Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Viðaukabeiðni vegna framlaga frá Jöfnunarsjóði 2021

Málsnúmer 202110041

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1002. fundur - 21.10.2021

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, bréf dagsett þann 18. október sl, þar sem lagt er til að áætlun vegna framlaga úr Jöfnunarsjóði 2021 verði hækkuð um kr. -38.398.575 í samræmi við nýjustu áætlanir Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Lagt er til að deild 00100 hækki samtals um ofangreinda fjárhæð, skipt niður á einstök framlög í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Viðaukinn kæmi til hækkunar á handbæru fé sem nemur sömu upphæð.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun 2021, nr. 24, að upphæð kr. -38.398.575 á deild 00100 og að hann komi til hækkunar á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 339. fundur - 02.11.2021

Á 1002. fundi byggðaráðs þann 21. október sl. var eftifarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, bréf dagsett þann 18. október sl, þar sem lagt er til að áætlun vegna framlaga úr Jöfnunarsjóði 2021 verði hækkuð um kr. -38.398.575 í samræmi við nýjustu áætlanir Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Lagt er til að deild 00100 hækki samtals um ofangreinda fjárhæð, skipt niður á einstök framlög í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Viðaukinn kæmi til hækkunar á handbæru fé sem nemur sömu upphæð. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun 2021, nr. 24, að upphæð kr. -38.398.575 á deild 00100 og að hann komi til hækkunar á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 24 við fjárhagsáætlun 2021 að upphæð kr. -38.398.575 við deild 00100 vegna áætlunar um hækkun á framlögum frá Jöfnunarsjóði. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé.