Frá Félagsmálaráðuneytinu; Ósk um tilnefningu fulltrúa sveitarfélags vegna innleiðingar laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

Málsnúmer 202110062

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1003. fundur - 28.10.2021

Tekið fyrir erindi frá félagsmálaráðuneytinu, rafpóstur dagsettur þann 25. október 2021, þar sem fram kemur að þann 1. janúar 2022 taka gildi ný lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021. Félags- og barnamálaráðherra ber ábyrgð á því að gerðar séu viðeigandi ráðstafanir til að undirbúa gildistöku laganna og styðja við innleiðingu þeirra en í því felst meðal annars að stýra aðgerðum við innleiðingu í samstarfi við ráðherra skv. 1. mgr. 3. gr. laganna og sveitarfélög.


Til að tryggja nauðsynlega aðkomu sveitarfélaga að innleiðingu laganna á öllum stigum óskar félags- og barnamálaráðherra hér með eftir því að hvert sveitarfélag tilnefni sérstakan fulltrúa innleiðingar. Viðkomandi aðili verður tengiliður sveitarfélagsins við ráðuneytið og alla þá aðila og hópa sem verkefninu tengjast. Til upplýsinga skal þess getið að jafnframt verður óskað eftir því að heilsugæslur/heilbrigðisstofnanir, lögreglustjórar, sýslumenn og framhaldsskólar tilnefni sambærilega fulltrúa innleiðingar. Auk þess verður óskað eftir tilnefningum fulltrúa stofnana á landsvísu.

Þess er vinsamlega óskað að tilnefning berist ráðuneytinu eigi síðar en mánudaginn 1. nóvember nk.

Jafnframt vekur ráðuneytið athygli á að í tengslum við innleiðingarferlið verður haldinn vinnufundur í Hörpu þar sem óskað verður eftir þátttöku fulltrúa innleiðingar. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 17. nóvember nk. Nánari upplýsingar um dagskrá fundarins berast síðar í vikunni.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að tilnefna sviðsstjóra félagsmálasviðs sem fulltrúa innleiðingarinnar. Til vara verði sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.
Byggðaráð óskar eftir að fá sviðsstjóra félagsmálasviðs og fræðslu- og menningarsviðs á næsta fund ásamt íþrótta- og æskulýðsfulltrúa til að ræða heildarskipulag í tengslum við samþættingu á þjónustu í þágu farsældar barna.

Sveitarstjórn - 339. fundur - 02.11.2021

Á 1003. fundi byggðaráðs þann 28. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá félagsmálaráðuneytinu, rafpóstur dagsettur þann 25. október 2021, þar sem fram kemur að þann 1. janúar 2022 taka gildi ný lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021. Félags- og barnamálaráðherra ber ábyrgð á því að gerðar séu viðeigandi ráðstafanir til að undirbúa gildistöku laganna og styðja við innleiðingu þeirra en í því felst meðal annars að stýra aðgerðum við innleiðingu í samstarfi við ráðherra skv. 1. mgr. 3. gr. laganna og sveitarfélög. Til að tryggja nauðsynlega aðkomu sveitarfélaga að innleiðingu laganna á öllum stigum óskar félags- og barnamálaráðherra hér með eftir því að hvert sveitarfélag tilnefni sérstakan fulltrúa innleiðingar. Viðkomandi aðili verður tengiliður sveitarfélagsins við ráðuneytið og alla þá aðila og hópa sem verkefninu tengjast. Til upplýsinga skal þess getið að jafnframt verður óskað eftir því að heilsugæslur/heilbrigðisstofnanir, lögreglustjórar, sýslumenn og framhaldsskólar tilnefni sambærilega fulltrúa innleiðingar. Auk þess verður óskað eftir tilnefningum fulltrúa stofnana á landsvísu. Þess er vinsamlega óskað að tilnefning berist ráðuneytinu eigi síðar en mánudaginn 1. nóvember nk. Jafnframt vekur ráðuneytið athygli á að í tengslum við innleiðingarferlið verður haldinn vinnufundur í Hörpu þar sem óskað verður eftir þátttöku fulltrúa innleiðingar. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 17. nóvember nk. Nánari upplýsingar um dagskrá fundarins berast síðar í vikunni. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að tilnefna sviðsstjóra félagsmálasviðs sem fulltrúa innleiðingarinnar. Til vara verði sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs. Byggðaráð óskar eftir að fá sviðsstjóra félagsmálasviðs og fræðslu- og menningarsviðs á næsta fund ásamt íþrótta- og æskulýðsfulltrúa til að ræða heildarskipulag í tengslum við samþættingu á þjónustu í þágu farsældar barna."
Til máls tók:
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að sviðsstjóri félagsmálasviðs verði fulltrúi innleiðingarinnar vegna laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs verði til vara.

Byggðaráð - 1004. fundur - 04.11.2021

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta-og æskulýðsfulltrúi, kl. 13:00.

Á 1003. fundi byggðaráðs þann 28. október sl. var til umfjöllunar og afgreiðslu tilnefning fulltrúa Dalvíkurbyggðar vegna innleiðinar á nýjum lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021. Sveitarstjórn staðfesti tillögu byggðaráðs á fundi sínum 2. nóvember sl. um að sviðsstjóri félagsmálasviðs verði fulltrúi Dalvíkurbyggðar og sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs til vara. Byggðaráð óskaði eftir að fá sviðsstjórana á fund ásamt íþrótta- og æskulýðsfulltrúa til þess að ræða og fara yfir hvað þessi samþætting hefur í för með sér og áhrif á starfsemi sveitarfélagsins.

Á fundinum var farið yfir kynningu frá Eyrúnu, Gísla og Gísla Rúnari um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

Eyrún, Gísli og Gísli Rúnar viku af fundi kl. 13:27.
Byggðaráð þakkar sviðsstjórum félagsmálasviðs og fræðslu- og menningarsviðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa fyrir góða kynningu.

Fræðsluráð - 265. fundur - 08.12.2021

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, upplýsti ráðið um tilnefningu fulltrúa sveitarfélags vegna innleiðingar laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Einnig upplýsti sviðsstjóri um stöðuna á innleiðingu í Dalvíkurbyggð.
Lagt fram til kynningar.