Dalvíkurlína 2 - Stígur meðfram lagnaleið

Málsnúmer 202111018

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 365. fundur - 05.11.2021

Tekið fyrir erindi frá Hestamannafélaginu Hring dagsett 8. október 2021 og tölvupóstur frá Snorra Finnlaugssyni, sveitarstjóra Hörgársveitar, frá 20. október 2021. Í báðum tilfellum er bent á að fyrirhuguð lagnaleið Dalvíkurlínu 2 gæti hentað vel sem reiðstígur á milli sveitarfélaga.
Umhverfisráð vísar erindunum til endurskoðunar Aðalskipulags Dalvíkurbyggðar. Samhliða endurskoðun Aðalskipulagsins verður unnið stígaskipulag fyrir Dalvíkurbyggð.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Byggðaráð - 1062. fundur - 16.03.2023

Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi með Snæbirni Sigurðarsyni, verkefnastjóri hjá Landsneti, föstudaginn 10. mars sl., um Dalvíkurlínu 2 og lagningu stíga meðfram lagnaleið. Sveitarstjóri leggur til að lögð verði áhersla á lagningu hjólastígs samhliða lagningu jarðstrengs frá Árskógarskóla til Dalvíkur. Jafnframt er lagt til að gengið verði frá yfirýsingu og samningi við þá landeigendur sem heimila lagningu hjólastígs á landi þeirra, þrátt fyrir að hann komi ekki til fyrr en eftir einhver ár.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 357. fundur - 21.03.2023

Á 43. fundi byggðaráðs þann 16. mars 2023 var eftirfarandi bókað:
"Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi með Snæbirni Sigurðarsyni, verkefnastjóra hjá Landsneti, föstudaginn 10. mars sl., um Dalvíkurlínu 2 og lagningu stíga meðfram lagnaleið. Sveitarstjóri leggur til að lögð verði áhersla á lagningu hjólastígs samhliða lagningu jarðstrengs frá Árskógarskóla til Dalvíkur. Jafnframt er lagt til að gengið verði frá yfirýsingu og samningi við þá landeigendur sem heimila lagningu hjólastígs á landi þeirra, þrátt fyrir að hann komi ekki til fyrr en eftir einhver ár.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og þá tillögu að lögð verði áhersla á lagningu hjólastígs samhliða lagningu jarðstrengs frá Árskógarskóla til Dalvíkur. Jafnframt er samþykkt samhljóða að gengið verði frá yfirlýsingu og samningi við þá landeigendur sem heimila lagningu hjólastígs á landi þeirra, þrátt fyrir að hann komi ekki til fyrr en eftir einhver ár.

Byggðaráð - 1064. fundur - 13.04.2023

Á 1062. fundi byggðaráðs þann 16. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi með Snæbirni Sigurðarsyni, verkefnastjóri hjá Landsneti, föstudaginn 10. mars sl., um Dalvíkurlínu 2 og lagningu stíga meðfram lagnaleið. Sveitarstjóri leggur til að lögð verði áhersla á lagningu hjólastígs samhliða lagningu jarðstrengs frá Árskógarskóla til Dalvíkur. Jafnframt er lagt til að gengið verði frá yfirýsingu og samningi við þá landeigendur sem heimila lagningu hjólastígs á landi þeirra, þrátt fyrir að hann komi ekki til fyrr en eftir einhver ár.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu samningsdrög um uppgjör landbóta vegna landsréttinda í þágu hjóla- og göngustígs.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samningsdrög.

Sveitarstjórn - 358. fundur - 25.04.2023

Á 1064. fundi byggðaráðs þann 13. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1062. fundi byggðaráðs þann 16. mars sl. var eftirfarandi bókað: Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi með Snæbirni Sigurðarsyni, verkefnastjóri hjá Landsneti, föstudaginn 10. mars sl., um Dalvíkurlínu 2 og lagningu stíga meðfram lagnaleið. Sveitarstjóri leggur til að lögð verði áhersla á lagningu hjólastígs samhliða lagningu jarðstrengs frá Árskógarskóla til Dalvíkur. Jafnframt er lagt til að gengið verði frá yfirlýsingu og samningi við þá landeigendur sem heimila lagningu hjólastígs á landi þeirra, þrátt fyrir að hann komi ekki til fyrr en eftir einhver ár. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu samningsdrög um uppgjör landbóta vegna landsréttinda í þágu hjóla- og göngustígs. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samningsdrög."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgeiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi samningsdrög um uppgjör landbóta vegna landsréttinda í þágu hjóla- og göngustígs.

Byggðaráð - 1106. fundur - 08.05.2024

Á 358. fundi sveitarstjórnar þann 25. apríl sl. var eftirfarndi bókað:
"Á 1064. fundi byggðaráðs þann 13. apríl sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1062. fundi byggðaráðs þann 16. mars sl. var eftirfarandi bókað: Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi með Snæbirni Sigurðarsyni, verkefnastjóri hjá Landsneti, föstudaginn 10. mars sl., um Dalvíkurlínu 2 og lagningu stíga meðfram lagnaleið. Sveitarstjóri leggur til að lögð verði áhersla á lagningu hjólastígs samhliða lagningu jarðstrengs frá Árskógarskóla til Dalvíkur. Jafnframt er lagt til að gengið verði frá yfirlýsingu og samningi við þá landeigendur sem heimila lagningu hjólastígs á landi þeirra, þrátt fyrir að hann komi ekki til fyrr en eftir einhver ár. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu samningsdrög um uppgjör landbóta vegna landsréttinda í þágu hjóla- og göngustígs. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samningsdrög."Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgeiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi samningsdrög um uppgjör landbóta vegna landsréttinda í þágu hjóla- og göngustígs."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu yfirlýsingar vegna göngu- og hjólastígs sem landeigendur í Dalvíkurbyggð hafa undirritað í tengslum við lagningu Dalvíkurlínu 2, sbr. rafpóstur dagsettur þann 30. apríl sl.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum fyrirliggjandi yfirlýsingar að hálfu Dalvíkurbyggðar.

Sveitarstjórn - 369. fundur - 14.05.2024

Á 358. fundi sveitarstjórnar þann 25. apríl sl. var eftirfarndi bókað:
"Á 1064. fundi byggðaráðs þann 13. apríl sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1062. fundi byggðaráðs þann 16. mars sl. var eftirfarandi bókað: Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi með Snæbirni Sigurðarsyni, verkefnastjóri hjá Landsneti, föstudaginn 10. mars sl., um Dalvíkurlínu 2 og lagningu stíga meðfram lagnaleið. Sveitarstjóri leggur til að lögð verði áhersla á lagningu hjólastígs samhliða lagningu jarðstrengs frá Árskógarskóla til Dalvíkur. Jafnframt er lagt til að gengið verði frá yfirlýsingu og samningi við þá landeigendur sem heimila lagningu hjólastígs á landi þeirra, þrátt fyrir að hann komi ekki til fyrr en eftir einhver ár. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu samningsdrög um uppgjör landbóta vegna landsréttinda í þágu hjóla- og göngustígs. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samningsdrög."Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgeiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi samningsdrög um uppgjör landbóta vegna landsréttinda í þágu hjóla- og göngustígs."

Á 1106.fundi byggðaráðs þann 8.maí sl. var eftirfarandi bókað:
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu yfirlýsingar vegna göngu- og hjólastígs sem landeigendur í Dalvíkurbyggð hafa undirritað í tengslum við lagningu Dalvíkurlínu 2, sbr. rafpóstur dagsettur þann 30. apríl sl.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum fyrirliggjandi yfirlýsingar að hálfu Dalvíkurbyggðar.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og felur sveitarstjóra að undirrita yfirlýsingarnar af hálfu Dalvíkurbyggðar.

Skipulagsráð - 33. fundur - 09.04.2025

Lögð fram til umræðu tillaga framkvæmdasviðs um að legu göngu- og hjólastígs sem fyrirhugað er að leggja ofan á vinnuslóða Landsnets í tengslum við lagningu Dalvíkurlínu 2 verði breytt á kaflanum frá Hrísum að Dalvíkurbæ.
Lagt er til að stígur verði lagður a)til norðurs eftir hitaveitulögn um Hrísahöfða og yfir Svarfaðardalsá samsíða hitaveitustokki eða b)til norðurs að Hríshöfða og þaðan eftir vegslóða vestur yfir Svarfaðardalsá.
Umrædd breyting kallar á breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020.
Lagt fram til kynningar.

Skipulagsráð - 33. fundur - 09.04.2025

Erindi dagsett 16.mars 2025 þar sem Hestamannafélagið Hringur skorar á Dalvíkurbyggð að fyrirhugaður göngu- og hjólastígur meðfram Dalvíkurlínu 2 verði jafnframt skilgreindur sem reiðvegur.
Afgreiðslu frestað og skipulagsfulltrúa falið að ræða við stígahönnuð og Vegagerðina um hvort forsendur séu fyrir því að stígurinn verði skilgreindur sem reiðvegur.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.