Umsókn um stöðuleyfi fyrir matarvagn á lóð Hólsins og við Ránarbraut 1.

Málsnúmer 202109095

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 364. fundur - 05.10.2021

Með erindi dagsettu 20. september 2021 óskar Stefán Bjarmar Stefánsson eftir áframhaldandi stöðuleyfi fyrir matarvagn sinn á lóð Hólsins við Hafnarbraut yfir sumarið 2022 og leyfi til að staðsetja matarvagninn vestan við Ránarbraut 1 yfir vetrarmánuðina.
Erindi samþykkt með fyrirvara um skriflegt samþykki eiganda Ránarbrautar 1.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 339. fundur - 02.11.2021

Á 364. fundi umhverfisráðs þann 5. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Með erindi dagsettu 20. september 2021 óskar Stefán Bjarmar Stefánsson eftir áframhaldandi stöðuleyfi fyrir matarvagn sinn á lóð Hólsins við Hafnarbraut yfir sumarið 2022 og leyfi til að staðsetja matarvagninn vestan við Ránarbraut 1 yfir vetrarmánuðina. Erindi samþykkt með fyrirvara um skriflegt samþykki eiganda Ránarbrautar 1. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um stöðuleyfi fyrir matarvagn við Hafnarbraut yfir sumarið 2022 og leyfi til að staðsetja matarvagninn vestan við Ránarbraut 1 yfir vetrarmánuðina með þeim fyrirvara sem umhverfisráð setur.