Umsókn um heimlögn kalt vatn, Svalbarði, Svarfaðardal

Málsnúmer 202109073

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 107. fundur - 24.09.2021

Sótt er um kalt og heitt vatn. Heita vatnið er tiltölulega aðgengilegt en kaldavatnið er hinsvegar í töluvert meiri fjarlægð.
Veitu- og hafnaráð frestar afgreiðslu umsóknarinnar og felur sviðsstjóra að kanna möguleika á að útvíkka vatnsveituna.

Sveitarstjórn - 339. fundur - 02.11.2021

Dagbjört Sigurpálsdóttir kom inn á fundinn að nýju kl. 18:03.

Á 107. fundi veitu- og hafnaráðs þann 24. septemer sl. var eftirfarandi bókað:
"Sótt er um kalt og heitt vatn. Heita vatnið er tiltölulega aðgengilegt en kaldavatnið er hinsvegar í töluvert meiri fjarlægð. Veitu- og hafnaráð frestar afgreiðslu umsóknarinnar og felur sviðsstjóra að kanna möguleika á að útvíkka vatnsveituna."
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við bókun ráðsins.