Ósk um breytingu á deiliskipulagi Skáldalæks Ytri

Málsnúmer 202304035

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 9. fundur - 12.04.2023

Tekið fyrir erindi dags. 30. mars 2023 frá fjórum lóðarhöfum frístundahúsalóðanna í landi Skáldalæks ytri.
Í erindinu óska lóðarhafar frístundalóðanna í landi Skáldalæks ytra eftir leyfi til þess að fá að breyta deiliskipulagi lóða nr. 1, 2 og 4.
Breytingin felst í því að hámarksbyggingarmagn lóða nr. 1, 2 og 4 er aukið úr 110 m² uppí 170 m² annað er óbreytt. Meðfylgjandi erindinu er tillaga að deiliskipulagsbreytingu dags. 02.04.2023 sem unnin er af Ágústi Hafsteinssyni arkitekt hjá Form ráðgjöf.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan fái meðferð samkvæmt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem óveruleg deiliskipulagsbreyting.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 358. fundur - 25.04.2023

Á 9. fundi skipulagsráðs þann 12. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi dags. 30. mars 2023 frá fjórum lóðarhöfum frístundahúsalóðanna í landi Skáldalæks ytri. Í erindinu óska lóðarhafar frístundalóðanna í landi Skáldalæks ytra eftir leyfi til þess að fá að breyta deiliskipulagi lóða nr. 1, 2 og 4. Breytingin felst í því að hámarksbyggingarmagn lóða nr. 1, 2 og 4 er aukið úr 110 m² uppí 170 m², annað er óbreytt. Meðfylgjandi erindinu er tillaga að deiliskipulagsbreytingu dags. 02.04.2023 sem unnin er af Ágústi Hafsteinssyni arkitekt hjá Form ráðgjöf. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan fái meðferð samkvæmt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem óveruleg deiliskipulagsbreyting. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og þá tillögu að deiliskipulagstillagan fái meðferð samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem óveruleg deiliskipulagsbreyting.

Byggðaráð - 1073. fundur - 06.07.2023

Á 358. fundi sveitarstjórnar þann 25. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 9. fundi skipulagsráðs þann 12. apríl sl. var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi dags. 30. mars 2023 frá fjórum lóðarhöfum frístundahúsalóðanna í landi Skáldalæks ytri. Í erindinu óska lóðarhafar frístundalóðanna í landi Skáldalæks ytra eftir leyfi til þess að fá að breyta deiliskipulagi lóða nr. 1, 2 og 4. Breytingin felst í því að hámarksbyggingarmagn lóða nr. 1, 2 og 4 er aukið úr 110 m² uppí 170 m², annað er óbreytt. Meðfylgjandi erindinu er tillaga að deiliskipulagsbreytingu dags. 02.04.2023 sem unnin er af Ágústi Hafsteinssyni arkitekt hjá Form ráðgjöf. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan fái meðferð samkvæmt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem óveruleg deiliskipulagsbreyting. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og þá tillögu að deiliskipulagstillagan fái meðferð samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem óveruleg deiliskipulagsbreyting."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu upplýsingar og gögn um grenndarkynningu vegna breytinga á byggingarmagni.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum eftirfarandi bókun varðandi Skáldalæk Ytri:
Óveruleg deiliskipulagsbreyting vegna erindis sem barst þann 30. mars 2023 þar sem fjórir lóðarhafar frístundahúsalóðanna í landi Skáldalæks Ytri óska eftir leyfi til þess að fá að breyta deiliskipulagi lóða nr. 1, 2 og 4 þannig að hámarksbyggingarmagn innan lóðanna þriggja verði aukið úr 110 m² í 170 m². Deiliskipulagstillagan var grennarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 26. apríl til og með 24. maí 2023 fyrir eftirfarandi lóðarhöfum:
Óðni Gunnarssyni Garðatröð 1a, Pétri Jónssyni Lyngholti, Aðalbjörgu Grétu Helgadóttur, Árna Geir Helgasyni og Írisi Dagbjörtu Helgadóttur Skáldalæk-Ytri,
Eiði Árna Sigurðssyni og Ósk Sigríði Jónsdóttur Skáldalæk 1, Dalvíkurbyggð.
Grenndarkynningarferlinu lauk 24. maí 2023 án athugasemda.

Byggðaráð samþykkir tillöguna skv. 2. mgr. 43. gr., með vísun í 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.