Á 358. fundi sveitarstjórnar þann 25. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 281. fundi fræðsluráðs þann 12. apríl sl. var eftirfarandi bókað: "Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri fór yfir þær breytingar sem óskað er eftir við innritun í leikskóla. Niðurstaða:Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum að innritun í leikskóla verði að jafnaði við 12 mánaða aldur. Fræðsluráð óskar jafnframt að heildar reglur verði samræmdar við leikskólann í Árskógarskóla. "Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu fræðsluráðs að breytingum á innritunarreglum í leikskóla í Dalvíkurbyggð og samþykkir fyrirliggjandi tillögu að innritunarreglum. Sveitarstjórn telur eðlilegt í ljósi þess að fæðingarorlof er 12 mánuðir að innritun miðist að jafnaði við 12 mánaða aldur. "
Á 282. fundi fræðsluráðs þann 14. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir innritunarreglur í leikskóla í Dalvíkurbyggð.Niðurstaða:Fræðsluráð samþykkir innritunarreglur leikskóla í Dalvíkurbyggð, með fimm atkvæðum. Sérbókun : Benedikt Snær Magnússon, hefði viljað sjá inn í reglum " Niðurfelling á gjöldum þegar leikskóli er lokaður á óviðráðanlegum orsökum ". Það fékk ekki hljómgrunn á fundinum."