Skóladagatöl skólanna 2023 - 2024

Málsnúmer 202301163

Vakta málsnúmer

Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 36. fundur - 03.02.2023

Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT, fór yfir fyrstu drög að skóladagatali TÁT fyrir skólaárið 2023 - 2024.
Lagt fram til kynningar. Skólanefnd TÁT óskar eftir að skóladagatal TÁT verði samræmt með leik - og grunnskóla í Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð.

Fræðsluráð - 279. fundur - 08.02.2023

Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir fóru yfir fyrstu drög að skóladagatölum skólanna 2023.
Fræðsluráð, óskar eftir að skólarnir í sveitarfélaginu samræmi skóladagatöl sín sem mest. Fræðsluráð óskar eftir við sviðsstjóra fræðslu - og menningarsviðs, að hann taki saman samanburð á lokunum hjá leikskólum í öðrum sveitarfélögum í sambærilegum sveitarfélögum.
Ágústa Kristín Bjarnadóttir, Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir og Kristín Magdalena Dagmannsdóttir, fóru út af fundi kl. 09:30

Fræðsluráð - 280. fundur - 08.03.2023

Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar- og Dalvíkurskóla og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri á Krílakoti, fóru yfir skóladagatöl skólanna fyrir skólaárið 2023 - 2024.
Fræðsluráð, samþykkir með fimm atkvæðum skóladagatal Dalvíkurskóla fyrir skólaárið 2023 - 2024. Sviðsstjóra falið að vinna með stjórnendum leikskóla að skóladagatali fyrir 2023 - 2024 og koma með tillögu á næsta fund hjá Fræðsluráði.

Sveitarstjórn - 357. fundur - 21.03.2023

Á 280. fundi fræðsluráðs þann 8. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar- og Dalvíkurskóla og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri á Krílakoti, fóru yfir skóladagatöl skólanna fyrir skólaárið 2023 - 2024.Niðurstaða:Fræðsluráð, samþykkir með fimm atkvæðum skóladagatal Dalvíkurskóla fyrir skólaárið 2023 - 2024. Sviðsstjóra falið að vinna með stjórnendum leikskóla að skóladagatali fyrir 2023 - 2024 og koma með tillögu á næsta fund hjá Fræðsluráði".
Til máls tók Freyr Antonsson sem leggur til að skóladagatalinu verði vísað aftur til fræðsluráðs og samráð verði haft við kennara í Dalvíkurskóla um skóladagatalið áður en það verður afgreitt. Sérstakir starfsdagar kennara á starfstíma nemennda skulu ákveðnir af skólastjóra í samráði við kennara og með hliðsjón af kjarasamningum.


Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofnagreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

Fræðsluráð - 281. fundur - 12.04.2023

Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar- og Dalvíkurskóla, og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri á Krílakoti, fóru yfir skóladagatöl skólanna fyrir skólaárið 2023 - 2024.
Fræðsluráð samþykkir með fimm greiddum atkvæðum skóladagatal Dalvíkurskóla. Fræðsluráð samþykkir með fimm greiddum atkvæðum skóladagatal Krílakots fyrir skólaárið 2023 - 2024, með þeim breytingum að leikskólinn verði opin í vetrarfríi á vorönn og þeir dagar verði valfrjálsir fyrir foreldra.

Sveitarstjórn - 358. fundur - 25.04.2023

Á 281. fundi fræðsluráðs þann 12. apríl 2023 var eftirfarandi bóka:
"Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar- og Dalvíkurskóla, og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri á Krílakoti, fóru yfir skóladagatöl skólanna fyrir skólaárið 2023 - 2024. Niðurstaða:Fræðsluráð samþykkir með fimm greiddum atkvæðum skóladagatal Dalvíkurskóla. Fræðsluráð samþykkir með fimm greiddum atkvæðum skóladagatal Krílakots fyrir skólaárið 2023 - 2024, með þeim breytingum að leikskólinn verði opin í vetrarfríi á vorönn og þeir dagar verði valfrjálsir fyrir foreldra."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjand tillögu að skóladagatali Dalvíkurskóla fyrir skólaárið 2023-2024.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að skóladagatali Krilakots fyrir skólaárið 2023-2024 með þeim breytingum sem fræðsluráð samþykkti.

Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 37. fundur - 25.08.2023

Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT, fór yfir skóladagatal TÁT fyrir skólaárið 2023 - 2024.
Skólanefnd TÁT samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum skóladagatal TÁT fyrir skólaárið 2023 - 2024.