Lokun Húsasmiðjunnar á Dalvík

Málsnúmer 202110056

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1003. fundur - 28.10.2021

Samkvæmt umfjöllun í fjölmiðlum þá liggur fyrir að verslunum Húsasmiðjunnar á Dalvík og Húsavík verður lokað um næstu áramót. Í tilkynningu frá Húsasmiðjunni segir að forsvarsmenn fyrirtækisins séu meðvitaðir um mikilvægi þess að smærri og dreifðari byggðir landsins hafi aðgang að góðri þjónustu í heimabyggð.„Hörð samkeppni, aukin vefverslun og fleiri breytingar á markaði hafa gert það að verkum að rekstur byggingavöruverslana og timbursölu á sér ekki grundvöll á þessum stöðum,“ segir í tilkynningunni.

Byggðaráð Dalvíkurbyggðar harmar þær fregnir að loka eigi útibúi Húsasmiðjunnar á Dalvík. Með þeirri lokun tapast ekki bara störf úr sveitarfélaginu heldur er um gríðarlega þjónustuskerðingu að ræða. Verslunin á Dalvík hefur þjónað íbúum og fyrirtækjum sveitarfélagsins sem og nágrannasveitarfélögum og verið einn af hornsteinum þjónustu í heimabyggð. Byggðaráð skorar á Húsasmiðjuna að endurskoða þessa ákvörðun sína og gera sitt til að viðhalda því góða þjónustustigi sem er á svæðinu.

Sveitarstjórn - 339. fundur - 02.11.2021

Á 1003. fundi byggðaráðs þann 28. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Samkvæmt umfjöllun í fjölmiðlum þá liggur fyrir að verslunum Húsasmiðjunnar á Dalvík og Húsavík verður lokað um næstu áramót. Í tilkynningu frá Húsasmiðjunni segir að forsvarsmenn fyrirtækisins séu meðvitaðir um mikilvægi þess að smærri og dreifðari byggðir landsins hafi aðgang að góðri þjónustu í heimabyggð.„Hörð samkeppni, aukin vefverslun og fleiri breytingar á markaði hafa gert það að verkum að rekstur byggingavöruverslana og timbursölu á sér ekki grundvöll á þessum stöðum,“ segir í tilkynningunni. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar harmar þær fregnir að loka eigi útibúi Húsasmiðjunnar á Dalvík. Með þeirri lokun tapast ekki bara störf úr sveitarfélaginu heldur er um gríðarlega þjónustuskerðingu að ræða. Verslunin á Dalvík hefur þjónað íbúum og fyrirtækjum sveitarfélagsins sem og nágrannasveitarfélögum og verið einn af hornsteinum þjónustu í heimabyggð. Byggðaráð skorar á Húsasmiðjuna að endurskoða þessa ákvörðun sína og gera sitt til að viðhalda því góða þjónustustigi sem er á svæðinu. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda bókun byggðaráðs og tekur undir áskorun byggðaráðs um að Húsasmiðjan endurskoði þessa ákvörðun sína.