Umsókn um land/lóð til beitar auk búfjárleyfi

Málsnúmer 202303081

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 8. fundur - 31.03.2023

Júlía Ósk Júlíusdóttir lýsir yfir vanhæfi undir þessum lið
Með innsendu erindi ódagsett. óskar Svanbjörn Jón Garðarsson eftir búfjárleyfi og landi til leigu samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfis-og dreifbýlisráð samþykkir að veita umbeðið búfjárleyfi og felur framkvæmdasviði að afmarka land og gera leigusamning við umsækjanda.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Sveitarstjórn - 358. fundur - 25.04.2023

Á 8. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 31. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Með innsendu erindi ódagsett. óskar Svanbjörn Jón Garðarsson eftir búfjárleyfi og landi til leigu samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Niðurstaða:Umhverfis-og dreifbýlisráð samþykkir að veita umbeðið búfjárleyfi og felur framkvæmdasviði að afmarka land og gera leigusamning við umsækjanda. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs um búfjárleyfi.