Gjaldskrár 2022

Málsnúmer 202108010

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 106. fundur - 20.08.2021

Til umræðu gjaldskár veitna og hafna fyrir fjárhagsárið 2022.

Sveitarstjóri fór yfir þær forsendur fjárhagsáætlunar sem hafa verið til umræðu í byggðaráði vegna vinnu við fjárhagsáætlun næsta árs.
Lagt fram til kynningar.

Veitu- og hafnaráð - 107. fundur - 24.09.2021

Með fundarboði fylgdi samantekt sviðsstjóra framkvæmdasviðs og sveitarstjóra á stöðu B-hluta fyrirtækja og mat á gjaldskrárhækkunum m.t.t. eiginfjárstöðu og fjárfestingaáætlunar til lengri tíma.
Veitu- og hafnaráð samþykkir eftirfarandi breytingar á gjaldskrám; hafnasjóðs, hitaveitu og fráveitu verði hækkaðar skv. vísitölu um 2,4%. Gjaldskrá fyrir vatnsveitu Dalvíkurbyggðar verði óbreytt.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Veitu- og hafnaráð - 108. fundur - 08.10.2021

Umræða um leiðréttingu á gjaldskrá hitaveitunnar.
Veitu- og hafnaráð felur sviðsstjóra að leiðrétta 1. mgr. 4. gr. gjaldskrár hitaveitu Dalvíkur þannig að greinin hljóði svo: "Heimæðagjald Hitaveitu Dalvíkur skal vera sem hér segir fyrir eina heimæð:
Fyrir hús allt að 400 m³ að utanmáli og heimæð allt að 50 m, kr. 357.245
og á m³ þar yfir, kr. 449
og á m. fram yfir 50 m, kr. 7.818.
Ennfremur í 4. mgr. 4. gr. verði vísað í 17. gr. Reglugerðar fyrir Hitaveitu Dalvíkur í stað 19. gr.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 339. fundur - 02.11.2021

Á 108. fundi veitu- og hafnaráðs þann 8. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Umræða um leiðréttingu á gjaldskrá hitaveitunnar. Veitu- og hafnaráð felur sviðsstjóra að leiðrétta 1. mgr. 4. gr. gjaldskrár hitaveitu Dalvíkur þannig að greinin hljóði svo: "Heimæðagjald Hitaveitu Dalvíkur skal vera sem hér segir fyrir eina heimæð: Fyrir hús allt að 400 m³ að utanmáli og heimæð allt að 50 m, kr. 357.245 og á m³ þar yfir, kr. 449 og á m. fram yfir 50 m, kr. 7.818. Ennfremur í 4. mgr. 4. gr. verði vísað í 17. gr. Reglugerðar fyrir Hitaveitu Dalvíkur í stað 19. gr. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tók:
Guðrún Pálína Jóhannsdóttir.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs um leiðréttingu á gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2021 vegna misritunar.