Erindi frá ADHD samtökunum - ósk um samstarf

Málsnúmer 202211108

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1049. fundur - 24.11.2022

Tekið fyrir erindi frá ADHD samtökunum, dagsett þann 15. nóvember sl., þar sem samtökin óska eftir samstarfi við Dalvíkurbyggð um aukna fræðslu og þjónustu í sveitarfélaginu um ADHD og fyrir fólk með ADHD. Jafnframt er óskað eftir með bréfi þessu eftir allt að kr. 500.000 í styrk sem nýttur yrði samkvæmt nánara samkomulagi.
Byggðaráð vísar ofangreindu erindi til umfjöllunar í fræðsluráði, félagsmálaráði og ungmennaráði varðandi ósk um samstarf við Dalvíkurbyggð um aukna fræðslu um ADHD.

Félagsmálaráð - 264. fundur - 13.12.2022

Tekið fyrir erindi dags. 15.11.2022 frá ADHD samtökunum en málinu var vísað til félagsmálaráðs frá byggðaráði þann 24.11 sl. Í bókun byggðaráðs segir: Tekið fyrir erindi frá ADHD samtökunum, dagsett þann 15. nóvember sl., þar sem samtökin óska eftir samstarfi við Dalvíkurbyggð um aukna fræðslu og þjónustu í sveitarfélaginu um ADHD og fyrir fólk með ADHD. Jafnframt er óskað eftir með bréfi þessu eftir allt að kr. 500.000 í styrk sem nýttur yrði samkvæmt nánara samkomulagi.

Byggðaráð vísar ofangreindu erindi til umfjöllunar í fræðsluráði, félagsmálaráði og ungmennaráði varðandi ósk um samstarf við Dalvíkurbyggð um aukna fræðslu um ADHD.Ungmennaráð - 37. fundur - 16.12.2022

Tekið fyrir erindi dags. 15.11.2022 frá ADHD samtökunum en málinu var vísað til ungmennaráðs frá byggðaráði þann 24.11 sl. Í bókun byggðaráðs segir: Tekið fyrir erindi frá ADHD samtökunum, dagsett þann 15. nóvember sl., þar sem samtökin óska eftir samstarfi við Dalvíkurbyggð um aukna fræðslu og þjónustu í sveitarfélaginu um ADHD og fyrir fólk með ADHD. Jafnframt er óskað eftir með bréfi þessu, allt að kr. 500.000 kr. í styrk sem nýttur yrði samkvæmt nánara samkomulagi. Byggðaráð vísar ofangreindu erindi til umfjöllunar í fræðsluráði, félagsmálaráði og ungmennaráði varðandi ósk um samstarf við Dalvíkurbyggð um aukna fræðslu um ADHD.
Ungmennaráð tekur vel í samstarf með ADHD samtökunum um aukna fræðslu til starfsmanna sveitarfélagsins. Einnig telur ráðið mikilvægt að ADHD verði kynnt betur fyrir börnum og ungmennum til að auka skilning þeirra á ADHD.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 144. fundur - 03.01.2023

Tekið fyrir erindi dags. 15.11.2022 frá ADHD samtökunum en málinu var vísað til ungmennaráðs frá byggðaráði þann 24.11 sl. Í bókun byggðaráðs segir: Tekið fyrir erindi frá ADHD samtökunum, dagsett þann 15. nóvember sl., þar sem samtökin óska eftir samstarfi við Dalvíkurbyggð um aukna fræðslu og þjónustu í sveitarfélaginu um ADHD og fyrir fólk með ADHD. Jafnframt er óskað eftir með bréfi þessu, allt að kr. 500.000 kr. í styrk sem nýttur yrði samkvæmt nánara samkomulagi. Byggðaráð vísar ofangreindu erindi til umfjöllunar í fræðsluráði, félagsmálaráði og ungmennaráði varðandi ósk um samstarf við Dalvíkurbyggð um aukna fræðslu um ADHD.

Íþrótta- og æskulýðsráð tekur vel í samstarf með ADHD samtökunum um aukna fræðslu til starfsmanna sveitarfélagsins.

Fræðsluráð - 278. fundur - 11.01.2023

Tekið fyrir erindi dags. 15.11.2022 frá ADHD samtökunum en málinu var vísað til fræðsluráðs frá byggðaráði þann 24.11 sl. Í bókun byggðaráðs segir: Tekið fyrir erindi frá ADHD samtökunum, dagsett þann 15. nóvember sl., þar sem samtökin óska eftir samstarfi við Dalvíkurbyggð um aukna fræðslu og þjónustu í sveitarfélaginu um ADHD og fyrir fólk með ADHD. Jafnframt er óskað eftir, með bréfi þessu, allt að kr. 500.000 í styrk sem nýttur yrði samkvæmt nánara samkomulagi.
Fræðsluráð tekur jákvætt í erindið.

Sveitarstjórn - 354. fundur - 17.01.2023

Á 1049. fundi byggðaráðs þann 24. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá ADHD samtökunum, dagsett þann 15. nóvember sl., þar sem samtökin óska eftir samstarfi við Dalvíkurbyggð um aukna fræðslu og þjónustu í sveitarfélaginu um ADHD og fyrir fólk með ADHD. Jafnframt er óskað eftir með bréfi þessu eftir allt að kr. 500.000 í styrk sem nýttur yrði samkvæmt nánara samkomulagi.Niðurstaða:Byggðaráð vísar ofangreindu erindi til umfjöllunar í fræðsluráði, félagsmálaráði og ungmennaráði varðandi ósk um samstarf við Dalvíkurbyggð um aukna fræðslu um ADHD."

Fyrir liggja umfjallanir og afgreiðslur félagsmálaráðs, fræðsluráðs, íþrótta- og æskulýðsráðs og ungmennaráðs.

Ráðin taka vel í samstarf með ADHD samtökunum um aukna fræðslu til starfsmanna svetiarfélagins. Einnig að mikilvægt sé að ADHD verði kynnt betur fyrir börnum og ungmennum til að auka skilning þeirra á ADHD.
Til máls tóku.
Felix Rafn Felixson, sem leggur til að Ungmennaráði og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa verði falið að vera tengiliður Dalvíkurbyggðar við ADHD samtökin og taka þannig jákvætt í þessa beiðni um aukna fræðslu.
Forseti sveitarstjórnar, sem leggur til að erindinu verði vísað til frekari skoðunar í íþrótta- og æskulýðsráði og ungmennaráði og til kostnaðargreiningar þar. Jafnframt að auka fræðslu til starfsmanna sveitarfélagsins og ADHD verði kynnt betur fyrir börnum og ungmennum til að auka skilning þeirra á ADHD.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 146. fundur - 07.02.2023

Sveitarstjórn samþykkti á fundi þann 17.01.2023 að erindinu verði vísað til frekari skoðunar í íþrótta- og æskulýðsráði og ungmennaráði og til kostnaðargreiningar þar.
Íþrótta- og æskulýðsráð felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að vinna drög að samkomulagi í samvinnu við ADHD samtökin í samráði við umræðu á fundinum og með bókun ungmennaráðs um aukna fræðslu til ungmenna í huga.

Ungmennaráð - 38. fundur - 21.02.2023

Sveitarstjórn samþykkti á fundi þann 17.01.2023 að erindinu verði vísað til frekari skoðunar í íþrótta- og æskulýðsráði og ungmennaráði og til kostnaðargreiningar þar.
Íþrótta- og æskulýðsráð hefur falið íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að vinna drög að samkomulagi í samvinnu við ADHD samtökin með bókun ungmennaráðs um aukna fræðslu til ungmenna í huga.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 147. fundur - 07.03.2023

Sveitarstjórn samþykkti á fundi þann 17.01.2023 að erindinu verði vísað til frekari skoðunar í íþrótta- og æskulýðsráði og ungmennaráði og til kostnaðargreiningar þar.
Tillögur og hugmyndir liggja fyrir frá ADHD samtökunum ásamt kostnaði við ýmsar útfærslur. Íþrótta- og æskulýðsráð felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að vinna frekar að málinu í samræmi við umræðu á fundinum og leggja fram tillögur fyrir næsta fund.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 148. fundur - 04.04.2023

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti tillögur frá ADHD samtökunum um samtarfs.
kostnaður við hvert námskeið er kr. 80.000 og eru tillögur um þrjá hópa. Foreldra, ungmenni og starfsfólk. Að auki þarf að greiða fyrir ferðakostnað á staðinn.
Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að samið verði við ADHD samtökin um þessar þrjár fræðslur.

Sveitarstjórn - 358. fundur - 25.04.2023

Á 148. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 4. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti tillögur frá ADHD samtökunum um samtarfs. kostnaður við hvert námskeið er kr. 80.000 og eru tillögur um þrjá hópa. Foreldra, ungmenni og starfsfólk. Að auki þarf að greiða fyrir ferðakostnað á staðinn. Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að samið verði við ADHD samtökin um þessar þrjár fræðslur."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu íþrótta- og æskulýðsráðs og felur skólaskrifstofu að semja við ADHD samtökin um þessar þrjár fræðslur sem lagðar eru til ásamt því að skilgreina á hvaða liði í fjárhagsáætlun kostnaður fellur til.

Byggðaráð - 1077. fundur - 24.08.2023

Á 358. fundi sveitarstjórnar þann 25. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 148. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 4. apríl sl. var eftirfarandi bókað: "Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti tillögur frá ADHD samtökunum um samtarfs. kostnaður við hvert námskeið er kr. 80.000 og eru tillögur um þrjá hópa. Foreldra, ungmenni og starfsfólk. Að auki þarf að greiða fyrir ferðakostnað á staðinn. Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að samið verði við ADHD samtökin um þessar þrjár fræðslur."Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu íþrótta- og æskulýðsráðs og felur skólaskrifstofu að semja við ADHD samtökin um þessar þrjár fræðslur sem lagðar eru til ásamt því að skilgreina á hvaða liði í fjárhagsáætlun kostnaður fellur til."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá ADHD samtökunum, dagsett þann 2. ágúst sl., er varðar ósk um samstarf um málefni fólks með ADHD og/eða styrk.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna nýju erindi þar sem málið um samstarf við ADHD samtökin er þegar í vinnslu, sbr. ofangreint. Samkvæmt upplýsingum frá Skólaskrifstofu þá verður fræðslan seinna í haust/vetur og lagt verður upp með eftirfarandi fyrirkomulag þ.e. þríþætt: fræðsla fyrir börnin, foreldra og starfsfólk.