Ráðning byggingar- og skipulagsfulltrúa

Málsnúmer 202103157

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 980. fundur - 29.03.2021

Í lok febrúar sl. tilkynnti sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs að hann myndi ekki þiggja stöðu byggingar- og skipulagsfulltrúa hjá framkvæmdasviði Dalvíkurbyggðar. Því var staðan auglýst laus til umsóknar.
Umsóknarfrestur rann út þann 20. mars sl. og barst ein umsókn frá Helgu Írisi Ingólfsdóttur, skipulags- og tæknifulltrúa.

Sveitarstjóri og byggðaráð unnu að úrvinnslu og sátu viðtöl en Mögnum veitti faglega aðstoð í ferlinu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Helga Íris Ingólfsdóttir verði ráðin í starf byggingar- og skipulagsfulltrúa hjá Dalvíkurbyggð.

Til að uppfylla kröfur laga um mannvirki þá er sveitarstjóra falið að kanna mögulegt samstarf við nágrannasveitarfélögin um verkefni byggingarfulltrúa.


Sveitarstjórn - 334. fundur - 30.03.2021

Á 980. fundi byggðaráðs þann 29. mars 2021 var eftirfarandi bókað:
"Í lok febrúar sl. tilkynnti sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs að hann myndi ekki þiggja stöðu byggingar- og skipulagsfulltrúa hjá framkvæmdasviði Dalvíkurbyggðar. Því var staðan auglýst laus til umsóknar.
Umsóknarfrestur rann út þann 20. mars sl. og barst ein umsókn frá Helgu Írisi Ingólfsdóttur, skipulags- og tæknifulltrúa.

Sveitarstjóri og byggðaráð unnu að úrvinnslu og sátu viðtöl en Mögnum veitti faglega aðstoð í ferlinu.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Helga Íris Ingólfsdóttir verði ráðin í starf byggingar- og skipulagsfulltrúa hjá Dalvíkurbyggð.

Til að uppfylla kröfur laga um mannvirki þá er sveitarstjóra falið að kanna mögulegt samstarf við nágrannasveitarfélögin um verkefni byggingarfulltrúa."

Til máls tóku Katrín Sigurjónsdóttir, Guðmundur St. Jónsson, Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson og Þórhalla Karlsdóttir.
Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að ráða Helgu Írisi Ingólfsdóttur í starf byggingar- og skipulagsfulltrúa hjá Dalvíkurbyggð.

Jafnframt samþykkir sveitarstjórn samhljóða að fela sveitarstjóra að kanna mögulegt samstarf við nágrannasveitarfélögin um verkefni byggingarfulltrúa, til að uppfylla kröfur laga um mannvirki.

Byggðaráð - 981. fundur - 08.04.2021

Á 334. fundi sveitarstjórnar þann 30. mars sl. var gengið frá ráðningu í auglýst starf byggingar- og skipulagsfulltrúa hjá Dalvíkurbyggð. Einnig var samþykkt sú tillaga að kanna mögulegt samstarf við nágrannasveitarfélögin um verkefni byggingarfulltrúa til að uppfylla kröfur laga um mannvirki.

Sveitarstjóri leggur til að starfsheiti Helgu Írisar Ingólfsdóttur verði Skipulags- og tæknifulltrúi í ráðningarsamningi og starfslýsingu. Einnig kynnti sveitarstjóri drög að uppfærðri starfslýsingu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra að starfsheiti.

Sveitarstjórn - 335. fundur - 20.04.2021

Jón Ingi Sveinsson kom inn á fundinn að nýju kl.16:38.

Á 981. fundi byggðaráðs þann 8. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 334. fundi sveitarstjórnar þann 30. mars sl. var gengið frá ráðningu í auglýst starf byggingar- og skipulagsfulltrúa hjá Dalvíkurbyggð. Einnig var samþykkt sú tillaga að kanna mögulegt samstarf við nágrannasveitarfélögin um verkefni byggingarfulltrúa til að uppfylla kröfur laga um mannvirki.

Sveitarstjóri leggur til að starfsheiti Helgu Írisar Ingólfsdóttur verði Skipulags- og tæknifulltrúi í ráðningarsamningi og starfslýsingu. Einnig kynnti sveitarstjóri drög að uppfærðri starfslýsingu.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra að starfsheiti."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og tillögu um starfsheitið Skipulags- og tæknifulltrúi.

Byggðaráð - 997. fundur - 30.09.2021

Á 335. fundi sveitarstjórnar þann 20. apríl sl. kom fram að á 334. fundi sveitarstjórnar var gengið frá ráðningu í auglýst starf byggingar- og skipulagsfulltrúa hjá Dalvíkurbyggð. Einnig var samþykkt sú tillaga að kanna mögulegt samstarf við nágrannasveitarfélögin um verkefni byggingarfulltrúa til að uppfylla kröfur laga um mannvirki. Sveitarstjóri lagði til að starfsheiti Helgu Írisar Ingólfsdóttur verði Skipulags- og tæknifulltrúi í ráðningarsamningi og starfslýsingu. Einnig voru kynnt uppfærð drög að starfslýsingu. Sveitarstjórn staðfesti afgreiðslu byggðaráðs frá 8. apríl sl. og tillögu um starfsheitið skipulags- og tæknifulltrúi.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi svarbréf frá Umhverfis- og auðlindarráðuneytinu, dagsett þann 16. september sl. þar sem fram kemur að beiðni Dalvikurbyggðar um að veita Helgu Írisi Ingólfsdóttur tímabundna undanþágu (áætlað fram að áramótum) frá ákvæði 5. mgr. 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er synjað. Forsenda synjunar er að Dalvíkurbyggð auglýsti fyrst og fremst starf byggingarfulltrúa en ekki skipulagsfulltrúa og sveitarfélagið hefur ekki sýnt fram á að reynt hafi verið að fá réttindamann í starf skipulagsfulltrúa.

Dalvíkurbyggð er bent á að auglýsa starf skipulagsfulltrúa að nýju og sækja að nýju um undanþágu ef ekki tekst að fá starfsmann sem uppfyllir hæfisskilyrði 5. mgr. 7. gr. skipulagslaga.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sveitarfélagið leysi málið, a.m.k. tímabundið, áfram með aðkeyptri vinnu vegna skipulagsmála eins og tíðkast hefur í gegnum árin.

Sveitarstjórn - 339. fundur - 02.11.2021

Á 997. fundi byggðaráðs þann 30. september 2021 var eftirfarandi bókað:
"Á 335. fundi sveitarstjórnar þann 20. apríl sl. kom fram að á 334. fundi sveitarstjórnar var gengið frá ráðningu í auglýst starf byggingar- og skipulagsfulltrúa hjá Dalvíkurbyggð. Einnig var samþykkt sú tillaga að kanna mögulegt samstarf við nágrannasveitarfélögin um verkefni byggingarfulltrúa til að uppfylla kröfur laga um mannvirki. Sveitarstjóri lagði til að starfsheiti Helgu Írisar Ingólfsdóttur verði Skipulags- og tæknifulltrúi í ráðningarsamningi og starfslýsingu. Einnig voru kynnt uppfærð drög að starfslýsingu. Sveitarstjórn staðfesti afgreiðslu byggðaráðs frá 8. apríl sl. og tillögu um starfsheitið skipulags- og tæknifulltrúi. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi svarbréf frá Umhverfis- og auðlindarráðuneytinu, dagsett þann 16. september sl. þar sem fram kemur að beiðni Dalvikurbyggðar um að veita Helgu Írisi Ingólfsdóttur tímabundna undanþágu (áætlað fram að áramótum) frá ákvæði 5. mgr. 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er synjað. Forsenda synjunar er að Dalvíkurbyggð auglýsti fyrst og fremst starf byggingarfulltrúa en ekki skipulagsfulltrúa og sveitarfélagið hefur ekki sýnt fram á að reynt hafi verið að fá réttindamann í starf skipulagsfulltrúa. Dalvíkurbyggð er bent á að auglýsa starf skipulagsfulltrúa að nýju og sækja að nýju um undanþágu ef ekki tekst að fá starfsmann sem uppfyllir hæfisskilyrði 5. mgr. 7. gr. skipulagslaga. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sveitarfélagið leysi málið, a.m.k. tímabundið, áfram með aðkeyptri vinnu vegna skipulagsmála eins og tíðkast hefur í gegnum árin."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að sveitarfélagið leysi málið, a.m.k. tímabundið, áfram með aðkeyptri vinnu vegna skipulagsmála eins og tíðkast hefur í gegnum árin.