Frá Leiguíbúðum Dalvíkurbyggðar hses; Beiðni um skuldbreytingu

Málsnúmer 202108061

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 994. fundur - 02.09.2021

Tekið fyrir erindi frá stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses, rafpóstur dagsettur 28. júlí 2021, þar sem stjórnin óskar eftir að viðskiptaskuld félagsins við Dalvíkurbyggð frá framkvæmdatíma upp á rúmar 5 milljónir króna verði breytt í langtímalán. Fyrir liggur samþykkt byggðaráðs um skammtímalán vegna skuldarinnar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að koma með tillögu fyrir byggðaráð varðandi ofangreint erindi.

Byggðaráð - 996. fundur - 16.09.2021

Á 994. fundi byggðaráðs þann 2. september sl. var eftirfarandi bókað:

"Tekið fyrir erindi frá stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses, rafpóstur dagsettur 28. júlí 2021, þar sem stjórnin óskar eftir að viðskiptaskuld félagsins við Dalvíkurbyggð frá framkvæmdatíma upp á rúmar 5 milljónir króna verði breytt í langtímalán. Fyrir liggur samþykkt byggðaráðs um skammtímalán vegna skuldarinnar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að koma með tillögu fyrir byggðaráð varðandi ofangreint erindi."

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir þeirri vinnu sem liggur að baki og hugmyndum að tillögu hvað varðar lánskjör.
Málið er áfram í vinnslu og er lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1002. fundur - 21.10.2021

Á 994. fundi byggðaráðs þann 2. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses, rafpóstur dagsettur 28. júlí 2021, þar sem stjórnin óskar eftir að viðskiptaskuld félagsins við Dalvíkurbyggð frá framkvæmdatíma upp á rúmar 5 milljónir króna verði breytt í langtímalán. Fyrir liggur samþykkt byggðaráðs um skammtímalán vegna skuldarinnar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að koma með tillögu fyrir byggðaráð varðandi ofangreint erindi."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að lánasamningi um ofangreinda skuldbreytingu við Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar hses ásamt greiðsluáætlun. Gert er ráð fyrir að lánakjör séu í samræmi við þau lánakjör sem standa Dalvíkurbyggð til boða.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að lánasamningi á milli Dalvíkurbyggðar og Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 339. fundur - 02.11.2021

Á 1002. fundi byggðaráðs þann 21. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 994. fundi byggðaráðs þann 2. september sl. var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses, rafpóstur dagsettur 28. júlí 2021, þar sem stjórnin óskar eftir að viðskiptaskuld félagsins við Dalvíkurbyggð frá framkvæmdatíma upp á rúmar 5 milljónir króna verði breytt í langtímalán. Fyrir liggur samþykkt byggðaráðs um skammtímalán vegna skuldarinnar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að koma með tillögu fyrir byggðaráð varðandi ofangreint erindi." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að lánasamningi um ofangreinda skuldbreytingu við Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar hses ásamt greiðsluáætlun. Gert er ráð fyrir að lánakjör séu í samræmi við þau lánakjör sem standa Dalvíkurbyggð til boða. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að lánasamningi á milli Dalvíkurbyggðar og Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að lánasamningi á milli Dalvíkurbyggðar og Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses vegna skuldbreytingar.