Frá Leikfélagi Dalvíkur; Ósk um endurskoðun á samningi varðandi húsnæðið Ungó og styrkveitingu frá Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202207020

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1033. fundur - 14.07.2022

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og Silja Dröfn Jónsdóttir, formaður Leikfélags Dalvíkur og Guðbjörg Anna Óladóttir, kl. 13:15.

Tekið fyrir erindi frá stjórn Leikfélags Dalvíkur, dagsett í júní 2022, þar sem fram kemur að félagið óskar eftir því að samningur um húsnæði og styrk Dalvíkurbyggðar verði endurskoðaður. Félagið óskar eftir að fá Ungó til afnota allt árið um kring en þó með þeim formerkjum að þriðji aðili, s.s. Gísli, Eiríkur, Helgi (kaffihús) geti fengið aðgang að húsinu til að efla menningu samfélagsins. Í erindinu er farið yfir þær hugmyndir sem Leikfélagið er með um starfsemi og viðburði félagsins í húsinu. Til að ná þessum árangri sem stefnt er að þá óskar félagið eftir að a.m.k. hluti af styrk félagsins sé ekki bundinn við það að setja upp leiksýningu.

Til umræðu ofangreint.

Silja Dröfn og Guðbjörg Anna viku af fundi kl. 13:37.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að fá forsvarsmenn Gísla, Eiríks, Helga kaffihúss á fund og fá þeirra álit.

Byggðaráð - 1034. fundur - 18.08.2022

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Kristín Aðalheiður Símonardóttir og Bjarni Gunnarsson frá Gísla, Eiríki og Helga ehf., og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 14:55.

Á 1033. fundi byggðaráðs þann 14. júlí sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og Silja Dröfn Jónsdóttir, formaður Leikfélags Dalvíkur og Guðbjörg Anna Óladóttir, kl. 13:15. Tekið fyrir erindi frá stjórn Leikfélags Dalvíkur, dagsett í júní 2022, þar sem fram kemur að félagið óskar eftir því að samningur um húsnæði og styrk Dalvíkurbyggðar verði endurskoðaður. Félagið óskar eftir að fá Ungó til afnota allt árið um kring en þó með þeim formerkjum að þriðji aðili, s.s. Gísli, Eiríkur, Helgi (kaffihús) geti fengið aðgang að húsinu til að efla menningu samfélagsins. Í erindinu er farið yfir þær hugmyndir sem Leikfélagið er með um starfsemi og viðburði félagsins í húsinu. Til að ná þessum árangri sem stefnt er að þá óskar félagið eftir að a.m.k. hluti af styrk félagsins sé ekki bundinn við það að setja upp leiksýningu. Til umræðu ofangreint. Silja Dröfn og Guðbjörg Anna viku af fundi kl. 13:37.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að fá forsvarsmenn Gísla, Eiríks, Helga kaffihúss á fund og fá þeirra álit."

Forsvarsmenn Gísla, Eiríks og Helga ehf. lögðu fram yfirlit yfir þá starfsemi sem hefur verið í Ungó á þeirra vegum.

Til umræðu ofangreint.

Kristín Aðalheiður og Bjarni viku af fundi kl.15:18.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og sveitarstjóra/staðgengli að eiga fund með Leikfélagi Dalvíkur og forsvarsmönnum Gísla, Eiríks og Helga ehf.

Menningarráð - 92. fundur - 20.09.2022

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu og menningarsviðs fór yfir stöðuna á málinu.
Lagt fram tiil kynningar.

Menningarráð - 93. fundur - 22.11.2022

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, upplýsti ráðið um stöðu mála varðandi húsnæðið Ungó.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1052. fundur - 15.12.2022

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:15.

Á 93. fundi menningarráðs þann 22. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, upplýsti ráðið um stöðu mála varðandi húsnæðið Ungó. Lagt fram til kynningar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og formanni menningarráðs þar sem gert er grein fyrir fundum sviðsstjóra og sveitarstjóra með forsvarsmönnum Gísla, Eiríks og Helga ehf., annars vegar og hins vegar með forsvarsmönnum Leikfélags Dalvíkur. Í minnisblaðinu leggja formaður menningarráðs og sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs fram 4 tillögur til umræðu í menningarráði. Fram kemur að formaður menningarráðs og sviðsstjóri leggja til leið C - sem er áframhaldandi uppbygging á Ungó þannig að Dalvíkurbyggð verði með umsjón með húsinu og sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs haldi utan um starfsemina.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum þá tillögu að farin verði leið C og felur sviðsstjóra fræðslu- og menningarviðs að gera drög að samningi til reynslu til eins árs. Hluti af samningi yrðu starfsáætlanir Gísla, Eiríks og Helga ehf., Leikfélags Dalvíkur og Dalvíkurskóla um starfsemi og viðburði í húsinu, ásamt leiguverði þar sem við á.

Menningarráð - 94. fundur - 31.01.2023

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, upplýsti menningarráð um stöðu máls.
Lagt fram til kynningar

Menningarráð - 95. fundur - 31.03.2023

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, lagði fyrir drög að samningi við Gísla, Eirík og Helga, varðandi afnot að húsnæði í Ungó.
Menningarráð gerir ekki athugasemdir við samning og vísar honum til umfjöllunar í Byggðaráði Dalvíkurbyggðar.

Byggðaráð - 1064. fundur - 13.04.2023

Á 95. fundi menningarráðs þann 31. mars 2023 var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, lagði fyrir drög að samningi við Gísla, Eirík og Helga, varðandi afnot að húsnæði í Ungó.Niðurstaða:Menningarráð gerir ekki athugasemdir við samning og vísar honum til umfjöllunar í Byggðaráði Dalvíkurbyggðar."

Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs gerði grein fyrir ofangreindum og meðfylgjandi samningsdrögum.

Gísli vék af fundi kl. 15:02.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind samningsdrög með áorðnum breytingum sem gerðar voru á fundinum og að samningstíminn verði út árið 2024 með möguleika á framlengingu til eins árs í senn.
Byggðaráð felur sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að ganga frá samningsdrögum fyrir fund sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 358. fundur - 25.04.2023

Á 1064. fundi byggðaráðs þann 13. apríl 2023 var eftirfarandi bókað:
"Á 95. fundi menningarráðs þann 31. mars 2023 var eftirfarandi bókað: Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, lagði fyrir drög að samningi við Gísla, Eirík og Helga, varðandi afnot að húsnæði í Ungó.Niðurstaða:Menningarráð gerir ekki athugasemdir við samning og vísar honum til umfjöllunar í Byggðaráði Dalvíkurbyggðar.Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs gerði grein fyrir ofangreindum og meðfylgjandi samningsdrögum. Gísli vék af fundi kl. 15:02.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind samningsdrög með áorðnum breytingum sem gerðar voru á fundinum og að samningstíminn verði út árið 2024 með möguleika á framlengingu til eins árs í senn. Byggðaráð felur sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að ganga frá samningsdrögum fyrir fund sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að samningi við Gísla, Eirík og Helga ehf. um afnot, umráð og útleigu á Menningarhúsinu Ungó.

Menningarráð - 96. fundur - 28.06.2023

Tekið fyrir erindi frá Leikfélagi Dalvíkur, frá júní 2022.
Menningarráð leggur til að sviðstjóri fundi með Leikfélagi Dalvíkur og klári endanlegan samning og leggi síðan fyrir Byggðaráð Dalvíkurbyggðar.

Menningarráð - 97. fundur - 07.09.2023

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, lagði fram drög að styrktarsamningi milli Dalvíkurbyggðar og Leikfélags Dalvíkur.
Menningarráð leggur til að samningur verði samþykktur í Byggðaráði og staðfestur í sveitastjórn. Sviðstjóra falið að vinna málið til Byggðaráðs.

Byggðaráð - 1081. fundur - 28.09.2023

Á 97. fundi menningarráðs þann 7. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, lagði fram drög að styrktarsamningi milli Dalvíkurbyggðar og Leikfélags Dalvíkur.Niðurstaða:Menningarráð leggur til að samningur verði samþykktur í Byggðaráði og staðfestur í sveitastjórn. Sviðstjóra falið að vinna málið til Byggðaráðs."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu ofangreind drög að samningi.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samningsdrög og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 362. fundur - 07.11.2023

Á 1081. fundi byggðaráðs þann 28. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 97. fundi menningarráðs þann 7. september sl. var eftirfarandi bókað: "Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, lagði fram drög að styrktarsamningi milli Dalvíkurbyggðar og Leikfélags Dalvíkur.Niðurstaða:Menningarráð leggur til að samningur verði samþykktur í Byggðaráði og staðfestur í sveitastjórn. Sviðstjóra falið að vinna málið til Byggðaráðs." Með fundarboði byggðaráðs fylgdu ofangreind drög að samningi.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samningsdrög og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."


Samningurin gildir frá og með 1. janúar 2024 og til og með 31. desember 2027. Styrkfjárhæð þessi 4 ár er samtals kr. 2.200.000 og þar að auki fær Leikfélagið að nota samkomuhúsið Ungó endurgjaldslaust. Greiðsla á styrk er skilyrt staðfestingu á umsókn til Bandalags íslenskra leikfélaga eftir sýningu en ef ekki næst að setja upp sýningu getur leikfélagið sótt um styrk fyrir rekstri sem myndast það ár.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og meðfylgjandi samningsdrög á milli Dalvíkurbyggðar og Leikfélags Dalvíkur.