Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna reiðvegar

Málsnúmer 202208141

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð 2022 - 375. fundur - 05.09.2022

Hestamannafélagið Hringur óskar eftir leyfi til að leggja reiðveg neðan Böggvisstaða.
Í ljósi þess að stígurinn kemur ekki fram í aðal- eða deiliskipulagi og að svæðið er innan þéttbýlismarka, felur umhverfisráð starfsfólki framkvæmdasviðs útgáfu framkvæmdaleyfis með skilmálum.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 1. fundur - 30.09.2022

Á 375 fundi sveitarstjórnar var samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum að beina því til umhverfis- og dreifbýlisráðs að taka lið 7. sem fjallar um umsókn um framkvæmdaleyfi vegna reiðvegar aftur til umfjöllunar og afgreiðslu þegar drög að framkvæmdaleyfi með skilmálum liggja fyrir. Málið færi síðan að nýju fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu.
Umhverfis- og dreifbýlisráð vísar erindinu til skipulagsráðs.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Skipulagsráð - 4. fundur - 02.11.2022

Skv. ákvörðun Umhverfisráðs 2022 á fundi nr. 375, fól það starfsfólki framkvæmdasviðs útgáfu framkvæmdaleyfis með skilmálum.
Á 1. fundi Umhverfis- og dreifbýlisráðs var erindinu vísað til skipulagsráðs.
Skipulagsráð telur að ekki sé um umtalsverða breytingu á aðalskipulagi og því ekki þörf á breytingu á aðalskipulagi, sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem hún hefur hvorki verulegar breytingar á landnotkun í för með sér né sé líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða áhrif á stór svæði.
Skipulagsráð leggur til að gefið verði út framkvæmdaleyfi með fyrirvara um að hér sé um víkjandi framkvæmd að ræða þar sem reiðvegurinn liggur um svæði sem tillaga er um að verði framtíðar íbúðarbyggð við gerð næsta aðalskipulags. Hestamannafélaginu skal tilkynnt með ársfyrirvara um breytta landnotkun.
Fyrirhugað framkvæmdaleyfi skal grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir íbúum Böggvisstaða, Árgerðis og Ásgarðs.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 352. fundur - 29.11.2022

Á 4. fundi skipulagsráðs þann 2. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Skv. ákvörðun Umhverfisráðs 2022 á fundi nr. 375, fól það starfsfólki framkvæmdasviðs útgáfu framkvæmdaleyfis með skilmálum. Á 1. fundi Umhverfis- og dreifbýlisráðs var erindinu vísað til skipulagsráðs.Skipulagsráð telur að ekki sé um umtalsverða breytingu á aðalskipulagi og því ekki þörf á breytingu á aðalskipulagi, sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem hún hefur hvorki verulegar breytingar á landnotkun í för með sér né sé líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða áhrif á stór svæði. Skipulagsráð leggur til að gefið verði út framkvæmdaleyfi með fyrirvara um að hér sé um víkjandi framkvæmd að ræða þar sem reiðvegurinn liggur um svæði sem tillaga er um að verði framtíðar íbúðarbyggð við gerð næsta aðalskipulags. Hestamannafélaginu skal tilkynnt með ársfyrirvara um breytta landnotkun. Fyrirhugað framkvæmdaleyfi skal grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir íbúum Böggvisstaða, Árgerðis og Ásgarðs. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og tillögu ráðsins um að gefa út framkvæmdaleyfi með fyrirvara um að hér sé um víkjandi framkvæmd að ræða þar sem reiðvegurinn liggur um svæði sem tillaga er um að verði framtíðar íbúðabyggð við gerð næsta aðalskipulags. Hestamannafélaginu skuli tilkynnt með ársfyrirvara um breytta landnotkun og fyrirhugað framkvæmdaleyfi skal grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir íbúum Böggvisstaða, Árgerðis og Ásgarðs.

Skipulagsráð - 9. fundur - 12.04.2023

Grenndarkynningu vegna erindis hestamannafélagsins Hrings þar sem óskað var eftir framkvæmdarleyfi fyrir reiðveg í landi Böggvisstaða, lauk þann 6. febrúar 2023 án athugasemda frá þeim nágrönnum sem send voru grenndarkynningargögn.
Send voru út kynningargögn á fjóra nágranna í formi afstöðumyndar og kynningarbréfs frá sviðsstjóra framkvæmdasviðs.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að gefið verði út framkvæmdaleyfi til hestamannafélagsins Hrings fyrir reiðvegi í landi Böggvisstaða skv. gr. 15. skipulagslaga 123/2010

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 358. fundur - 25.04.2023

Á 9. fundi skipulagsráðs þann 12. apríl 2023 var eftirfarandi bókað:
"Grenndarkynningu vegna erindis hestamannafélagsins Hrings þar sem óskað var eftir framkvæmdarleyfi fyrir reiðveg í landi Böggvisstaða, lauk þann 6. febrúar 2023 án athugasemda frá þeim nágrönnum sem send voru grenndarkynningargögn. Send voru út kynningargögn á fjóra nágranna í formi afstöðumyndar og kynningarbréfs frá sviðsstjóra framkvæmdasviðs. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að gefið verði út framkvæmdaleyfi til hestamannafélagsins Hrings fyrir reiðvegi í landi Böggvisstaða skv. gr. 15. skipulagslaga 123/2010 Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir framkvæmdaleyfi til Hestamannafélagsins Hrings fyrir reiðvegi í landi Böggvisstaða skv. 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.