Dalvíkurlína 2 - Stígur meðfram lagnaleið

Málsnúmer 202111018

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 365. fundur - 05.11.2021

Tekið fyrir erindi frá Hestamannafélaginu Hring dagsett 8. október 2021 og tölvupóstur frá Snorra Finnlaugssyni, sveitarstjóra Hörgársveitar, frá 20. október 2021. Í báðum tilfellum er bent á að fyrirhuguð lagnaleið Dalvíkurlínu 2 gæti hentað vel sem reiðstígur á milli sveitarfélaga.
Umhverfisráð vísar erindunum til endurskoðunar Aðalskipulags Dalvíkurbyggðar. Samhliða endurskoðun Aðalskipulagsins verður unnið stígaskipulag fyrir Dalvíkurbyggð.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Byggðaráð - 1062. fundur - 16.03.2023

Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi með Snæbirni Sigurðarsyni, verkefnastjóri hjá Landsneti, föstudaginn 10. mars sl., um Dalvíkurlínu 2 og lagningu stíga meðfram lagnaleið. Sveitarstjóri leggur til að lögð verði áhersla á lagningu hjólastígs samhliða lagningu jarðstrengs frá Árskógarskóla til Dalvíkur. Jafnframt er lagt til að gengið verði frá yfirýsingu og samningi við þá landeigendur sem heimila lagningu hjólastígs á landi þeirra, þrátt fyrir að hann komi ekki til fyrr en eftir einhver ár.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 357. fundur - 21.03.2023

Á 43. fundi byggðaráðs þann 16. mars 2023 var eftirfarandi bókað:
"Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi með Snæbirni Sigurðarsyni, verkefnastjóra hjá Landsneti, föstudaginn 10. mars sl., um Dalvíkurlínu 2 og lagningu stíga meðfram lagnaleið. Sveitarstjóri leggur til að lögð verði áhersla á lagningu hjólastígs samhliða lagningu jarðstrengs frá Árskógarskóla til Dalvíkur. Jafnframt er lagt til að gengið verði frá yfirýsingu og samningi við þá landeigendur sem heimila lagningu hjólastígs á landi þeirra, þrátt fyrir að hann komi ekki til fyrr en eftir einhver ár.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og þá tillögu að lögð verði áhersla á lagningu hjólastígs samhliða lagningu jarðstrengs frá Árskógarskóla til Dalvíkur. Jafnframt er samþykkt samhljóða að gengið verði frá yfirlýsingu og samningi við þá landeigendur sem heimila lagningu hjólastígs á landi þeirra, þrátt fyrir að hann komi ekki til fyrr en eftir einhver ár.

Byggðaráð - 1064. fundur - 13.04.2023

Á 1062. fundi byggðaráðs þann 16. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi með Snæbirni Sigurðarsyni, verkefnastjóri hjá Landsneti, föstudaginn 10. mars sl., um Dalvíkurlínu 2 og lagningu stíga meðfram lagnaleið. Sveitarstjóri leggur til að lögð verði áhersla á lagningu hjólastígs samhliða lagningu jarðstrengs frá Árskógarskóla til Dalvíkur. Jafnframt er lagt til að gengið verði frá yfirýsingu og samningi við þá landeigendur sem heimila lagningu hjólastígs á landi þeirra, þrátt fyrir að hann komi ekki til fyrr en eftir einhver ár.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu samningsdrög um uppgjör landbóta vegna landsréttinda í þágu hjóla- og göngustígs.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samningsdrög.

Sveitarstjórn - 358. fundur - 25.04.2023

Á 1064. fundi byggðaráðs þann 13. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1062. fundi byggðaráðs þann 16. mars sl. var eftirfarandi bókað: Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi með Snæbirni Sigurðarsyni, verkefnastjóri hjá Landsneti, föstudaginn 10. mars sl., um Dalvíkurlínu 2 og lagningu stíga meðfram lagnaleið. Sveitarstjóri leggur til að lögð verði áhersla á lagningu hjólastígs samhliða lagningu jarðstrengs frá Árskógarskóla til Dalvíkur. Jafnframt er lagt til að gengið verði frá yfirlýsingu og samningi við þá landeigendur sem heimila lagningu hjólastígs á landi þeirra, þrátt fyrir að hann komi ekki til fyrr en eftir einhver ár. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu samningsdrög um uppgjör landbóta vegna landsréttinda í þágu hjóla- og göngustígs. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samningsdrög."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgeiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi samningsdrög um uppgjör landbóta vegna landsréttinda í þágu hjóla- og göngustígs.