Ósk um breytingu á innritunarreglum í leikskóla í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202303041

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 280. fundur - 08.03.2023

Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, fór yfir ósk um breytingu á innritunarreglum í leikskóla í Dalvíkurbyggð.
Fræðsluráð tekur vel í erindið og felur stjórnendum í leikskóla að vinna málið áfram og koma með fullmótaðar innritunarreglur í samræmi við lengd fæðingarorlofs á næsta fund.

Fræðsluráð - 281. fundur - 12.04.2023

Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla, Hugrún Felixdóttir, fulltrúi starfsmanna í Dalvíkurskóla, komu inn á fund kl. 08:40
Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri fór yfir þær breytingar sem óskað er eftir við innritun í leikskóla.
Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum að innritun í leikskóla verði að jafnaði við 12 mánaða aldur. Fræðsluráð óskar jafnframt að heildar reglur verði samræmdar við leikskólann í Árskógarskóla.

Sveitarstjórn - 358. fundur - 25.04.2023

Á 281. fundi fræðsluráðs þann 12. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri fór yfir þær breytingar sem óskað er eftir við innritun í leikskóla. Niðurstaða:Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum að innritun í leikskóla verði að jafnaði við 12 mánaða aldur. Fræðsluráð óskar jafnframt að heildar reglur verði samræmdar við leikskólann í Árskógarskóla. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu fræðsluráðs að breytingum á innritunarreglum í leikskóla í Dalvíkurbyggð og samþykkir fyrirliggjandi tillögu að innritunarreglum.
Sveitarstjórn telur eðlilegt í ljósi þess að fæðingarorlof er 12 mánuðir að innritun miðist að jafnaði við 12 mánaða aldur.

Fræðsluráð - 282. fundur - 14.06.2023

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir innritunarreglur í leikskóla í Dalvíkurbyggð.
Fræðsluráð samþykkir innritunarreglur leikskóla í Dalvíkurbyggð, með fimm atkvæðum.

Sérbókun : Benedikt Snær Magnússon, hefði viljað sjá inn í reglum " Niðurfelling á gjöldum þegar leikskóli er lokaður á óviðráðanlegum orsökum ". Það fékk ekki hljómgrunn á fundinum.

Sveitarstjórn - 360. fundur - 20.06.2023

Á 358. fundi sveitarstjórnar þann 25. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 281. fundi fræðsluráðs þann 12. apríl sl. var eftirfarandi bókað: "Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri fór yfir þær breytingar sem óskað er eftir við innritun í leikskóla. Niðurstaða:Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum að innritun í leikskóla verði að jafnaði við 12 mánaða aldur. Fræðsluráð óskar jafnframt að heildar reglur verði samræmdar við leikskólann í Árskógarskóla. "Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu fræðsluráðs að breytingum á innritunarreglum í leikskóla í Dalvíkurbyggð og samþykkir fyrirliggjandi tillögu að innritunarreglum. Sveitarstjórn telur eðlilegt í ljósi þess að fæðingarorlof er 12 mánuðir að innritun miðist að jafnaði við 12 mánaða aldur. "

Á 282. fundi fræðsluráðs þann 14. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir innritunarreglur í leikskóla í Dalvíkurbyggð.Niðurstaða:Fræðsluráð samþykkir innritunarreglur leikskóla í Dalvíkurbyggð, með fimm atkvæðum. Sérbókun : Benedikt Snær Magnússon, hefði viljað sjá inn í reglum " Niðurfelling á gjöldum þegar leikskóli er lokaður á óviðráðanlegum orsökum ". Það fékk ekki hljómgrunn á fundinum."
Til máls tóku:
Freyr Antonsson sem leggur til að skólastjórnendum sé heimilt að fella niður leikskólagjöld þá daga sem leikskólastarf fellur niður af óviðráðanlegum orsökum.

Monika Margrét Stefánsdóttir.
Helgi Einarsson.
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir.
Katrín Sif Ingvarsdóttir.


Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu fræðsluráðs og fyrirliggjandi tillögu að breytingum á innritunarreglum leikskóla í Dalvíkurbyggð með breytingatillögu frá Frey Antonssyni. Monika Margrét Stefánsdóttir og Felix Rafn Felixson sitja hjá. Breytingin sem fræðsluráð gerði; Kötlukot- Foreldrar barna í Kötlukoti fá 3% afslátt frá gjaldskrá vegna fleiri lokunardaga.