Frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa; Viðaukabeiðni 2021 - Staða íþróttafélaga vegna COVID19

Málsnúmer 202004008

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 120. fundur - 07.04.2020

UMFÍ og ÍSÍ hafa sent frá sér tilmæli varðandi endurgreiðslu æfingagjalda. Þar er mælst til þess að félögin haldi áfram að þjónusta iðkendur með fjar- og heimaæfingum eins og best er kostur. Þar sem segir einnig að þar sem þessar aðstæður sem nú eru uppi séu dæmi um ytri atvik sem ekki voru fyrirséð og ekki unnt að koma í veg fyrir. Sú staðreynd að íþróttafélög geta ekki veitt þjónustu sína telst því almennt ekki vanefnd gagnvart iðkendum. Iðkendur geta því ekki krafist þess að æfingar fari fram með hefðbundnu sniði né krafist skaðabóta vegna þess að æfingar hafa fallið niður. Hins vegar þarf að koma til móts við iðkendur vegna þess tímabils sem æfingar liggja niðri. ÍSÍ og UMFÍ leggja áherslu á í tilmælum sínum að ábyrgð og ákvörðun um tilhögun og ráðstöfun æfingagjalda er alfarið á forræði aðildarfélaganna sjálfra og/eða deilda þeirra.
Farið var yfir stöðuna í ljósi COVID-19 og samkomubanns. Nú hafa allar æfingar íþróttafélaga verið stoppaðar af a.m.k. fram til 4. maí og ekki ljóst á þessum tímapunkti hvort að samkomubann verði framlengt.

Íþrótta- og æskulýðsráð telur mikilvægt að hægt verði að meta heildarstöðuna þegar faraldurinn hefur gengið yfir og samkomubanni aflétt. Óskar því ráðið eftir því við íþróttafélög í Dalvíkurbyggð að þau skili inn skýrslu til íþrótta- og æskulýðfulltrúa um stöðu félagsins eftir að samkmomubanni hefur verið aflétt. Einnig telur ráðið mikilvægt að ef félag sér fram á að lenda í fjárhagserfiðleikum á meðan að á samkomubanninu stendur, að hafa samband við íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 121. fundur - 09.06.2020

Rætt um stöðu íþróttafélaga í Dalvíkurbyggð. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að óska eftir upplýsingum frá félögum um stöðuna fyrir sameiginlegan fund 1. september 2020.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 123. fundur - 06.10.2020

Tekin fyrir erindi frá íþróttafélögum í Dalvíkurbyggð vegna fjárhagsstöðu í tengslum við Covid.
Umsóknir komu frá Dalvík/Reyni, Barna- og unglingaráði UMFS, Sundfélaginu Rán, Skíðafélaginu og Blakfélaginu Rimum.
Magni, Gunnar og Jóhann viku af fundi þegar rætt var um málefni Dalvíkur/Reynis og Gunnar og Jóhann véku af fundi þegar rætt var um málefni barna- og unglingaráðs UMFS.
Íþrótta-og æskulýðsráð felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og sviðsstjóra að fylgja málinu eftir til Byggðaráðs samkvæmt umræðum á fundinum.

Byggðaráð - 962. fundur - 22.10.2020

Tekið fyrir minnisblað frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 14. október 2020, þar sem fram kemur
á árlegum fundi með íþróttafélögum og íþrótta- og æskulýðsráði 1. september sl. var rædd fjárhagsstaða íþróttafélagana Var það sameiginleg niðurstaða að þau félög sem töldu sig þurfa aukið fjármagn til að bregðast við ástandinu myndu senda inn erindi um slíkt fyrir 1. október.
Íþrótta- og æskulýðsráð tók fyrir erindin á fundi 6. október.
Óskir félaga eru eftirfarandi:
Skíðafélag Dalvíkur: 6.000.000.-
Sundfélagið Rán: 380.000
Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar UMFS: 600.000
Blakfélagið Rimar: 486.000
Meistaraflokkur Dalvík/Reynir: óskar eftir umræðu um starfsmann
„Uppi eru hugmyndir milli Barna- og unglingaráðs og Knattspyrnudeildar Dalvíkur/Reynis um að ráða inn starfsmann í nýtt starf fyrir félagið. Starfsmaður sem myndi sinna yfirþjálfun barna og unglinga, framkvæmdastjórahlutverki ásamt öðrum tilfallandi verkefnum fyrir félagið í heild. Fordæmi fyrir slíkum störfum má finna hjá nokkrum félögum í okkar stærðarflokki en búið er að lista upp grófa starfslýsingu á slíku starfi.“

Íþrótta- og æskulýðsráð var á því að það þurfi að bregðast við fjárhagslegu tjóni sem íþróttafélögin hafi orðið fyrir og bregðast þurfi við með auknu fjármagni strax á þessu ári.
Einnig er lagt til að tekin verðu upp umræða um starfsmann samhliða endurskoðun á rekstrarhluta íþróttasvæðis UMFS en samkvæmt samningi átti að skoða þær tölur í ljósi reynslu við gerð fjárhagsætlunar 2020.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta ofangreindu erindi og óskar eftir frekari upplýsingar, s.s. ársreikningum /áætlunum ofangreindra félaga.
Jafnframt óskar byggðaráð eftir að íþrótta- og æskulýðsfulltrúi komi á fund byggðaráðs.

Byggðaráð - 963. fundur - 29.10.2020

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kl. 13:29 og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:29, í gegnum fjarfund, TEAMS.

Á 962. fundi byggðaráðs þann 22. október s.l. var eftirfarandi til umfjöllunar:
"Tekið fyrir minnisblað frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 14. október 2020, þar sem fram kemur á árlegum fundi með íþróttafélögum og íþrótta- og æskulýðsráði 1. september sl. var rædd fjárhagsstaða íþróttafélagana Var það sameiginleg niðurstaða að þau félög sem töldu sig þurfa aukið fjármagn til að bregðast við ástandinu myndu senda inn erindi um slíkt fyrir 1. október. Íþrótta- og æskulýðsráð tók fyrir erindin á fundi 6. október. Óskir félaga eru eftirfarandi: Skíðafélag Dalvíkur: 6.000.000.- Sundfélagið Rán: 380.000 Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar UMFS: 600.000 Blakfélagið Rimar: 486.000 Meistaraflokkur Dalvík/Reynir: óskar eftir umræðu um starfsmann „Uppi eru hugmyndir milli Barna- og unglingaráðs og Knattspyrnudeildar Dalvíkur/Reynis um að ráða inn starfsmann í nýtt starf fyrir félagið. Starfsmaður sem myndi sinna yfirþjálfun barna og unglinga, framkvæmdastjórahlutverki ásamt öðrum tilfallandi verkefnum fyrir félagið í heild. Fordæmi fyrir slíkum störfum má finna hjá nokkrum félögum í okkar stærðarflokki en búið er að lista upp grófa starfslýsingu á slíku starfi.“ Íþrótta- og æskulýðsráð var á því að það þurfi að bregðast við fjárhagslegu tjóni sem íþróttafélögin hafi orðið fyrir og bregðast þurfi við með auknu fjármagni strax á þessu ári. Einnig er lagt til að tekin verðu upp umræða um starfsmann samhliða endurskoðun á rekstrarhluta íþróttasvæðis UMFS en samkvæmt samningi átti að skoða þær tölur í ljósi reynslu við gerð fjárhagsætlunar 2020.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta ofangreindu erindi og óskar eftir frekari upplýsingar, s.s. ársreikningum /áætlunum ofangreindra félaga. Jafnframt óskar byggðaráð eftir að íþrótta- og æskulýðsfulltrúi komi á fund byggðaráðs."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu til viðbótar frá síðasta fundi eftirfarandi vinnugögn innanhúss; ársreikningar þeirra félaga sem um ræðir, minnisblað íþrótta- og æskulýðsfulltrúa frá 28. október 2020 og yfirlit yfir kostnað vegna reksturs á íþróttasvæði 2020.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að funda með viðkomandi félögum og leita leiða og lausna í samræmi við umræður á fundinum með því markmiði að koma með tillögu fyrir byggðaráð að viðbrögðum til loka árs 2020.

Byggðaráð - 964. fundur - 05.11.2020

Undir þessum lið kom á fundinn Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, kl. 14:17, í gegnum fjarfund TEAMS og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, sat fundinn áfram í gegnum fjarfund.

Á 963. fundi byggðaráðs þann 29. október s.l. fjallaði byggðaráð áfram um ofangreint mál og tók til umfjöllunar til viðbótar frá síðasta fundi eftirfarandi vinnugögn innanhúss; ársreikningar þeirra félaga sem um ræðir, minnisblað íþrótta- og æskulýðsfulltrúa frá 28. október 2020 og yfirlit yfir kostnað vegna reksturs á íþróttasvæði 2020. Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að fela íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að funda með viðkomandi félögum og leita leiða og lausna í samræmi við umræður á fundinum með því markmiði að koma með tillögu fyrir byggðaráð að viðbrögðum til loka árs 2020.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað dagsett þann 02.11.2020 frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, þar sem þeir gera grein fyrir fundum sínum með forsvarsmönnum félaganna sem umræðir. Eftirfarandi er lagt til:
a) Skíðafélag Dalvíkur; Í ljós þess að óvissan er mjög mikil, þá er lagt til að félagið fái fjármagn af áætlun 2021 (5.000.000) greitt fyrir áramót til að félagið geti staðið við skuldbindingar vegna launa og annars reksturs fram að áramótum. Þessa greiðslu þyrfti að greiða á næstu dögum. Félagið leiti leiða til að halda rekstrarkostnaði í lágmarki í vetur og í lok vetrar verði staðan tekin til að meta hvort og þá hversu mikið vanti upp á reksturinn til að klára árið 2021 (þ.e. hefja vertíðina að hausti 2021).
b) Barna- og unglingaráð UMFS (knattspyrna):Dalvíkurbyggð mun ekki styrkja Barna- og unglingaráð það sem félagið mun fá styrk/greiðslu frá aðalstjórn UMFS.
c) Sundfélagið Rán:Félagið fái niðurfellt 50% af leigu á sundlauginni í ljósi þess að aðstaðan hefur ekki verið til staðar hluta af ári og félagið finni aðrar leiðir til að brúa bilið, s.s. með minni útgjöldum eða auknum fjáröflunum.
d) Blakfélagið Rimar: Ekki þarf að leggja neitt til, þar sem umsóknin er dregin til baka.
e) Dalvík/ Reynir - rekstur knattspyrnuvallar: Lagt til að árið 2021 verði styrkupphæð í samningi óbreytt (þrátt fyrir lægri útgjöld árið 2020 en gert var ráð fyrir, en þar er vissulega fyrirvari á því). Við teljum ekki vera tímann núna til að auka stöðugildi og leggjum því til að þessari umræðu um starfsmann verði frestað um eitt ár og staðan tekin við gerð fjárhagsáætlunar 2022.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar tillögur sem fram koma hér að ofan í liðum a) - e).

Íþrótta- og æskulýðsráð - 124. fundur - 10.11.2020

Byggðaráð samþykkti á fundi sínum eftirfarandi tillögur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og Sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðss:
a) Skíðafélag Dalvíkur: Í ljósi þess að óvissan er mjög mikil, þá er lagt til að félagið fái fjármagn af áætlun 2021 (5.000.000) greitt fyrir áramót til að félagið geti staðið við skuldbindingar vegna launa og annars reksturs fram að áramótum. Þessa greiðslu þyrfti að greiða á næstu dögum. Félagið leiti leiða til að halda rekstrarkostnaði í lágmarki í vetur og í lok vetrar verði staðan tekin til að meta hvort og þá hversu mikið vanti upp á reksturinn til að klára árið 2021 (þ.e. hefja vertíðina að hausti 2021).
b) Barna- og unglingaráð UMFS (knattspyrna): Dalvíkurbyggð mun ekki styrkja Barna- og unglingaráð þar sem félagið mun fá styrk/greiðslu frá aðalstjórn UMFS.
c) Sundfélagið Rán: Félagið fái niðurfellt 50% af leigu á sundlauginni í ljósi þess að aðstaðan hefur ekki verið til staðar hluta af ári og félagið finni aðrar leiðir til að brúa bilið, s.s. með minni útgjöldum eða auknum fjáröflunum.
d) Blakfélagið Rimar: Ekki þarf að leggja neitt til, þar sem umsóknin er dregin til baka.
e) Dalvík/ Reynir - rekstur knattspyrnuvallar: Lagt til að árið 2021 verði styrkupphæð í samningi óbreytt (þrátt fyrir lægri útgjöld árið 2020 en gert var ráð fyrir, en þar er vissulega fyrirvari á því). Við teljum ekki vera tímann núna til að auka stöðugildi og leggjum því til að þessari umræðu um starfsmann verði frestað um eitt ár og staðan tekin við gerð fjárhagsáætlunar 2022.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 996. fundur - 16.09.2021

Undir þessum lið kom á fund Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, kl. 14:08.

Tekið fyrir minnisblað frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 13. september 2021, þar sem farið er yfir stöðu íþrótta- og æskulýðsfélaganna eftir Covid.


Gísli Rúnar vék af fundi kl. 15:05.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu minnisblaði til umfjöllunar í íþrótta- og æskulýðsráði og að íþrótta- og æskulýðsráð komi með tillögu til byggðaráðs hvernig á að bregðast við fyrirliggjandi óskum og hugmyndum íþróttafélaganna.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 132. fundur - 28.09.2021

Byggðaráð vísaði minnisblaði íþrótta- og æskulýðsfulltrúa til umfjöllunar í íþrótta- og æskulýðsráði og að íþrótta- og æskulýðsráð komi með tillögu til byggðaráðs hvernig á að bregðast við fyrirliggjandi óskum og hugmyndum íþróttafélaganna.
Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að félögin verði styrkt um eftirfarandi upphæð vegna stöðu þeirra vegna fjárhagstaps í ljósi takmarkana sóttvarnaryfirvalda.

- Skíðafélag Dalvíkur fái þær 5.000.000 sem félagið fékk fyrirfram á síðasta ári til að brúa bil. Ljóst er að bilið hvorki minnkaði né stækkaði sl. ár og því stendur þessi upphæð eftir.

- Sundfélagið Rán fái styrk á móti leigu að upphæð 391.400.- þar sem sundlaugin var lokuð að hluta vegna sóttvarnartakmarkana sem og vegna framvæmda árið 2021. Einnig náði félagið ekki að halda árlegar fjáraflanir.

- Barna- og unglingaráð UMFS: 600.000. Félagið hefur sýnt ráðdeild og passað upp á fjármagn, en fjáröflun verið erfið undanfarið ár.

Byggðaráð - 1000. fundur - 14.10.2021

Á 132. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 28. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Byggðaráð vísaði minnisblaði íþrótta- og æskulýðsfulltrúa til umfjöllunar í íþrótta- og æskulýðsráði og að íþrótta- og æskulýðsráð komi með tillögu til byggðaráðs hvernig á að bregðast við fyrirliggjandi óskum og hugmyndum íþróttafélaganna.
Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að félögin verði styrkt um eftirfarandi upphæð vegna stöðu þeirra vegna fjárhagstaps í ljósi takmarkana sóttvarnaryfirvalda.
- Skíðafélag Dalvíkur fái þær 5.000.000 sem félagið fékk fyrirfram á síðasta ári til að brúa bil. Ljóst er að bilið hvorki minnkaði né stækkaði sl. ár og því stendur þessi upphæð eftir.
- Sundfélagið Rán fái styrk á móti leigu að upphæð 391.400.- þar sem sundlaugin var lokuð að hluta vegna sóttvarnartakmarkana sem og vegna framvæmda árið 2021. Einnig náði félagið ekki að halda árlegar fjáraflanir.
- Barna- og unglingaráð UMFS: 600.000. Félagið hefur sýnt ráðdeild og passað upp á fjármagn, en fjáröflun verið erfið undanfarið ár.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu íþrótta- og æskulýðsráðs og óskar eftir að íþrótta- og æskulýðsfulltrúi leggi fyrir byggðaráð á næsta fundi viðaukabeiðni í samræmi við tillöguna.

Byggðaráð - 1002. fundur - 21.10.2021

Á 1000. fundi byggðaráðs þann 14. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 132. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 28. september sl. var eftirfarandi bókað: "Byggðaráð vísaði minnisblaði íþrótta- og æskulýðsfulltrúa til umfjöllunar í íþrótta- og æskulýðsráði og að íþrótta- og æskulýðsráð komi með tillögu til byggðaráðs hvernig á að bregðast við fyrirliggjandi óskum og hugmyndum íþróttafélaganna. Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að félögin verði styrkt um eftirfarandi upphæð vegna stöðu þeirra vegna fjárhagstaps í ljósi takmarkana sóttvarnaryfirvalda. - Skíðafélag Dalvíkur fái þær 5.000.000 sem félagið fékk fyrirfram á síðasta ári til að brúa bil. Ljóst er að bilið hvorki minnkaði né stækkaði sl. ár og því stendur þessi upphæð eftir. - Sundfélagið Rán fái styrk á móti leigu að upphæð 391.400.- þar sem sundlaugin var lokuð að hluta vegna sóttvarnartakmarkana sem og vegna framvæmda árið 2021. Einnig náði félagið ekki að halda árlegar fjáraflanir. - Barna- og unglingaráð UMFS: 600.000. Félagið hefur sýnt ráðdeild og passað upp á fjármagn, en fjáröflun verið erfið undanfarið ár.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu íþrótta- og æskulýðsráðs og óskar eftir að íþrótta- og æskulýðsfulltrúi leggi fyrir byggðaráð á næsta fundi viðaukabeiðni í samræmi við tillöguna."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi viðaukabeiðni frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 5.991.400 við deild 06800 og lið 9145 vegna ofangreinds. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 22 við fjárhagsáætlun 2022 að upphæð kr. 5.991.400 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 339. fundur - 02.11.2021

Á 1002. fundi byggðaráðs þann 21. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1000. fundi byggðaráðs þann 14. október sl. var eftirfarandi bókað: "Á 132. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 28. september sl. var eftirfarandi bókað: "Byggðaráð vísaði minnisblaði íþrótta- og æskulýðsfulltrúa til umfjöllunar í íþrótta- og æskulýðsráði og að íþrótta- og æskulýðsráð komi með tillögu til byggðaráðs hvernig á að bregðast við fyrirliggjandi óskum og hugmyndum íþróttafélaganna. Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að félögin verði styrkt um eftirfarandi upphæð vegna stöðu þeirra vegna fjárhagstaps í ljósi takmarkana sóttvarnaryfirvalda. - Skíðafélag Dalvíkur fái þær 5.000.000 sem félagið fékk fyrirfram á síðasta ári til að brúa bil. Ljóst er að bilið hvorki minnkaði né stækkaði sl. ár og því stendur þessi upphæð eftir. - Sundfélagið Rán fái styrk á móti leigu að upphæð 391.400.- þar sem sundlaugin var lokuð að hluta vegna sóttvarnartakmarkana sem og vegna framvæmda árið 2021. Einnig náði félagið ekki að halda árlegar fjáraflanir. - Barna- og unglingaráð UMFS: 600.000. Félagið hefur sýnt ráðdeild og passað upp á fjármagn, en fjáröflun verið erfið undanfarið ár.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu íþrótta- og æskulýðsráðs og óskar eftir að íþrótta- og æskulýðsfulltrúi leggi fyrir byggðaráð á næsta fundi viðaukabeiðni í samræmi við tillöguna." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi viðaukabeiðni frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 5.991.400 við deild 06800 og lið 9145 vegna ofangreinds. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 22 við fjárhagsáætlun 2022 að upphæð kr. 5.991.400 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 22 við fjárhagsáætlun 2021 að upphæð kr. 5.991.400 við deild 06800 og lið 9145 vegna viðbótarstyrkja til íþrótta- og æskulýðsfélaga. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.