Ósk um nýtt deiliskipulag við starfssvæði hmf Hrings

Málsnúmer 202304027

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 9. fundur - 12.04.2023

Tekið fyrir erindi dags. 30. mars 2023 frá Hestamannafélaginu Hring Hringsholti / Ytra-Holti. Í erindinu er tíunduð framtíðarsýn félagsins varðandi uppbyggingu á starfssvæði hestamannafélagsins, þar eru m.a. uppi hugmyndir um byggingu á nýrri reiðhöll með tengibyggingu yfir í núverandi hesthús. Einnig er talað um hugsanlega viðbyggingu við núverandi hesthús auk fjölgunar á gerðum, bílastæðum og fleira. Ekkert deiliskipulag liggur fyrir á svæðinu og fer hestamannfélagið þess á leit við Dalvíkurbyggð að sveitarfélagið ráðist vinnu í deiliskipulag á grundvelli innsendra hugmynda frá stjórn félagsins
Skipulagsráð leggur til að deiliskipulagsvinnu á starfssvæði Hestamannafélagsins Hrings, Hringsholti / Ytra-Holti sé vísað á forgangslista skipulagsráðs fyrir fyrihugaða deiliskipulagsvinnu.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 358. fundur - 25.04.2023

Á 9. fundi skipulagsráðs þann 12. apríl 2023 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi dags. 30. mars 2023 frá Hestamannafélaginu Hring Hringsholti / Ytra-Holti. Í erindinu er tíunduð framtíðarsýn félagsins varðandi uppbyggingu á starfssvæði hestamannafélagsins, þar eru m.a. uppi hugmyndir um byggingu á nýrri reiðhöll með tengibyggingu yfir í núverandi hesthús. Einnig er talað um hugsanlega viðbyggingu við núverandi hesthús auk fjölgunar á gerðum, bílastæðum og fleira. Ekkert deiliskipulag liggur fyrir á svæðinu og fer hestamannfélagið þess á leit við Dalvíkurbyggð að sveitarfélagið ráðist vinnu á deiliskipulagi á grundvelli innsendra hugmynda frá stjórn félagsins. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til að deiliskipulagsvinnu á starfssvæði Hestamannafélagsins Hrings, Hringsholti / Ytra-Holti sé vísað á forgangslista skipulagsráðs fyrir fyrihugaða deiliskipulagsvinnu. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og þá tillögu að deiliskipulagsvinna á starfssvæði Hestamannafélagsins Hrins, Hringsholti/Ytra-Holti, verði sett á forgangslista skipulagsráðs fyrir fyrirhugaða deiliskipulagsvinnu.