Frá framkvæmdasviði;Krílakot - Endurnýjun á klæðningu á elsta hluta hússins - viðaukabeiðni

Málsnúmer 202206050

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1063. fundur - 29.03.2023

Felix Rafn Felixson vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis kl. 15:35.

Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, Helgu Írisi Ingólfsdóttur, dagsett þann 27. mars sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun vegna einangrunar á útveggjum Krílakots.
Verkið var boðið út í mars. Tvö tilboð bárust í verkið og bæði yfir uppfærðri kostnaðaráætlun. Lagt er til að tilboði Tréverk hf., lægstbjóðanda sé tekið, og að áætlun 31120 vegna viðhalds fasteigna og leiguhúsnæðis á Krílakoti verði hækkaður úr kr. 23.250.000 í kr. 28.500.000 eða um kr. 5.295.000. Gert var ráð fyrir kr. 18.000.000 á fjárhagsáætlun í þennan verkþátt. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Bjarni Daníel og Helga Íris viku af fundi kl. 15:42.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum þá tillögu að tilboði lægstbjóðanda, frá Tréverki ehf., að upphæð kr. 23.311.000 verði tekið - og vísar þessum lið til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum viðaukabeiðni að upphæð kr. 5.295.000, viðauki nr. 15 við fjárhagsáætlun 2023, á lið 31120-4610 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
c) Byggðaráð felur sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, í samráði við deildarstjóra Eigna- og framkvæmadeildar, að skoða hvar er hægt að fresta viðhaldi á móti viðaukanum á Krílakoti.

Felix Rafn Felixson tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.

Sveitarstjórn - 358. fundur - 25.04.2023

Á 1063. fundi byggðaráðs þann 29. mars 2023 var eftirfarandi bókað:
"Felix Rafn Felixson vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis kl. 15:35. Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, Helgu Írisi Ingólfsdóttur, dagsett þann 27. mars sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun vegna einangrunar á útveggjum Krílakots. Verkið var boðið út í mars. Tvö tilboð bárust í verkið og bæði yfir uppfærðri kostnaðaráætlun. Lagt er til að tilboði Tréverk hf., lægstbjóðanda sé tekið, og að áætlun 31120 vegna viðhalds fasteigna og leiguhúsnæðis á Krílakoti verði hækkaður úr kr. 23.250.000 í kr. 28.500.000 eða um kr. 5.295.000. Gert var ráð fyrir kr. 18.000.000 á fjárhagsáætlun í þennan verkþátt. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Bjarni Daníel og Helga Íris viku af fundi kl. 15:42.Niðurstaða:a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum þá tillögu að tilboði lægstbjóðanda, frá Tréverki ehf., að upphæð kr. 23.311.000 verði tekið - og vísar þessum lið til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum viðaukabeiðni að upphæð kr. 5.295.000, viðauki nr. 15 við fjárhagsáætlun 2023, á lið 31120-4610 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. c) Byggðaráð felur sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, í samráði við deildarstjóra Eigna- og framkvæmadeildar, að skoða hvar er hægt að fresta viðhaldi á móti viðaukanum á Krílakoti. Felix Rafn Felixson tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis."
Til máls tók:
Felix Rafn Felixson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:38.

Fleiri tóku ekki til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum þá tillögu að tilboði lægstbjóðanda, frá Tréverki ehf., að upphæð kr. 23.311.000 verði tekið. Felix Rafn Felixson tekur ekki þátt í umfjöllun og atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum viðauka nr. 15 við fjárhagsáætlun 2023 að upphæð kr. 5.295.000 á lið 31120-4610 vegna einangrunar á útveggjum Krílakots. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Felix Rafn Felixson tekur ekki þátt í umfjöllun og atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.