í samræmi við fyrri afgreiðslu. Ráðið felur framkvæmdarsviði að ræða við umsækjanda á útfærslu deiliskipulagstillögu með að hámarki tvöföldun íbúða á hverri lóð og leggja tillöguna fyrir á næsta fundi ráðsins. Samþykkt með fjórum atkvæðum. Þorsteinn Ingi Ragnarsson situr hjá."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs um að hafna fyrirliggjandi erindi.

Skipulagsráð - 10. fundur - 10.05.2023

Anna Kristín Guðmundsdóttir kom aftur inn á fundinn kl.15:02.
Tekið fyrir erindi dags. 26. apríl 2023 frá Sveini Jónssyni fyrir hönd Kötlu ehf vegna einbýlishúsalóðanna Lyngholts 4, 6 og 8 á Hauganesi þar sem lagður er fram uppdráttur með tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hauganess, dags. 25. apríl 2023 frá Ágústi Hafsteinssyni arkitekt á Form ráðgjöf.

Deiliskipulagstillagan felur í sér að einbýlishúsalóðin Lyngholt 4 sé stækkuð um 402.1 m², úr 835.4 m² í 1.237.5 m² og henni breytt í lóð fyrir einnar hæðar raðhús með fjórum íbúðum. Jafnframt er númeri lóðarinnar breytt úr Lyngholti 4 í Lyngholt 4-10. Hámarks byggingarmagn er aukið úr 300 m² og uppí 450 m². Hámarksheildarhæð húss er lækkuð úr 5,2 m í 4.5 m.
Einbýlishúsalóðirnar Lyngholt 6 og 8 eru sameinaðar í eina lóð fyrir parhús á einni hæð og verður Lyngholt 12-14. Flatarmál sameinaðar lóðar verður 1.270.0 m². Hámarks byggingarmagn lóðanna Lyngholt 6 og 8 er minnkað úr 600 m² niður í 500 m². Hámarksheildarhæð húss er lækkuð úr 5,2 m í 4.5 m.
Skipulagsráð telur að um óverulega deiliskipulagsbreytingu sé að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingartillögunni er vísað í grenndarkynningu skv. 2.mgr. 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Grenndarkynning skal ná yfir Lyngholt 1-5 og 2, Ásholt 1-5 og Ásveg 3-7.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að erindið teljist samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 359. fundur - 06.06.2023

Á 10.fundi skipulagsráðs þann 10.maí sl. var eftirfarandi bókað: " Tekið fyrir erindi dags. 26. apríl 2023 frá Sveini Jónssyni fyrir hönd Kötlu ehf vegna einbýlishúsalóðanna Lyngholts 4, 6 og 8 á Hauganesi þar sem lagður er fram uppdráttur með tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hauganess, dags. 25. apríl 2023 frá Ágústi Hafsteinssyni arkitekt á Form ráðgjöf. Deiliskipulagstillagan felur í sér að einbýlishúsalóðin Lyngholt 4 sé stækkuð um 402.1 m², úr 835.4 m² í 1.237.5 m² og henni breytt í lóð fyrir einnar hæðar raðhús með fjórum íbúðum. Jafnframt er númeri lóðarinnar breytt úr Lyngholti 4 í Lyngholt 4-10. Hámarks byggingarmagn er aukið úr 300 m² og uppí 450 m². Hámarksheildarhæð húss er lækkuð úr 5,2 m í 4.5 m. Einbýlishúsalóðirnar Lyngholt 6 og 8 eru sameinaðar í eina lóð fyrir parhús á einni hæð og verður Lyngholt 12-14. Flatarmál sameinaðar lóðar verður 1.270.0 m². Hámarks byggingarmagn lóðanna Lyngholt 6 og 8 er minnkað úr 600 m² niður í 500 m². Hámarksheildarhæð húss er lækkuð úr 5,2 m í 4.5 m. Niðurstaða: Skipulagsráð telur að um óverulega deiliskipulagsbreytingu sé að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingartillögunni er vísað í grenndarkynningu skv. 2.mgr. 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning skal ná yfir Lyngholt 1-5 og 2, Ásholt 1-5 og Ásveg 3-7. Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að erindið teljist samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs að um óverulega deiliskipulagsbreytingu sé að ræða skv. 2.mgr. 43.gr.skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að vísa breytingartillögunni í grenndarkynningu skv. 2.mgr. 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning skal ná yfir Lyngholt 1-5 og 2, Ásholt 1-5 og Ásveg 3-7. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum að erindið teljist samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili.