Umsókn um framkvæmdaleyfi í Böggvisstaðafjalli

Málsnúmer 202109124

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 364. fundur - 05.10.2021

Með umsókn, dagsettri 28. september 2021, óskar Hörður Elís Finnbogason fyrir hönd Skíðafélags Dalvíkur eftir leyfi sveitarfélagsins til landmótunar í skíðabrekkum Böggvisstaðafjalls. Meðfylgjandi er leyfi Umhverfisstofnunar fyrir framkvæmdinni og framkvæmdalýsing.
Umhverfisráð samþykkir erindið og leggur til að umbeðið framkvæmdaleyfi verði veitt með þeim fyrirvörum sem fram koma í leyfisbréfi Umhverfisstofnunar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 339. fundur - 02.11.2021

Á 364. fundi umhverfisráðs þann 5. október 2021 var eftirfarandi bókað:
"Með umsókn, dagsettri 28. september 2021, óskar Hörður Elís Finnbogason fyrir hönd Skíðafélags Dalvíkur eftir leyfi sveitarfélagsins til landmótunar í skíðabrekkum Böggvisstaðafjalls. Meðfylgjandi er leyfi Umhverfisstofnunar fyrir framkvæmdinni og framkvæmdalýsing. Umhverfisráð samþykkir erindið og leggur til að umbeðið framkvæmdaleyfi verði veitt með þeim fyrirvörum sem fram koma í leyfisbréfi Umhverfisstofnunar. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og umbeðið framkvæmdaleyfi með þeim fyrirvörum sem gerðir eru.