Beiðni um leiðréttingu á lóðarleigu

Málsnúmer 202303109

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 9. fundur - 12.04.2023

Tekið fyrir erindi frá Sigrúnu Friðriksdóttur og Sigursveini Friðrikssyni dags.22. mars 2022 þar sem óskað er eftir endurskoðun á lóðarleigu fyrir Karlsbraut 13, Dalvík.
Skipulagsráð leggur til við sveitarjórn að endurgreiðsla til lóðarhafa að Karlsbraut 13 verði fjögur ár aftur í tímann samkvæmt áliti bæjarlögmanns.
Skipulagsráð felur framkvæmdasviði að endurskoða lóðarleigusamninga vestan Karlsbrautar.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 358. fundur - 25.04.2023

Á 9. fundi skipulagsráðs þann 12. apríl 2023 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Sigrúnu Friðriksdóttur og Sigursveini Friðrikssyni dags.22. mars 2022 þar sem óskað er eftir endurskoðun á lóðarleigu fyrir Karlsbraut 13, Dalvík. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að endurgreiðsla til lóðarhafa að Karlsbraut 13 verði fjögur ár aftur í tímann samkvæmt áliti bæjarlögmanns. Skipulagsráð felur framkvæmdasviði að endurskoða lóðarleigusamninga vestan Karlsbrautar. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir endurgreiðslu til lóðarhafa að Karlsbraut 13 fjögur ár aftur í tímann í samræmi við fyrirliggjandi gögn.