Umsókn um lóð - Hringtún 24

Málsnúmer 202206076

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð 2022 - 374. fundur - 08.08.2022

Með umsókn, dagsettri 16. júní 2022, óska Erla Björk Jónsdóttir og Haukur Dór Kjartansson eftir lóðinni við Hringtún 24 á Dalvík.
Umhverfisráð samþykkir umsóknina og felur Framkvæmdasviði að úthluta lóðinni.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Byggðaráð - 1034. fundur - 18.08.2022

Á 374. fundi umhverfisráðs þann 8. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Með umsókn, dagsettri 16. júní 2022, óska Erla Björk Jónsdóttir og Haukur Dór Kjartansson eftir lóðinni við Hringtún 24 á Dalvík. Umhverfisráð samþykkir umsóknina og felur Framkvæmdasviði að úthluta lóðinni. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og úthlutun á lóðinni við Hringtún 24.

Skipulagsráð - 9. fundur - 12.04.2023

Tekið fyrir innsend ósk á íbúagátt, dagsett 3. apríl 2023, um framlengingu á frest til að skila inn fullnægjandi byggingarnefndarteikningum skv. 4. gr. um lóðaveitingar í Dalvíkurbyggð.
Skipulagsráð felur framkvæmdarsviði að framlengja úthutun lóðar við Hringtún 24 í samræmi við 4. gr. um lóðaveitingar í Dalvíkurbyggð.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 358. fundur - 25.04.2023

Á 9. fundi skipulagsráðs þann 12. apríl 2023 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir innsend ósk á íbúagátt, dagsett 3. apríl 2023, um framlengingu á frest til að skila inn fullnægjandi byggingarnefndarteikningum skv. 4. gr. um lóðaveitingar í Dalvíkurbyggð. Niðurstaða:Skipulagsráð felur framkvæmdarsviði að framlengja úthutun lóðar við Hringtún 24 í samræmi við 4. gr. um lóðaveitingar í Dalvíkurbyggð. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og framlengingu á úthlutun lóðar og fresti til að skila inn fullnægjandi byggingarnefndarteikningum vegna Hringtúns 21.