á 358. fundi sveitarstjórnar þann 25. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 9. fundi skipulagsráðs þann 12. apríl 2023 var eftirfarandi bókað: "Til umræðu forgangslisti fyrir deiliskipulagsvinnu í Dalvíkurbyggð. Niðurstaða:Skipulagsráð fór yfir forgangslista fyrir fyrirhugaða deiliskipulagsvinnu í sveitarfélaginu. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og forgangslista fyrir fyrirhugaða deiliskipulagsvinnu í sveitarfélaginu. "
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi með ofangreindur forgangslisti vegna ársins 2023.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.