Hvatagreiðslur Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202109109

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 132. fundur - 28.09.2021

Ákveðið var eftir vorfund íþrótta- og æskulýðsráðs að taka til umræðu hvort gera á breytingar á fyrirkomulagi hvatagreiðslna Dalvíkurbyggðar.
Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að styrkhæfur aldur lækki úr 6 árum í 4 ár. Búið er að gera ráð fyrir því í tillögu að fjárhagsáætlun næsta árs.

Sveitarstjórn - 339. fundur - 02.11.2021

Á 132. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 28. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Ákveðið var eftir vorfund íþrótta- og æskulýðsráðs að taka til umræðu hvort gera á breytingar á fyrirkomulagi hvatagreiðslna Dalvíkurbyggðar. Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að styrkhæfur aldur lækki úr 6 árum í 4 ár. Búið er að gera ráð fyrir því í tillögu að fjárhagsáætlun næsta árs."
Til máls tóku:
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir.
Guðrún Pálína Jóhannsdóttir.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum þá tillögu að styrkhæfur aldur lækki úr 6 árum í 4 ár og vísar til íþrótta- og æskulýðsráðs að reglur sveitarfélagsins um hvatagreiðslur verði endurskoðaðar og lagðar fyrir sveitarstjórn ásamt upplýsingum um áætluð fjárhagsleg áhrif.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 134. fundur - 07.12.2021

Sveitarstjórn hefur samþykkt að lækka styrkhæfan aldur úr sex árum í fjögur. Óskaði sveitarstjórn eftir því við íþrótta- og æskulýðsráð að leggja fyrir uppfærðar reglur miðað við þá ákvörðun. Meðfylgjandi eru drög að nýjum reglum þar sem aldursviðmið fyrir hvatastyrk er frá 4-17 ára.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir drög að uppfærðum reglum um hvatagreiðslur sem liggja fyrir og vísar þeim til staðfestingar sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 341. fundur - 14.12.2021

Á 134. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 07.12.2021 var eftirfarandi bókað:
"Sveitarstjórn hefur samþykkt að lækka styrkhæfan aldur úr sex árum í fjögur. Óskaði sveitarstjórn eftir því við íþrótta- og æskulýðsráð að leggja fyrir uppfærðar reglur miðað við þá ákvörðun. Meðfylgjandi eru drög að nýjum reglum þar sem aldursviðmið fyrir hvatastyrk er frá 4-17 ára. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir drög að uppfærðum reglum um hvatagreiðslur sem liggja fyrir og vísar þeim til staðfestingar sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu að reglum um hvatagreiðslur eins og þær liggja fyrir.