Umsókn um heimlögn heitt vatn Svalbarði, Svarfaðardal

Málsnúmer 202109072

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 107. fundur - 24.09.2021

Óskað er eftir heimlögn á köldu og heitu vatni.
Stofnæðar hitaveitunnar eru aðgengilegar og hægt að verða við þeirri ósk, kostnaður liggur ekki fyrir.
Veitu- og hafnaráð samþykkir umsóknina og felur sviðsstjóra að upplýsa umsækjanda um kostnað skv. gjaldskrá hitaveitunnar.
Samþykkt samhljóða.

Veitu- og hafnaráð - 108. fundur - 08.10.2021

Komið hefur fram erindi umsækjanda um gjaldskrána og gjald vegna heimæðatengingar hitaveitunnar.
Veitu- og hafnarráð felur sviðssjóra framkvæmdasviðs að fá lögfræðilegt álit á gjaldskránni og framkvæmd gjaldskrár í tilviki umsækjanda. Að fenginni umsögn er sviðsstjóra falið að afgreiða umsóknina.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 339. fundur - 02.11.2021

Á 107. fundi veitu- og hafnaráðs þann 24. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Óskað er eftir heimlögn á köldu og heitu vatni. Stofnæðar hitaveitunnar eru aðgengilegar og hægt að verða við þeirri ósk, kostnaður liggur ekki fyrir. Veitu- og hafnaráð samþykkir umsóknina og felur sviðsstjóra að upplýsa umsækjanda um kostnað skv. gjaldskrá hitaveitunnar. Samþykkt samhljóða."
Til máls tóku:
Jón Ingi Sveinsson.
Guðrún Pálína Jóhannsdóttir.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs.