Frá SÍMEY; Ársfundur - fundarboð

Málsnúmer 202303129

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1063. fundur - 29.03.2023

Tekið fyrir rafpóstur frá SÍMEY, dagsettur þann 21. mars 2023, þar sem boðað er til ársfundar Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar fimmtudaginn 26. apríl kl. 14:00 á Akureyri. Kjörbréf fylgir fundarboði. Í kjörbréfi dagsettu þann 13. mars 2023 kemur fram að í stjórninni eru 7 aðilar til tveggja ára í senn og sjö til vara. Þeir eru tilefndir af menntastofnunum, stéttarfélögum, atvinnurekendum, Akureyrarbæ og sveitarfélögum við Eyjafjörð.Óskað er eftir að stofnaðili tilnefni aðal- og varamann, karl og konu, til næstu tveggja ára í stjórn SÍMEY:

a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að sækja ársfundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu Grýturbakkahrepps um rúllu milli sveitarfélaganna sem og að varamaður taki alltaf við sem aðalmaður.

Sveitarstjórn - 358. fundur - 25.04.2023

Á 1063. fundi byggðaráðs þann 29. mars 2023 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir rafpóstur frá SÍMEY, dagsettur þann 21. mars 2023, þar sem boðað er til ársfundar Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar fimmtudaginn 26. apríl kl. 14:00 á Akureyri. Kjörbréf fylgir fundarboði. Í kjörbréfi dagsettu þann 13. mars 2023 kemur fram að í stjórninni eru 7 aðilar til tveggja ára í senn og sjö til vara. Þeir eru tilefndir af menntastofnunum, stéttarfélögum, atvinnurekendum, Akureyrarbæ og sveitarfélögum við Eyjafjörð. Óskað er eftir að stofnaðili tilnefni aðal- og varamann, karl og konu, til næstu tveggja ára í stjórn SÍMEY: Niðurstaða:a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að sækja ársfundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu Grýturbakkahrepps um rúllu milli sveitarfélaganna sem og að varamaður taki alltaf við sem aðalmaður."
Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs sæki ársfund Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og þá tillögu Grýtubakkahrepps um rúllu milli sveitarfélaganna um setu í stjórn SÍMEY sem og að varamaður taki alltaf við sem aðalmaður.