Áheyrn hjá Umhverfis- og dreifbýlisráði

Málsnúmer 202212065

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 6. fundur - 03.02.2023

Í bréfi dagsett 9. desember 2022 óska Eiríkur Gunnarsson og Inger Steinsson eftir áheyrn umhverfis- og dreifbýlisráðs vegna skógræktarsvæðis í landi Syðra Holts. Tengist máli 202203097 um umsókn Eiríks og Inger um framkvæmdarleyfi til skógræktar.
Umhverfis- og dreifbýlisráð felur Sviðsstjóra framkvæmdasviðs að leita álits á skilgreiningu greinargerðar gildandi aðalskipulags er varðar skógrækt og leggja aftur fyrir ráðið.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Eiríkur Knútur Gunnarsson og Inger Steinsson véku af fundi kl. 09:15

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 8. fundur - 31.03.2023

Á 6. fundi umhverfis- og dreifibýlisráðs var tekið fyrir bréf dagsett 9. desember 2022 þar sem Eiríkur Gunnarsson og Inger Steinsson óskuðu eftir áheyrn umhverfis- og dreifbýlisráðs vegna skógræktarsvæðis í landi Syðra Holts. Niðurstaða fundarins var að leita álits á skilgreiningu greinargerðar gildandi aðalskipulags er varðar skógrækt og leggja aftur fyrir ráðið.
Tengist máli 202203097 um umsókn Eiríks og Inger um framkvæmdarleyfi til skógræktar.
Umhverfis-og dreifbýlisráð gerir ekki athugasemd við umsóknina og vísar afgreiðslu erindisins til skipulagsráðs.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Skipulagsráð - 9. fundur - 12.04.2023

Á 8. fundi umhverfis-og dreifbýlisráðs þann 31. mars 2023 var afgreiðslu umsóknar um breytta landnokun á Syðra-Holti vísa til skipulagsráðs.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og leggur til við sveitarstjórn að umbeðið framkvæmdarleyfi verði veitt.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 358. fundur - 25.04.2023

Á 8. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs og 9. fundi skipulagsráðs var eftirfarandi bókað:
"Á 6. fundi umhverfis- og dreifibýlisráðs var tekið fyrir bréf dagsett 9. desember 2022 þar sem Eiríkur Gunnarsson og Inger Steinsson óskuðu eftir áheyrn umhverfis- og dreifbýlisráðs vegna skógræktarsvæðis í landi Syðra Holts. Niðurstaða fundarins var að leita álits á skilgreiningu greinargerðar gildandi aðalskipulags er varðar skógrækt og leggja aftur fyrir ráðið. Tengist máli 202203097 um umsókn Eiríks og Inger um framkvæmdarleyfi til skógræktar. Niðurstaða:Umhverfis-og dreifbýlisráð gerir ekki athugasemd við umsóknina og vísar afgreiðslu erindisins til skipulagsráðs. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
"Á 8. fundi umhverfis-og dreifbýlisráðs þann 31. mars 2023 var afgreiðslu umsóknar um breytta landnokun á Syðra-Holti vísað til skipulagsráðs. Niðurstaða:Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og leggur til við sveitarstjórn að umbeðið framkvæmdarleyfi verði veitt. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir umbeðið framkvæmdaleyfi til skógræktar.