Frá teymi Dalvíkurbyggðar gegn einelti og kynferðislegri áreitni; Endurskoðun á Aðgerðaráætlun vegna eineltis og kynferðislegrar áreitni

Málsnúmer 201802073

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 878. fundur - 20.09.2018

Frestað til næsta fundar.

Byggðaráð - 882. fundur - 04.10.2018

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga teymis hvað varðar endurskoðun á aðgerðaráætlun Dalvíkurbyggðar vegna eineltis og kynferðislegrar áreitni; drög að stefnu Dalvíkurbyggðar gegn einelti, áreitni og ofbeldi.

Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að stefnu Dalvíkurbyggðar gegn einelti, áreitni og ofbeldi og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðaráð færir teyminu, sem í eiga sæti starfs- og námsráðsgjafi, kennsluráðgjafi, launafulltrúi og aðstoðarskólastjóri TÁT, bestu þakkir fyrir góða vinnu.

Byggðaráð - 889. fundur - 06.12.2018

Á 306. fundi sveitarstjórnar þann 30. október 2018 var samþykkt stefna Dalvíkurbyggðar gegn einelti, áreitni og ofbeldi.



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að erindisbréfi fyrir eineltisteymi Dalvíkurbyggðar.



Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint erindisbréf eins og það liggur fyrir og vísar því til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Byggðaráð - 1003. fundur - 28.10.2021

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi gildandi erindisbréf fyrir Eineltisteymi Dalvíkurbyggðar með tillögum að breytingum.

Vegna breytinga í starfsmannahaldi þá er lagt til að gerð verði sú breyting á að teymið verði skipað áfram 5 einstaklingum en þá þannig að óskað verði eftir tilnefningum sem hér segir:
2 starfsmenn af Fræðslu- og menningarsviði.
1 starfsmaður af Framkvæmdasviði.
1 starfsmaður af Fjármála- og stjórnsýslusviði.
1 starfsmaður af Félagsmálasviði.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að breytingum á erindisbréfi fyrir Eineltisteymi Dalvíkurbyggðar og vísar því til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 339. fundur - 02.11.2021

Á 1003. fundi byggðaráðs þann 28. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi gildandi erindisbréf fyrir Eineltisteymi Dalvíkurbyggðar með tillögum að breytingum. Vegna breytinga í starfsmannahaldi þá er lagt til að gerð verði sú breyting á að teymið verði skipað áfram 5 einstaklingum en þá þannig að óskað verði eftir tilnefningum sem hér segir: 2 starfsmenn af Fræðslu- og menningarsviði. 1 starfsmaður af Framkvæmdasviði. 1 starfsmaður af Fjármála- og stjórnsýslusviði. 1 starfsmaður af Félagsmálasviði. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að breytingum á erindisbréfi fyrir Eineltisteymi Dalvíkurbyggðar og vísar því til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Til máls tók:
Guðrún Pálína Jóhannsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að breytingum á erindisbréfi Eineltisteymi Dalvíkurbyggðar.

Byggðaráð - 1034. fundur - 18.08.2022

a) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs um endurskoðun á erindisbréfi fyrir Eineltisteymi Dalvíkurbyggðar. Megin breytingin felst í því að ef upp koma mál sem falla undir stefnu Dalvíkurbyggðar og viðbragðsáætlun um einelti, kynferðislega áreitni, kynbundið áreiti og ofbeldi þá sé leitað til ráðgjafafyrirtækis og málið sett þannig í ferli. Hlutverk Eineltisteymis Dalvikurbyggðar verði því fyrst og fremt í formi forvarna og fræðslu fyrir starfsmenn og kjörna fulltrúa.
b) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tilboð frá Attentus í ráðgjöf til Dalvíkurbyggðar vegna viðkvæmra mála sem upp geta komið, til dæmis vegna eineltis, áreitis eða ofbeldis.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofnagreinda tillögu að breytingum á erindisbréfi.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gengið verði til samninga við Attentus á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs.

Byggðaráð - 1045. fundur - 20.10.2022

Á 1034. fundi byggðaráðs þann 18. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"a) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs um endurskoðun á erindisbréfi fyrir Eineltisteymi Dalvíkurbyggðar. Megin breytingin felst í því að ef upp koma mál sem falla undir stefnu Dalvíkurbyggðar og viðbragðsáætlun um einelti, kynferðislega áreitni, kynbundið áreiti og ofbeldi þá sé leitað til ráðgjafafyrirtækis og málið sett þannig í ferli. Hlutverk Eineltisteymis Dalvikurbyggðar verði því fyrst og fremt í formi forvarna og fræðslu fyrir starfsmenn og kjörna fulltrúa. b) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tilboð frá Attentus í ráðgjöf til Dalvíkurbyggðar vegna viðkvæmra mála sem upp geta komið, til dæmis vegna eineltis, áreitis eða ofbeldis.a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofnagreinda tillögu að breytingum á erindisbréfi. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gengið verði til samninga við Attentus á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfært tilboð með breytingum á uppsagnarákvæði og endurskoðun samnings sem og breytingar á ákvæði um endurskoðun á fyrirkomulagi verks.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tilboð og samningsdrög og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 351. fundur - 01.11.2022

Á 1045. fundi byggðaráðs þann 20. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1034. fundi byggðaráðs þann 18. ágúst sl. var eftirfarandi bókað: "a) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs um endurskoðun á erindisbréfi fyrir Eineltisteymi Dalvíkurbyggðar. Megin breytingin felst í því að ef upp koma mál sem falla undir stefnu Dalvíkurbyggðar og viðbragðsáætlun um einelti, kynferðislega áreitni, kynbundið áreiti og ofbeldi þá sé leitað til ráðgjafafyrirtækis og málið sett þannig í ferli. Hlutverk Eineltisteymis Dalvikurbyggðar verði því fyrst og fremt í formi forvarna og fræðslu fyrir starfsmenn og kjörna fulltrúa. b) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tilboð frá Attentus í ráðgjöf til Dalvíkurbyggðar vegna viðkvæmra mála sem upp geta komið, til dæmis vegna eineltis, áreitis eða ofbeldis.a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofnagreinda tillögu að breytingum á erindisbréfi. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gengið verði til samninga við Attentus á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfært tilboð með breytingum á uppsagnarákvæði og endurskoðun samnings sem og breytingar á ákvæði um endurskoðun á fyrirkomulagi verks.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tilboð og samningsdrög og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tilboð og samningsdrög við Attentus.