Sveitarstjórn

317. fundur 31. október 2019 kl. 16:15 - 17:40 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson forseti
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
  • Felix Rafn Felixson varamaður
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Jón Ingi Sveinsson, aðalmaður, boðaði forföll.
Felix Rafn Felixson, varamaður, sat fundinn í hans stað.

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 919

Málsnúmer 1909010FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu
1. liður
3. liður
8. liður

Liðir 7 og 10 eru sér liðir á dagskrá.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 11. september 2019, upplýsingar um Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2019 sem haldinn verður 3. - 4. október í Reykjavík. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 919 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, Jón Ingi Sveinsson, Dagbjört Sigurpálsdóttir og sveitarstjóri sæki fundinn. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu dagsettur 3. september 2019, beiðni um upplýsingar um tengsl sveitarfélagsins við aðila í atvinnurekstri vegna skýrslu um samkeppnisrekstur opinberra aðila. Beðið er um að upplýsingar verði sendar ráðuneytinu eigi síðar en 1. október nk. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 919 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa erindinu til Atvinnumála- og kynningarráðs og upplýsingafulltrúa. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kom inn á fundinn undir þessum lið kl. 08:16 og sat fundinn undir liðum 3 og 4.

    Á 918. fundi byggðaráðs þann 12. september 2019 var eftirfarandi bókað:
    "Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett 9. september 2019, samantekt vegna tilboðs í fornleifaskráningu. Samkvæmt nýjum reglum um fornminjaskráningu þarf mun ítarlegri skráningu en þá sem til er fyrir bæði deiliskipulag Fólkvangsins og eins sumarbústaðabyggðina að Hamri. Óskað er eftir því að kostnaður vegna þessarar vinnu verði færður á lykla 09230, deiliskipulag og 09240, aðalskipulag þar sem vinna við fyrrgreind skipulög strandar á fornminjaskráningunni.
    Byggðaráð frestar afgreiðslu og óskar eftir því að sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs komi á næsta fund ráðsins til að fara yfir málið."

    Börkur fór yfir nýjar reglur um fornminjaskráningu og nauðsyn þess að farið sé í skráningu áður en deiliskipulagsvinnu lýkur. Einnig stöðu á vinnu við deiliskipulög í sveitarfélaginu og endurskoðun aðalskipulags.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 919 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að kostnaður vegna fornleifaskráningar í Böggvisstaðafjalli fari á 09240, aðalskipulag, og komi til framkvæmda á árinu 2019. Gert sé ráð fyrir kostnaði við fornleifaskráningu í sumarbústaðabyggðinni að Hamri á næsta fjárhagsári. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
  • Vilhelm Anton Hallgrímsson, slökkviliðsstjóri, kom inn á fundinn undir þessum lið kl. 08:42.

    Á 917.fundi byggðaráðs þann 5. september 2019 var meðal annars eftirfarandi bókað vegna endurnýjunar á slökkvibíl sem vísað var til gerðar fjárhagsáætlunar 2020-2023:
    "Slökkviliðsstjóra hafa borist óformleg tilboð vegna verðkönnunar sem hann sendi út og voru þau kynnt á fundinum.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá slökkviliðsstjóra á fund byggðaráðs til að fara yfir málið."

    Slökkviliðsstjóri fór yfir kosti og galla hinna ýmsu leiða við kaup á nýjum slökkvibíl.

    Börkur og Vilhelm viku af fundi kl. 09:10.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 919 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela slökkviliðsstjóra að vinna áfram í málinu. Einnig samþykkir byggðaráð að fara í heimsókn á Slökkvistöð Dalvíkur og skoða búnað og aðstæður. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • a) Farið yfir yfirlit launaáætlunar og stöðugildi.

    Rúna Kristín Sigurðardóttir, launafulltrúi kom inn á fundinn undir 5. lið a) kl. 09:13.

    Rúna fór yfir launaáætlun og stöðugildi sem liggja að baki fjárhagsrömmum til stjórnenda.

    Rúna vék af fundi kl. 09:36.

    b) Ákvörðun um aukafundi byggðaráðs vegna fjárhagsáætlunarvinnu.

    Rætt um tímasetningar á aukafundum byggðaráðs á næstunni.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 919 a) Byggðaráð þakkar launafulltrúa fyrir yfirferðina.

    b) Byggðaráð samþykkir að aukafundir vegna vinnu við fjárhagsáætlun verði sem hér segir:
    7. október kl. 16:00
    8. október kl. 16:00
    9. október kl. 16:00
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Sveitarstjóri kynnti samantekt um viðauka við fjárhagsáætlun 2019 sem samþykktir hafa verið eftir gerð heildarviðauka I. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 919 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að taka saman heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2019 svo að hann fari fyrir næsta fund sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá sveitarstjóra, beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2019 við deild 21, fjármála- og stjórnsýslusvið,kr. 2.610.000. Ástæðan er vegna veikinda starfsmanna, þörf á aðkeyptri sérfræðiþjónustu vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 919 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan viðauka við deild 21010, fjármála- og stjórnsýslusvið, sérfræðiþjónusta, að upphæð kr. 2.610.000, viðauki nr. 28/2019. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er sér liður á dagskrá.
  • Sveitarstjóri upplýsti um 2. fund samstarfsvettvangs sveitarfélaga fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál sem haldinn var í Kópavogi föstudaginn 13. september. Sveitarstjóri sat fundinn í streymi. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 919 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að í starfs- og fjárhagsáætlun 2020 verði hafin vinna að stefnumörkun sveitarfélagsins vegna Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
  • 1.9 201908044 Trúnaðarmál
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 919 Bókað í trúnaðarmálabók
  • Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Dalvíkurskóla, dagsett 13. september 2019, beiðni um launaviðauka við deild 04210, Dalvíkurskóla, vegna langtímaveikinda starfsmanna að upphæð kr. 2.600.697.

    Einnig beiðni um viðauka fyrir sömu deild vegna kaupa á tölvum, prentara og hugbúnaði kr. 1.250.000. Beiðninni fylgdi rökstuðningur ásamt ósk um að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

    Gísli Bjarnason vék af fundi kl. 10:45.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 919 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum launaviðauka við deild 04210, Dalvíkurskóla, að upphæð kr. 2.600.697 skv. ofangreindu erindi. Viðauki nr. 29/2019, viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.


    Byggðaráð frestar viðaukabeiðni vegna kaupa á tölvum, prentara og hugbúnaði og óskar eftir nánari upplýsingum frá skólastjóra Dalvíkurskóla og tölvuumsjónarmanni um nýtingu tölvubúnaðarins sem fyrir er ásamt framtíðarsýn um notkun tölvutækni í skólastarfi og þróun kennsluhátta.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er sér liður á dagskrá.
  • Undir þessum lið mætti á fundinn Soffía Guðmundsdóttir frá Leigufélaginu Bríeti kl. 10:46.

    Á 914. fundi byggðaráðs þann 15. ágúst 2019 var eftirfarandi bókað:
    "Með fundarboði fylgdi rafpóstur frá Íbúðalánasjóði dagsettur 25. júlí 2019 þar sem kynnt eru áform félags- og barnamálaráðherra um að breyta lögum og reglugerðum í þeim tilgangi að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni og koma til móts við áskoranir sem fjölmörg sveitarfélög standa frammi fyrir í húsnæðismálum. Tillögur ráðherra eru settar fram í þremur liðum og snúa þær að stofnkostnaði íbúðabygginga, fjármögnun þeirra og leiðum til þess að efla leigumarkað með hagkvæmt leiguhúsnæði. Með fundarboði fylgdu einnig hugmyndir frá sveitarstjóra vegna svokallaðra kaldra markaðssvæða til kynningar og umræðu á fundinum.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að skoða leiðir til mögulegrar uppbyggingar á svokölluðum köldum markaðssvæðum í sveitarfélaginu."

    Soffía kynnti starfsemi og tilgang Leigufélagsins Bríetar. Rætt um stöðu húsnæðismála í Dalvíkurbyggð.

    Soffía Guðmundsdóttir vék af fundi kl. 11:25.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 919 Byggðaráð þakkar Soffíu fyrir góða kynningu. Byggðaráð felur sveitarstjóra og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram og koma síðar á fund ráðsins með frekari upplýsingar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar. Liðir 7 og 10 eru sér liðir á dagskrá. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 920

Málsnúmer 1909020FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
3. liður.
4. liður.
5. liður.
6. liður.
7. liður.
11. liður.
  • 2.1 201909126 Trúnaðarmál
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 920 Bókað í trúnaðarmálabók
  • 2.2 201901070 Trúnaðarmál
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 920 Bókað í trúnaðarmálabók
  • Dagbjört vék af fundi undir þessum lið kl. 10:48 vegna vanhæfis.

    Erindi frá Dalbæ, heimili aldraðra, dagsett 18. september 2019. Í ár fagnar Dalbær, heimili aldraðra 40 ára starfsafmæli. Stjórn og hjúkrunarframkvæmdastjóri hafa ákveðið að halda uppá þessi tímamót með kaffisamsæti og uppákomu sunnudaginn 13. október nk. Í erindinu er óskað eftir 350.000 kr fjárstyrk frá Dalvíkurbyggð vegna þessa.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 920 Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum styrk til Dalbæjar vegna kaffisamsætis á 40 ára afmæli heimilisins að upphæð kr. 100.000. Færist á lið 21500, risna, móttökur og kynningarmál.

    Dagbjört greiddi ekki atkvæði vegna vanhæfis.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

    Dagbjört Sigurpálsdóttir tekur ekki þátt í atvkæðagreiðslu vegna vanhæfis.
  • Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dagsett 18. september 2019 þar sem óskað er umsagnar um umsókn um tækifærisleyfi frá Hestamannafélaginu Hring vegna dansleikjar að Rimum þann 5. október nk.

    Fyrir liggur að slökkviliðsstjóri og byggingarfulltrúi gera ekki athugasemdir við umsóknina.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 920 Byggðaráð gerir ekki athugasemd við umsóknina. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 18. september 2019, boð á sjávarútvegsfund 2019 hjá Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga. Fundurinn verður haldinn í Reykjavík 2. október 2019 kl. 13:00-16:00

    Samkvæmt samþykktum Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga skal halda aðalfund annað hvert ár og þau ár sem ekki er haldinn aðalfundur skal halda sjávarútvegsfund, almennan kynningar- og fræðslufund fyrir starfsmenn, stjórnendur og bæjarfulltrúa aðildarsveitarfélaga um tiltekin málefni sem stjórnin ákveður.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 920 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sveitarstjóri sitji fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
  • Tekið fyrir bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu dagsett 18. september 2019 þar sem boðað er til ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga miðvikudaginn 2. október nk. kl. 16 í Reykjavík. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 920 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sveitarstjóri sitji fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
  • 2.7 201809136 Kjördæmavika
    Tekinn fyrir rafpóstur frá Eyþingi, dagsettur 24. september 2019, þar sem kynnt er dagskrá kjördæmaviku en þingmenn NA-kjördæmis munu hitta fulltrúa sveitarfélaganna í Eyjafirði mánudaginn 30. september í Hofi, Akureyri. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 920 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sveitarstjóri og einn úr byggðaráði sæki fundinn og mæli fyrir málefnum Dalvíkurbyggðar. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Markaðsstofu Norðurlands dagsettur 19. september 2019 en þann 15. október næstkomandi, frá kl. 13-16, stendur Markaðsstofan fyrir málþingi og vinnustofu um millilandaflug um Akureyrarflugvöll, í Hofi á Akureyri.

    Á meðal þátttakenda verða þeir Cees van den Bosch frá Voigt Travel og Chris Hagan, fyrrum starfsmaður Super Break.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 920 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til Atvinnumála- og kynningarráðs. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dagsettur 19. september 2019. Þar hvetur sambandið sveitarfélög til þess að senda fulltrúa úr ungmennaráði sínu til skólaþingsins í föruneyti annarra fulltrúa sveitarfélagsins sem það sækja en skólaþing sveitarfélaga 2019 verður haldið á Grand hóteli mánudaginn 4. nóvember 2019 Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 920 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa málinu áfram til Ungmennaráðs. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir bréf frá Ólafi Jónssyni íbúa á Akureyri, dagsett 16. september 2019. Í bréfinu hvetur hann sveitarstjórnir og sambönd sveitarfélaga á Norðurlandi að sameinast um að koma á laggirnar verkefnahópi sem myndi skoða möguleika á tvennum jarðgöngum, sem færu úr Hörgárdal yfir í Skíðadal, og þaðan vestur í Kolbeinsdal í Skagafirði. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 920 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 2.11 201707019 Selárland-Verðmat
    Á 911. fundi byggðaráðs þann 27. júní 2019 var til umræðu áform Dalvíkurbyggðar um kaup á landi Selár. Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að senda Efnahagsráðuneytinu samantekt á nýtingar- og uppbyggingaráformum ásamt rökstuðningi sveitarfélagsins að eignast landið og jafnframt að óska eftir viðræðum um verðmat.

    Sveitarstjóri upplýsti um framgang máls en Efnahagsráðuneytið mun á næstu dögum óska eftir verðmati á landinu frá fasteignasala.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 920 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir, fyrir hönd Dalvíkurbyggðar, að landið verði verðmetið af fasteignasölu. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
  • 2.12 201908044 Trúnaðarmál
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 920 Bókað í trúnaðarmálabók
  • Undir þessum lið mættu á fundinn Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Friðrik Arnarson, skólastjóri Dalvíkurskóla og Bjarni Jóhann Valdimarsson, tölvuumsjónarmaður kl. 11:45.

    Á 919. fundi byggðaráðs þann 19. september 2019 var tekið fyrir erindi frá skólastjóra Dalvíkurskóla, dagsett 13. september 2019, beiðni um viðauka fyrir Dalvíkurskóla vegna kaupa á tölvum, prentara og hugbúnaði kr. 1.250.000. Beiðninni fylgdi rökstuðningur ásamt ósk um að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Eftirfarandi var bókað:

    "Byggðaráð frestar viðaukabeiðni vegna kaupa á tölvum, prentara og hugbúnaði og óskar eftir nánari upplýsingum frá skólastjóra Dalvíkurskóla og tölvuumsjónarmanni um nýtingu tölvubúnaðarins sem fyrir er ásamt framtíðarsýn um notkun tölvutækni í skólastarfi og þróun kennsluhátta."

    Rætt um nauðsyn tölvubúnaðarkaupa fyrir Dalvíkurskóla og röksemdafærslu fyrir kaupunum.

    Gísli, Friðrik og Bjarni Jóhann viku af fundi kl. 12:08.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 920 Byggðaráð samþykkir samhljóða að fresta erindinu fram yfir næsta fund fræðsluráðs sem er áætlaður 9. október enda koma afgeiðslur byggðaráðs ekki til staðfestingar sveitarstjórnar fyrr en á októberfundi þann 29. október 2019. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis en til umsagnar er frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmra uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta, 122. mál.

    Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 5. október nk.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 920 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

3.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 921

Málsnúmer 1910003FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu.
2. liður
6. liður

  • Rúna Kristín Sigurðardóttir kom á fundinn kl. 16:00 og sat fundinn undir 1. a) og b) lið.

    a) Frá fræðslu- og menningarsviði vegna fjárhagsáætlunarvinnu.

    Undir þessum lið kom á fundinn Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs kl. 16:00.

    Gísli kynnti fjárhagsáætlunarvinnu sviðsins og tillögu að starfs- og fjárhagsáætlun fræðslu- og menningarsviðs vegna ársins 2020. Rúna fór yfir skil á vinnubókum sviðsins.

    Til umræðu ofangreint.

    Gísli vék af fundi kl. 18:27.

    b) Frá fjármála- og stjórnsýslusviði vegna fjárhagsáætlunarvinnu.

    Katrín sveitarstjóri kynnti fjárhagsáætlunarvinnu sviðsins og tillögu að starfs- og fjárhagsáætlun fjármála-og stjórnsýslusviðs vegna ársins 2020. Rúna fór yfir skil á vinnubókum sviðsins.

    Til umræðu ofangreint.

    Rúna vék af fundi kl. 18:40.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 921 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 26. september 2019, þar sem boðað er til ársfundar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum föstudaginn 4. október 2019 kl. 12:30 í Reykjavík.

    Til umræðu úrsögn Dalvíkurbyggðar úr samtökunum.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 921 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Dalvíkurbyggð segi sig úr Samtökum sveitarfélaga á köldum svæðum frá og með næstu áramótum þar sem aðeins rúmlega 2% íbúa sveitarfélagsins eru án hitaveitu. Niðurstaða þessa fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðarráðs Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 1. október 2019, leiðbeinandi álit um tvöfalda skólavist barna í leik- og grunnskóla sem unnið hefur verið af sérfræðingum Sambands íslenskra sveitarfélaga.

    Tilefni álitsins er fjölgun beiðna frá forsjáraðilum barna til sveitarfélaga um tvöfalda grunnskólagöngu nemenda. Þá er í álitinu einnig fjallað um eldra álit sambandsins frá 2013 sem varðaði tvöfalda leikskólavist.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 921 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Sigríði Bylgju Sigurjónsdóttur, stofnanda Trés lífsins, dagsett 20. september 2019, þar sem verið er að kanna áhuga á Minningargörðum og afstöðu til þess að opna slíkan garð í sveitarfélaginu.

    Í Minningagarði er aska látinna einstaklinga gróðursett ásamt tré sem mun vaxa upp til minningar um hinn látna og vera merkt rafrænu minningasíðu þess sem undir því hvílir.

    Óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins fyrir 1. nóvember n.k.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 921 Lagt fram til kynningar. Byggðaráð felur sveitarstjóra að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Íslenska sjávarklasanum, dagsett 26. september 2019, áskorun á sveitarfélög að taka fyrir fok úr ruslatunnum heimilissorps með því að bjóða íbúum upp á einfaldar lausnir til að loka sorptunnum. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 921 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umhverfisráðs. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dagsett 26. september 2019, en til umsagnar er frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988 (endurgreiðsla virðisaukaskatts), 26. mál.

    Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 10. október nk.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 921 Byggðaráð Dalvíkurbyggðar fagnar fram lögðu frumvarpi til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988 (endurgreiðsla virðisaukaskatts), 26. mál.
    Mjög brýnt er að frumvarpið nái fram að ganga enda mörg sveitarfélög sem standa frammi fyrir kostnaðarsömum fráveituframkvæmdum ef þau eiga að geta uppfyllt lagaskyldur málaflokksins. Fráveitumál eru bæði heilbrigðis- og umhverfismál og mikið atriði að sveitarfélög komi þeim í viðunandi horf. Stuðningur með endurgreiðslu virðisaukaskatts frá Ríki vegna fráveituframkvæmda gerir sveitarfélögum frekar kleift að ráðast í þær úrbætur sem þarf og koma þessum málaflokki í góða stöðu.

    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að senda inn ofangreinda umsögn um frumvarpið.
    Niðurstaða þessa fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðarráðs Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda umsögn byggðaráðs um frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dagsettur 26. september 2019, en til umsagnar er frumvarp til laga um skráningu einstaklinga (heildarlög), 101.

    Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 10. október nk.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 921 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

4.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 922

Málsnúmer 1910004FVakta málsnúmer

  • a) Frá veitu- og hafnaráði vegna fjárhagsáætlunarvinnu.

    Undir þessum lið kom á fundinn Þorsteinn Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs kl. 16:00.

    Þorsteinn kynnti fjárhagsáætlunarvinnu sviðsins og tillögu að starfs- og fjárhagsáætlun veitu- og hafnasviðs vegna 2020.

    Rúna Kristín Sigurðardóttir, launafulltrúi, kom á fundinn kl. 16:35.

    Rúna og Þorsteinn fóru yfir skil á vinnubókum sviðsins.

    Til umræðu ofangreint.

    Þorsteinn vék af fundi kl. 17:23.

    b) Frá félagsmálasviði vegna fjárhagsáætlunarvinnu.

    Undir þessum lið kom á fundinn Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs kl. 17:23.

    Eyrún kynnti fjárhagsáætlunarvinnu sviðsins og tillögu að starfs- og fjárhagsáætlun félagsmálasviðs vegna ársins 2020. Rúna og Eyrún fóru yfir skil á vinnubókum sviðsins.

    Rúna vék af fundi kl. 18:10.

    Til umræðu ofangreint.



    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 922 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá sviðsstjórum fræðslu- og menningarsviðs og félagsmálasviðs, dagsett 30. september 2019, beiðni um að í fjárhagsáætlun 2020 verði gert ráð fyrir kaupum á nýjum bíl fyrir sviðin en sá bíll sem sviðin hafa til umráða var nýskráður 2006 og er því kominn á endurnýjun.

    Eyrún vék af fundi kl. 18:40.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 922 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar 2020-2023. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Samgönguráðuneytinu, dagsettur 27. september 2019, þar sem vakin er athygli á að frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum og sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 hefur verið lagt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.

    Markmið frumvarpsins er fyrst og fremst að styrkja það lögbundna hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum til þeirra.

    Umsagnarfrestur er til 8. október n.k.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 922 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekin fyrir til upplýsingar fundargerð 874. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var föstudaginn 27. september sl. en fundargerðin hefur jafnframt verið birt á vef sambandsins með þeim gögnum sem lögð voru fram á fundinum.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 922 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu. Því eru allir liðir lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

5.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 923

Málsnúmer 1910006FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
2. liður.
  • Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs kom á fundinn kl. 16:00 og sat fundinn undir liðum 1 og 2.

    Frá umhverfis- og tæknisviði vegna fjárhagsáætlunarvinnu.

    Börkur kynnti fjárhagsáætlunarvinnu sviðsins og tillögu að starfs- og fjárhagsáætlun umhverfis- og tæknisviðs vegna ársins 2020. Einnig fór hann yfir vinnubækur sviðsins.

    Til umræðu ofangreint.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 923 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 904.fundi byggðaráðs þann 23. apríl 2019 var tekið fyrir erindi frá Rarik dags. 10.apríl 2019, þar sem óskað er eftir viðræðum við Dalvíkurbyggð um að sveitarfélagið yfirtaki götulýsingarkerfið í sveitarfélaginu. Þetta var bókað:

    "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að skoða málið og senda m.a. fyrirspurn á Samband íslenskra sveitarfélaga með vísan í erindi frá Rarik."

    Börkur greindi frá gangi mála frá þessum fundi.

    Börkur vék af fundi kl. 17:40.

    Tl umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 923 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ganga til viðræðna við Rarik um yfirtöku á götulýsingarkerfi sveitarfélagsins. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dagsettur 20. september 2019 þar sem fram kemur að samkvæmt stefnumörkun kjörtímabilsins á sambandið að vinna að því að sveitarfélög geti nýtt sér samstarfstækifæri í gegnum EES-uppbyggingarsjóðinn.

    Pólland er eitt áhugaverðasta samstarfslandið. Bæði vegna þess að það er stærsta styrkþegalandið og vegna þess að í íslenskum sveitarfélögum búa margir íbúar af pólskum uppruna. Hvatt er til þess að sveitarfélög kynni sér samstarfsmöguleika og tækifæri í gegnum sjóðinn.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 923 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til atvinnumála- og kynningarráðs. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

6.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 924

Málsnúmer 1910009FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
4. liður.
7. liður.
10. liður.
11. liður.

Liður 12. er sér liður á dagskrá.
  • 6.2 201910100 Trúnaðarmál
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 924 Bókað í trúnaðarmálabók.
  • 6.3 201901070 Trúnaðarmál
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 924 Bókað í trúnaðarmálabók.
  • Tekin fyrir fundargerð Almannavarnanefndar Eyjafjarðar frá 8. október 2019.

    a) Á fundinum var rædd sameining Almannavarnanefnda í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum og leggur nefndin til að þær verði sameinaðar í eina að fengnu samþykki sveitarstjórna á svæðinu.

    b) Árgjald hefur verið 100 kr á íbúa í Eyjafirði en mun hærra austan við. Nefndin leggur til að árgjaldið til sameinaðrar Almannavarnarnefndar verði 190 kr á íbúa fyrir árið 2020 að fengnu samþykki sveitarstjórna á svæðinu.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 924 a) Byggðaráð Dalvíkurbyggðar samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum, fyrir sitt leyti, tillögu Almannavarnanefndar Eyjafjarðar um að Almannavarnanefndir í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum verði sameinaðar í eina.

    b) Byggðaráð Dalvíkurbyggðar samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum, fyrir sitt leyti, tillögu Almannavarnanefndar Eyjafjarðar um að árgjald sameinaðrar Almannavarnarnefndar verði 190 kr á íbúa fyrir árið 2020.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

    b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
  • Til kynningar fundargerð 17. aðalfundar fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands sem var haldinn í Reykjavík 20. september 2019. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 924 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, dagsett þann 8. október 2019, þar sem upplýst er að hlutdeild Dalvíkurbyggðar í Sameignarsjóði EBÍ er 1,684% og greiðsla ársins er kr. 842.000 af 50 m.kr. Fram kemur að greitt sé úr sjóðnum þann 16. október 2019. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 924 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dagsett 9. október 2019, beiðni um umsögn um tímabundið áfengisleyfi fyrir Knattspyrnudeild UMFS kt. 430497-3089 vegna viðburðar í Árskógi þann 2. nóvember nk.

    Fyrir liggur umsögn frá byggingarfulltrúa og eldvarnaeftirliti án athugasemda.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 924 Byggðaráð gerir ekki athugasemd við umsóknina. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
  • Tekið fyrir erindi frá Kríta hf. dagsett 4. október 2019, kynning á þjónustu fyrirtækisins en Kríta hf. er fjártæknifyrirtæki sem fjármagnar reikninga. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 924 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 6.9 201910039 Aðalfundarboð
    Tekið fyrir bréf frá stjórn Landsbyggðin lifi, boð á aðalfund samtakanna sem verður haldinn 20. október 2019 kl. 10:00 í Reykjavík. Allir eru velkomnir, bæði á aðalfundinn og umræður. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 924 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 917. fundi byggðaráðs þann 5. september 2019 var eftirfarandi bókað:
    "Tekið fyrir erindi frá stjórn Dalbæjar, dagsett 26. ágúst 2019, ósk um viðræður við Dalvíkurbyggð varðandi næsta starfs- og fjárhagsár 2020.
    Fyrir liggur að nauðsynlegt er að ráðast í stórar framkvæmdir við utanhússviðgerðir á Dalbæ. Verið er að vinna uppfærða verk- og kostnaðaráætlun vegna verksins og mun hún verða klár í septembermánuði.
    Óskað er eftir fundi með stjórnendum frá Dalvíkurbyggð vegna þessa þegar fyrrnefnd áætlun liggur fyrir.

    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá stjórnendur Dalbæjar á fund ráðsins þegar verk- og kostnaðaráætlun vegna utanhússviðgerða liggur fyrir."

    Nú liggur fyrir endanleg verk- og kostnaðaráætlun um framkvæmdina og var hún lögð fram á fundinum. Einnig greindi sveitarstjóri frá fundi sem hann átti með hjúkrunarframkvæmdastjóra Dalbæjar þann 15. október um stöðu mála.

    Málið rætt.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 924 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar 2020-2023.

    Byggðaráð leggur áherslu á að sveitarfélagið ásamt stjórnendum Dalbæjar fari í viðræður við Ríkið um aðkomu að endurbótunum þar sem málaflokkurinn er á hendi Ríkisins.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að sveitarfélagið ásamt stjórnendum Dalbæjar fari í viðræður við Ríkið um aðkomu að endurbótunum þar sem málaflokkurinn er á hendi Ríkisins.
  • 6.11 201707019 Selárland-Verðmat
    Vegna áforma Dalvíkurbyggðar um kaup á landi Selár samþykkti byggðaráð samhljóða með 3 atkvæðum á 920. fundi sínum þann 27. september 2019 að óska eftir, fyrir hönd Dalvíkurbyggðar, að landið verði verðmetið af fasteignasölu.

    Þá lágu fyrir upplýsingar um að Fjármála- og efnahagsráðuneytið hyggðist leita verðmats af sinni hálfu.

    Á fundinum var lögð fram yfirlitsgreining um landið með upplýsingum frá Ríkiseignum.

    Málið rætt.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 924 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til fjárhagsáætlunar 2020-2023. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
  • Á 919. fundi byggðaráðs þann 19. september 2019 var tekið fyrir erindi frá skólastjóra Dalvíkurskóla, dagsett 13. september 2019, beiðni um viðauka fyrir Dalvíkurskóla vegna kaupa á tölvum, prentara og hugbúnaði kr. 1.250.000. Beiðninni fylgdi rökstuðningur ásamt ósk um að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

    Byggðaráð hefur ásamt fræðsluráði fjallað um beiðnina á fundum sínum og einnig farið yfir stefnu í upplýsinga- og tæknimennt í Dalvíkurskóla sem var unnin í vor.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 924 Byggðaráð samþykkir með 3 atkvæðum viðauka nr. 30/2019 að fjárhæð kr. 1.250.000 við deild 04210, fjárhagslykil 2850, vegna kaupa á tölvum, prentara og hugbúnaði við Dalvíkurskóla samkvæmt ofangreindri beiðni frá skólastjóra. Upphæð fjárhagslykils var 672.907 kr en verður eftir viðaukann kr. 1.922.907 kr. Viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er sér liður á dagskrá.
  • Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs og Steinþór Björnsson, deildarstjóri eigna- og framkvæmdadeildar, mættu á fundinn kl. 14:30.

    a) Eignasjóður, farið yfir viðhald og framkvæmdir fyrir fjárhagsáætlun 2020.

    Börkur og Steinþór viku af fundi kl. 15:05.

    Þorsteinn Þorsteinsson, endurskoðandi KPMG, mætti á fundinn kl. 15:05.

    b) Þorsteinn fór yfir stöðu vegna vinnu við fjárhagsáætlun en KPMG var fengið til að aðstoða við fjárhagsáætlunarvinnu. Farið yfir fjárhagslíkan samstæðunnar m.v. stöðu fjárhagsáætlunarvinnu.

    Þorsteinn vék af fundi kl. 16:33.

    c) Umræða um fjárfestingar og framkvæmdir m.v. uppl. úr a. og b. lið.


    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 924 Lagt fram til kynningar.

    Byggðaráð þakkar Þorsteini fyrir yfirferðina yfir fjárhagsáætlunarstöðuna.

    Byggðaráð samþykkir að halda aukafund mánudaginn 21.október nk. kl. 16:00 þar sem farið er í það sem útaf stendur, álagningar og gjaldskrár í heild sinni og áframhaldandi umræðu um fjárfestingar og framkvæmdir.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Velferðarnefnd Alþingis dagsett 11. október 2019, en til umsagnar er tillaga til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum., 41. mál.

    Þess er óskað að umsögn berist eigi síðar en 1. nóvember nk.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 924 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Velferðarnefnd Alþingis dagsett 11. október 2019, en til umsagnar er tillaga til þingsályktunar um orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega, 35. mál.

    Þess er óskað að umsögn berist eigi síðar en 1. nóvember nk.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 924 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu. Liður 12 er sér liður á dagskrá. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

7.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 925

Málsnúmer 1910011FVakta málsnúmer

  • Á 87. fundi veitu- og hafnaráðs þann 11. september 2019 samþykkti ráðið samhljóða með fimm atkvæðum eftirfarandi bókun. "Með hliðsjón af framkvæmdaþörf og fjárhagsstöðu Hitaveitu Dalvíkur telur veitu- og hafnaráð ekki ástæðu til breytinga á gjaldskrá."

    Sveitarstjórn var búin að vísa gjaldskránni til heildarumræðu um gjaldskrár en þar sem gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur þarf tvær umræður í sveitarstjórn er ofangreint nú á dagskrá.

    Málið rætt.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 925 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu veitu- og hafnaráðs og vísar gjaldskránni óbreyttri til fyrri umræðu í sveitarstjórn. Niðurstaða þessa fundar Vísað áfram Bókun fundar Til máls tók
    Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, sem upplýsti að skv. upplýsingum frá KPMG þá þarf ekki tvær umræður ef gjaldskráin á ekki að taka neinum breytingum frá því sem birt var í Stjórnartíðindum nr. 1271/2018. Því leggur hún til að gjaldskránni verði vísað til byggðaráðs til heildarumfjöllunar um gjaldskrár 2020.

    Fleiri tóku ekki til máls.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu sveitarstjóra að vísa gjaldskránni til byggðaráðs til heildarumfjöllunar um gjaldskrár 2020.
  • Á 919.fundi byggðaráðs þann 19. september 2019 var til umfjöllunar endurnýjun á slökkvibíl sem vísað var til gerðar fjárhagsáætlunar 2020-2023 og var m.a. þetta bókað:

    "Slökkviliðsstjóri fór yfir kosti og galla hinna ýmsu leiða við kaup á nýjum slökkvibíl.

    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela slökkviliðsstjóra að vinna áfram í málinu. Einnig samþykkir byggðaráð að fara í heimsókn á Slökkvistöð Dalvíkur og skoða búnað og aðstæður."
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 925 Byggðaráð fór í heimsókn á Slökkvistöðina í Gunnarsbraut í lok fundar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Yfirferð byggðaráðs á ýmsum atriðum er varða vinnu við fjárhagsáætlun 2020 og 2021-2023:
    Viðhaldsáætlun Eignasjóðs, heildarlista yfir búnaðarkaup, áætlun fyrir fjárfestingar og samantekt frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa á framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja.

    Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir umfjöllun um málefni Golfklúbbsins Hamars.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 925 Lagt fram til kynningar og frekari vinnslu fram að næsta fundi.

    Byggðaráð felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að fara yfir framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja og leggja uppfærða tillögu fyrir næsta byggðaráðsfund.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Eyþingi dagsettur 17. október 2019, þar sem boðað er til aðalfundar Eyþings 15.- 16. nóvember nk. á Dalvík.

    Sveitarstjóri upplýsti að verið er að vinna að skipulagningu á fundinum og fyrirkomulagi hans.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 925 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

8.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 926

Málsnúmer 1910013FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
7. liður
9. liður
10. liður
Liðir 4, 5, 6, 11 og 12 eru sér liðir á dagskrá.
  • 8.1 201910140 Trúnaðarmál
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 926 Bókað í trúnaðarmálabók
  • 8.2 201812026 Trúnaðarmál
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 926 Bókað í trúnaðarmálabók.
  • 8.3 201812028 Trúnaðarmál
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 926 Bókað í trúnaðarmálabók.
  • Frá sveitarstjóra; leiðrétting viðauka vegna heilsueflandi samfélag.

    Á 903. fundi byggðaráðs var tekið fyrir erindi frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 3. apríl 2019, þar sem óskað var eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2019 að upphæð kr. 876.053 vegna fundaþóknana stýrihóps um Heilsueflandi samfélag, deild 06030. Lagt var til að viðaukanum yrði mætt af lið 06030-4915 þannig að nettó áhrifin eru 0.
    Óskað er eftir leiðréttingu á viðauka þar sem fjárhæð færslu á milli liða hafi átt að vera kr. 326.520.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 926 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda leiðréttingu á viðauka vegna Heilsueflandi samfélags. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er sér liður á dagskrá.
  • Frá sveitarstjóra; Viðauki vegna sölu Lokastígs 2 -201

    Á 912. fundi byggðaráðs var tekin fyrir sala á íbúð Lokastíg 2 -201 að fjárhæð kr. 16.200.00. Samhliða lá ekki fyrir tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 2019 vegna meðferðar sölunnar.
    Óskað er eftir viðauka vegna söluhagnaðar í félagslegum íbúðum að fjárhæð kr. 11.838.048 og hækkunar á handbæru fé kr. 5.002.922. Viðauki nr. 32/2019.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 926 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 32/2019 við deild 57, vegna söluhagnaðar í félagslegum íbúðum að fjárhæð kr. 11.838.048 og hækkunar á handbæru fé kr. 5.002.922. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er sér liður á dagskrá.
  • Tekin fyrir beiðni um viðauka frá sveitarstjóra vegna tekjujöfnunarframlags frá Jöfnunarsjóði 2019 að upphæð 41.341.356 kr. Viðaukinn er nr. 31/2019 og kemur til hækkunar tekna á lið 00100-0111, á móti til hækkunar á eigin fé. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 926 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 31/2019, liður 00100-0111 að upphæð kr. 41.341.356 vegna tekjujöfnunarframlags frá Jöfnunarsjóði, á móti kemur hækkun á eigin fé. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er sér liður á dagskrá.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, dagsettur 21. október 2019, fundarboð á aukaaðalfund félagsins sem verður haldinn mánudaginn 18. nóvember nk. í Dalvíkurbyggð.

    Á dagskrá aukaaðalfundarins er tillaga stjórnar um flutning á starfsemi félagsins yfir í nýtt félag, sbr. niðurstöðu aðalfundar Eyþings sem haldinn verður þann 15. nóvember nk. Einnig umræða um næstu skref varðandi Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar.

    Til umræðu.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 926 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sveitarstjóri fari með umboð Dalvíkurbyggðar á aukaaðalfundi AFE þann 15. nóvember nk. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
  • Tekið fyrir bréf frá Umboðsmanni barna, dagsett 18. október 2019, boð á barnaþing sem haldið verður í Reykjavík 21. - 22. nóvember nk.

    Barnaþingið er haldið í fyrsta skiptið í ár og er fjölbreyttum hópi barna boðið til þingsins, alþingismönnum, fulltrúum stofnana ríkis og sveitarfélaga, auk fulltrúa aðila vinnumarkaðarins og frjálsra félagasamtaka sem koma að málefnum barna.

    Skráningarfrestur á þingið er til 28. október nk.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 926 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Markaðsstofu Norðurlands, dagsett 23. október 2019. Þar sem samningur Markaðsstofunnar við sveitarfélagið rennur út nú um áramót er þess farið á leit að samningurinn verði endurnýjaður til tveggja ára eða til ársloka 2021. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 926 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að ganga frá samningi við Markaðsstofu Norðurlands til tveggja ára eða til ársloka 2021. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
  • Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir þessum lið kl. 13:40.

    Á heimasíðu Fiskistofu kemur fram að innan tíðar má vænta þess að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsi hvernig byggðakvóti fiskveiðiársins 2019/2020 skiptist milli byggðarlaga og þá verður auglýst eftir umsóknum um úthlutun til einstakra skipa eftir því sem reglur einstakra byggðarlaga verða samþykktar. Fiskistofa vekur athygli útgerða á því að stofnunin hyggst fylgja reglum um byggðakvótann eftir með öðrum hætti framvegis en áður hefur tíðkast. Það er því mikilvægt að kynna sér leiðbeiningar um breytta framkvæmd.

    Farið yfir málið og mikilvægi þess að aðlaga reglur Dalvíkurbyggðar að breyttri framkvæmd.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 926 Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu máli til Atvinnumála- og kynningarráðs.

    Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum að fela sveitarstjóra að sækja um byggðakvóta fyrir kvótaárið 2019-2020 þegar auglýst verður eftir umsóknum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók Guðmundur St. Jónsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi kl. 16:34.
    Katrín Sigurjónsdóttir.
    Gunnþór E. Gunnþórsson.
    Fleiri tóku ekki til máls.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

    Guðmundur kom aftur inn á fundinn kl. 16:35.
  • Guðmundur St. Jónsson kom aftur inn á fund kl. 13:49.

    Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi tillaga að heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2019. Helstu niðurstöður eru:

    Rekstrarniðurstaða A-hluta er jákvæð um 16,6 m.kr. (var 65,7 m.kr.) en þar af er Aðalsjóður neikvæður um 58.1 m.kr (var 12,7 m.kr.).
    Rekstrarniðurstaða B-hluta er jákvæð um 55,5 m.kr. (var 70 m.kr.).
    Rekstrarniðurstaða A- og B- hluta samtals er jákvæð um 54,8 m.kr. (var 118,6 m.kr.).
    Áætlaðar fjárfestingar eru samtals um 330,9 m.kr (voru 346,9 m.kr.).

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 926 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2019 með þeim viðaukum sem gerðir hafa verið og áorðnum breytingum á fjárhagsáætluninni. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er sér liður á dagskrá.
  • Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir umfjöllun um málefni Golfklúbbsins Hamars.

    Lokayfirferð yfir framkvæmdir, fjárfestingar, búnaðarlista og viðhaldsliði fjárhagsáætlunar. Tekinn saman listi með athugasemdum byggðaráðs. Endurskoðandi hefur tekið frá tíma á mánudag til að setja upp fjárhagslíkan eftir athugasemdir. Því liggur fyrir tillaga um að fresta fundi sveitarstjórnar og fyrri umræðu til fimmtudagsins 31. október kl. 16:15.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 926 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að næsti fundur sveitarstjórnar verði fimmtudaginn 31. október kl. 16:15.

    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa frumvarpi að fjárhagsáætlun 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022 með áorðnum breytingum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er sér liður á dagskrá.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis , dagsettur 15. október 2019, en umhverfis- og samgöngunefnd er með til umsagnar í samráðsgátt tillögu um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019-2023, 148. mál.

    Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 5. nóvember nk.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 926 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur 22. október 2019, þar sem Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um jarðalög (forkaupsréttur sveitarfélaga), 29. mál.

    Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 5. nóvember nk.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 926 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur 22. október 2019, þar sem Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum,nr. 138/2011 (íbúakosningar um einstök mál), 49. mál.

    Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 5. nóvember nk.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 926 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

9.Atvinnumála- og kynningarráð - 47. fundur

Málsnúmer 1909023FVakta málsnúmer

  • Á 46. fundi Atvinnumála- og kynningarráðs þann 4. september 2019 var farið yfir aðgerðaáætlun Atvinnustefnu Dalvíkurbyggðar og var m.a. eftirfarandi bókað undir máli 201405182:
    "Þjónustu- og upplýsingafulltrúa falið að byrja vinnu við nýja atvinnulífskönnun og könnun um ímynd Dalvíkurbyggðar og leggja uppkast fyrir ráðið á næsta fundi."

    Íris fór yfir stöðu á vinnu við atvinnulífskönnun 2019.
    Atvinnumála- og kynningarráð - 47. fundur Vinna við nýja atvinnulífskönnun og könnun um ímynd Dalvíkurbyggðar er á áætlun og var því niðurstaða ráðsins að kannanirnar verði sendar út í byrjun og um miðjan nóvember. Könnun um ímynd Dalvíkurbyggðar verður því send út í byrjun nóvember og atvinnulífskönnunin um miðjan nóvember.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • Á 920. fundi byggðaráðs Dalvíkurbyggðar þann 27. september 2019 var eftirfarandi bókað:
    "Tekinn fyrir rafpóstur frá Markaðsstofu Norðurlands dagsettur 19. september 2019 en þann 15. október næstkomandi, frá kl. 13-16, stendur Markaðsstofan fyrir málþingi og vinnustofu um millilandaflug um Akureyrarflugvöll, í Hofi á Akureyri. Á meðal þátttakenda verða þeir Cees van den Bosch frá Voigt Travel og Chris Hagan, fyrrum starfsmaður Super Break.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til Atvinnumála- og kynningarráðs."
    Atvinnumála- og kynningarráð - 47. fundur Málið rætt og ráðið sammála um að mikilvægt sé að vera vel upplýst um stöðu á millilandaflugi um Akureyrarflugvöll. Niðurstaða ráðsins var að þjónustu- og upplýsingafulltrúi sæki málþingið í Hofi, 15. okt. nk. ásamt formanni ráðsins. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • Á 919. fundi byggðaráðs þann 19. september 2019 var eftirfarandi bókað:
    "Tekinn fyrir rafpóstur frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu dagsettur 3. september 2019, beiðni um upplýsingar um tengsl sveitarfélagsins við aðila í atvinnurekstri vegna skýrslu um samkeppnisrekstur opinberra aðila. Beðið er um að upplýsingar verði sendar ráðuneytinu eigi síðar en 1. október nk.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa erindinu til Atvinnumála- og kynningarráðs og upplýsingafulltrúa."

    Á fundinum var lagður fram rafpóstur frá lögfræðingi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 25. september 2019 þar sem fram kemur að Sambandið hefur gert töluverðar athugasemdir við umfang könnunarinnar og minnt á að starfsmenn sveitarfélaga telja það ekki endilega vera forgangsverkefni að svara könnunum sem þessari.

    Við gerð könnunarinnar var að sögn Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins leitast við að einfalda eins og kostur er hvernig henni yrði svarað.
    Atvinnumála- og kynningarráð - 47. fundur Málið rætt.
    Þar sem ráðið fundaði ekki fyrr en eftir að skilafrestur rann út var þjónustu- og upplýsingafulltrúa falið að svara þessu erindi sem fyrst.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • Undir þessum lið mæta á fund ráðsins kl. 09:00 ferðaþjónustuaðilar í Dalvíkurbyggð.

    Dagskrá fundarins:
    1. Hvað fór vel í sumar og hvað mætti betur fara?
    2. Möguleiki á móttöku skemmtiferðaskipa í hafnir Dalvíkurbyggðar.
    3. Önnur mál
    Atvinnumála- og kynningarráð - 47. fundur 1. Rætt var um aðsókn ferðamanna í Dalvíkurbyggð í sumar. Mikið hefur verið að gera hjá flestum aðilum og ekki hefur borið mikið á þeirri minnkun á aðsókn ferðamanna sem búist var við fyrr í ár. Aðilar voru sammála um að meira samstarf á milli aðila væri gott en það spili inn í hversu mikið er að gera hjá ferðaþjónustuaðilum á sumrin. Spurning hvort þurfi að auka meira samstarf milli aðila frekar á veturna.

    2. Tekið var vel í þá hugmynd að taka á móti skemmtiferðaskipum í Dalvíkurbyggð en allir sammála um að það þyrfti að vera vel skipulagt og virkja ferðaþjónustuaðila með í ferlinu. Það verður að mati ráðsins að hafa eitthvað að bjóða gestunum sem koma í land svo við missum þá ekki úr sveitarfélaginu í stoppinu. Þá kom einnig fram sú hugmynd að reyna frekar að herja á að minni skip stoppi hjá okkur til að byrja með, t.d. 500 manna.

    3. Undir liðnum önnur mál var ýmislegt rætt.
    Meðal annars voru samgöngumál rædd og hversu mikilvægt það er fyrir ferðaþjónustuaðila í Dalvíkurbyggð að geta stólað á almenningssamgöngur til og frá Dalvíkurbyggð. Það getur haft gríðarleg áhrif á ferðaþjónustumál í byggðalaginu að þau mál séu í lagi.

    Þá var einnig rætt um verkefnið Birdtrail og hvort hugsanlega væri grundvöllur fyrir inngöngu í það verkefni þar sem Dalvíkurbyggð státar af einstaklega fjölbreyttu fuglalífi.

    Fleira ekki rætt á þessum fundi en ferðaþjónustuaðilar sátu áfram samráðsfundinn með veitu- og hafnarráði.


    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • 9.5 201905025 Samráðsfundur 2019
    Á 46. fundi Atvinnumála- og kynningarráðs þann 4. september 2019 samþykkti ráðið samhljóða með 4 atkvæðum að á októberfundi ráðsins verði fundað með veitu- og hafnarráði kl. 10 þar sem tekið yrði til athugunar hvort vinna eigi að móttöku skemmtiferðaskipa í Dalvíkurbyggð.

    Veitu- og hafnarráð og Atvinnumála- og kynningaráð halda því samráðsfund í kjölfar fundanna um kl. 10
    Atvinnumála- og kynningarráð - 47. fundur Veitu- og hafnarráð kom inn á fund Atvinnumála- og kynningaráðs kl. 10 til að ræða möguleikann á móttöku skemmtiferðaskipa í Dalvíkurbyggð.

    Fundurinn var afar áhugaverður og margir góðir punktar komu fram. Mest var rætt um hversu mikilvægt það væri að afþreyingaraðilar í Dalvíkurbyggð yrðu tilbúnir að taka á móti þeim aukna fjölda ferðamanna sem myndi koma í byggðalagið. Einnig var rætt um hugsanlegt samstarf við Cruise Iceland og möguleikann á að þjónustu- og upplýsingafulltrúi fari fyrir hönd ráðanna á ráðstefnuna SeatradeCruiseGlobal sem haldin verður í Miami 20.-23. apríl 2020 til að kynnast betur hvers er krafist af byggðalagi sem skemmtiferðaskipin sækja heim.

    Atvinnumála- og kynningaráð þakkar góðar umræður á fundinum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Til máls tók Gunnþór E. Gunnþórsson.
    Katrín Sigurjónsdóttir.
    Fleiri tóku ekki til máls.

    Lagt fram til kynningar.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina. Ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar og eru því allir liðir lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

10.Félagsmálaráð - 233

Málsnúmer 1910002FVakta málsnúmer

  • Lagt fram til kynningar erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 01.10.2019 um leiðbeinandi álit um tvöfalda skólavist barna í leik- og grunnskóla. Félagsmálaráð - 233 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • Lagt fram erindi frá nefndarsviði Alþingis dags. 26.09.2019 þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara, 22. mál Félagsmálaráð - 233 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 23.09.2019 þar sem kynnt er að þann 11. október 2019 verði efnt til námskeiðs fyrir kjörna fulltrúa í félagsmálanefndum og starfsfólk félagsþjónustu. Námskeiðið verður haldið í Reykjavík og stendur frá 09:00-15:30. Námskeiðið verður einnig í beinu streymi og eru nefndarmenn og starfsfólk sem ekki eiga heimagengt hvött til að sameinast á einum stað og horfa saman á námskeiðið.
    Félagsmálaráð - 233 Nefndarmenn munu fylgjast með námskeiðinu í gegnum streymi. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • Á fundi sveitarstjórnar þann 17. september 2019 var samþykkt samhljóða eftirfarandi tillaga við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árin 2020-2023. "Sveitarstjórn samþykkir að hvetja fagráð og stjórnendur til að vinna með tillögur vinnuhópa byggðaráðs til hliðsjónar bæði við fjárhagsáætlunarvinnu og starfsáætlanir 2020. Félagsmálaráð - 233 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • Á fundi byggðarráðs 19. september 2019 var bókað: 201905113 Samstarfsvettvangur sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál.
    Sveitarstjóri upplýsti um 2. fund samstarfsvettvangs sveitarfélaga fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál sem haldinn var í Kópavogi föstudaginn 13. september. Sveitarstjóri sat fundinn í streymi.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að í starfs- og fjárhagsáætlun 2020 verði hafin vinna að stefnumörkun sveitarfélagsins vegna Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.
    Félagsmálaráð - 233 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • Sviðsstjóri félagsmálasviðs fór yfir tillögur sínar að starfs- og fjárhagsáætlun fyrir félagsmálasvið 2020. Ljóst er að úthlutaður rammi byggðarráðs vegna fjárhagsáætlunar ársins 2020 dugar ekki fyrir lögbundnum verkefnum sviðsins. Félagsmálaráð - 233 Félagsmálaráð fór yfir tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun félagsmálasviðs fyrir árið 2020 og lagði til lítilsháttar breytingar á lið 02-80-9145 sem er styrkveitingar til félagasamtaka. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar

    Enginn tók til máls um fundargerðina. Ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar og eru því allir liðir lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

11.Fræðsluráð - 241

Málsnúmer 1909008FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu
3. liður
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs fór yfir fjárhagslegt stöðumat hjá málaflokk 04. Fræðsluráð - 241 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Friðrik Arnarson skólastjóri Dalvíkurskóla og Árskógarskóla og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir skólastjóri leikskólans Krílakots fóru yfir helstu áherslur og breytingar í starfs- og fjárhagsáætlun á fræðslusviði. Fræðsluráð - 241 Drög að starfs- og fjárhagsáætlun fræðslusviðs lögð fram til kynningar og umræðu. Drögin verða uppfærð í samræmi við umræður á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Friðrik Arnarson skólastjóri Dalvíkurskóla og Árskógarskóla og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir skólastjóri leikskólans Krílakots fóru yfir helstu áherslur í skólanámskrá skólanna fyrir skólaárið 2019 - 2020. Fræðsluráð - 241 Fræðsluráð samþykkir skólanámskrár/starfsáætlanir skólanna fyrir skólaárið 2019 - 2020 með 4 atkvæðum með fyrirvara um breytingar sem lagðar voru til á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu fræðsluráðs.
  • Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- menningarsviðs lagði fram skýrslu frá Menntamálastofnun um notkun á starfrænni tækni í evrópskum skólakerfum dags. september 2019. Fræðsluráð - 241 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Erindisbréf fræðsluráðs tekið til endurskoðunar af ráðinu. Fræðsluráð - 241 Fræðsluráð felur Gísla Bjarnasyni, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að vinna áfram í erindisbréfinu og koma með inn á næsta fund ráðsins. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

12.Fræðsluráð - 242

Málsnúmer 1910001FVakta málsnúmer

  • Lagt var fram til kynningar tvöföld skólavist barns í leik - eða grunnskóla Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 1. október 2019.
    Fræðsluráð - 242 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • Frumvarp til laga. Bréf frá Alþingi dags. 1. október 2019.
    Fræðsluráð - 242 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs fór yfir fjárhagslegt stöðumat fyrir málaflokk 04.
    Fræðsluráð - 242 Lagt fram tilkynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • Sveitarstjórn samþykkti 17. sept. að hvetja fagráð og stjórnendur til að vinna með tillögur vinnuhópa byggðaráðs til hliðsjónar bæði við fjárhagsáætlunarvinnu og starfsáætlanir 2020.
    Fræðsluráð - 242 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • Friðrik Arnarson skólastjóri Dalvíkurskóla og Árskógarskóla,Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir skólastjóri Krílakots og Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs fóru yfir helstu áherslur og breytingar á starfs - og fjárhagsáætlun í málaflokki 04. Fræðsluráð - 242 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • Samstarfsvettvangur sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál.

    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að í starfs-og fjárhagsáætlun 2020 verði hafin vinna að stefnumörkun sveitarfélagsins vegna Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.
    Fræðsluráð - 242 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • Gísli Bjarnason Sviðsstjóri - fræðslu og menningarsviðs fór yfir gjaldskrár 2020 í málaflokki 04. Fræðsluráð - 242 Fræðsluráð samþykkir gjaldskrár málaflokks 04 með fimm atkvæðum og vísar þeim til Byggðarráðs.

    Guðrún, Bjarney fórru út af fundi kl. 10:10.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Friðrik Arnarson fór yfir niðurstöður úr lesfimiprófum í Árskógarskóla og Dalvíkurskóla. Fræðsluráð - 242 Fræðsluráð þakkar Friðriki fyrir kynninguna. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • Málið er enn til umfjöllunar hjá byggðaráði. Umfjöllun um málið og upplýsingastefnu skólans í fræðsluráði væri einnig góð. Fræðsluráð - 242 Fræðsluráð lýsir ánægju sinni yfir stefnu Dalvíkurskóla í upplýsinga- og tæknimennt og notkun tækninnar í þróun kennsluhátta.

    Bjarni, Friðrik og Margrét fóru út af fundi kl. 10:30
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • Farið yfir tilllögur vinnuhóps um fræðslumál vegna starfsemi og reksturs Dalvíkurbyggðar Fræðsluráð - 242 Fræðsluráð fór yfir tillögur vinnuhóps frá því í vor. Hluti af tillögum starfshópsins eru komnar inn í starfsáætlun stofnana fyrir fjárhagsárið 2020. Áfram verður unnið með þær og aðrar tillögur á næsta ári. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Til máls tók Gunnþór E. Gunnþórsson.

    Lagt fram til kynningar.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og ekkert þarfnast afgreiðslu. Því eru allir liðir lagðir fram til kynningar.

13.Íþrótta- og æskulýðsráð - 113

Málsnúmer 1909024FVakta málsnúmer

  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 113 Farið yfir beiðnir félagsins. Vísað til afgreiðslu undir málinu Fjárhagsáætlun 2020 (201906041)
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 113 Farið yfir beiðnir félagsins. Vísað til afgreiðslu undir málinu Fjárhagsáætlun 2020 (201906041) Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 13.3 201906041 Fjárhagsáætlun 2020
    Íþrótta- og æskulýðsráð - 113 Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 06 verði kr. 334.595.730. Óskað er eftir aukningu á ramma að upphæð kr. 1.906.814, þar sem heildarrammi málaflokksins var gefinn kr. 332.688.916.-

    Að auki er lagt til að fjárfesting á málaflokkinn verði í samræmi við uppbyggingaráætlanir íþróttafélaganna til næstu 6 ára. Árið 2020 er gert ráð fyrir kr. 38.500.000.- Meðaltal á ári næstu 6 árin eru tæpar 38 milljónir.

    Einnig var framlögð gjaldskrá samþykkt fyrir málaflokkinn.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina. Ekkert þarfnast afgreiðslu og eru því allir liðir lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

14.Landbúnaðarráð - 129

Málsnúmer 1909019FVakta málsnúmer

  • 14.1 201909100 Fjárhagsáætlun 2020
    Til umræðu fjárhagsrammi og starfsáætlun fyrir landbúnaðarmál 2020

    Landbúnaðarráð - 129 Sviðsstjóri fór yfir fjárhagsramma og starfsáætlun landbúnaðarráðs fyrir 2020.
    Landbúnaðarráð gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn.
    Samþykkt samhjóða með fjórum atkvæðum
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Fundargerð fjallskiladeildar Dalvíkurdeildar 2019 til umræðu. Landbúnaðarráð - 129 Landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar getur ekki tekið innsent erindi sem fullgilda fundargerð Dalvíkurdeildar þar sem fjallskilanefndin var ekki kölluð saman vegna niðurröðunar gangnadagsverka haustið 2019. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu fjallskilamál í Dalvíkurdeild. Landbúnaðarráð - 129 Fjallskilamál í Dalvíkurdeild eru óviðunandi þar sem meirihluti fjallskilanefndar fer ekki eftir auglýstu fyrirkomulagi hvað varðar göngur og réttir.
    Landbúnaðarráð felur sviðsstjóra og formanni að taka saman öll þau gögn sem málið varða til áframhaldandi úrvinnslu.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Formaður landbúnaðarráðs leggur til að komið verði upp upplýsingaskilti við Tungurétt á árinu 2020. Landbúnaðarráð - 129 Landbúnaðarráð leggur til að fjármagn verði tryggt til uppsetningar á upplýsingaskilti við Tungurétt 2020.
    Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu endurbætur og viðhald fjallgirðinga í Dalvíkurbyggð Landbúnaðarráð - 129 Landbúnaðarráð felur sviðsstjóra að sækja um styrki til ráðuneyta í janúar 2020 til niðurrifs og förgunar á gömlum og ónýtum girðingum í sveitarfélaginu.
    Ráðið leggur jafnframt til að gert sé ráð fyrir kr. 500.000,- til þessa verkefnis á lið 13210-4936 við gerð fjárhagsáætlunar 2020.
    Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina ekkert þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar. Því eru allir liðir lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

15.Menningarráð - 75

Málsnúmer 1909004FVakta málsnúmer

  • Björk Eldjárn Kristjánsdóttir forstöðumaður safna fór yfir helstu áherslur og breytingar í starfs- og fjárhagsáætlun safna fyrir fjárhagsárið 2020. Menningarráð - 75 Menningarráð samþykkir starfsáætlun safna í Dalvíkurbyggð í samræmi við þær breytingar og umræður sem fóru fram á fundinum.

    Menningarráð lýsir mikilli ánægju yfir frjórri starfsemi safna í Dalvíkurbyggð.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Björk Eldjárn Kristjánsdóttir forstöðumaður safna fór yfir fjárhagslegt stöðumat frá janúar til júní 2019. Menningarráð - 75 Menningarráð þakkar Björk fyrir góða kynningu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 917. fundi Byggðaráðs Dalvíkurbyggðar þann 9. september sl., var tekin fyrir umsókn frá sóknarnefnd Dalvíkurkirkju um áframhaldandi styrk vegna Dalvíkurkirkju.

    Tekið fyrir erindi frá Sóknarnefnd Dalvíkursóknar, dagsett þann 28. ágúst 2019, þar sem óskað er eftir fjárstyrk á fjárhagsáætlun 2020 með niðurfellingu fasteignagjalda. Með erindinu fylgdi ársreikningur Dalvíkurkirkju vegna ársins 2019.

    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til menningarráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2020.
    Menningarráð - 75 Menningarráð leggur til að orðið verði við beiðni um rekstrarstyk að fjárhæð kr. 170.000. Styrkurinn verði tekinn af lykli 5810 - 9145. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Erindisbréf menningarráðs tekið til endurskoðunar af ráðinu. Menningarráð - 75 Menningarráð samþykkir erindisbréf Menningarráðs Dalvíkurbyggðar og vísar því til samþykktar í sveitastjórn Dalvíkurbyggðar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Menningarráð - 75 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls og ekkert þarfnast afgreiðslu. Því eru allir liðir lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

16.Umhverfisráð - 327

Málsnúmer 1909021FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
8. liður.
9. liður.
10. liður.
11. liður.
12. liður.
14. liður.
Liðir 15 og 16 eru sér liðir á dagskrá.
  • Tekið fyrir erindi frá íbúum Túnahverfis með undirskriftarlista, dagsett þann 30. ágúst 2019. Þar er ítrekuð beiðni um að hafinn verði undirbúningur og vinna við frágang opna svæðisins/leiksvæðisins í hverfinu. Einnig að lokið verði við frágang og að umhirða hverfisins verði bætt. Íbúarnir árétta það sem komið hefur fram í fyrri bréfum að þeir vilja gjarnan leggja fram vinnu við standsetningu svæðisins í samstarfi við sveitarfélagið. Umhverfisráð - 327 Umhverfisráð þakkar íbúum Túnahverfis fyrir greinargóða samantekt.

    Opið svæði:
    Ráðið leggur til að framkvæmdir við opið svæði verði á áætlun 2020 samkvæmt framkvæmdaáætlun ráðsins, og verði unnið í samstarfi við íbúa hverfisins.

    Annar frágangur á hverfinu:
    Göngustígur milli Miðtúns 1 og 3 er á framkvæmdaáælun 2019 og verður áfram malarstígur.
    Göngustígur milli Hringtúns 3 og 5 er á framkvæmdaáætlun 2019 og verður áfram malarstígur.

    Framlenging og malbikun á stíg upp úr Steintúni að Brekkuselsvegi:
    Vísað til fjárhagsáætlunar 2021-2023.

    Göngustígur milli Hringtúns 19 og 21:
    Er á framkvæmdaáælun 2019 og verður áfram malarstígur.

    Gangstétt framan við Hringtún 15 til 25:
    Venjan er að endanlegur frágangur gangstétta fari ekki fram fyrr en búið er að byggja á viðkomandi lóðum, en Hrintún 23 er óbyggð lóð sem gert er ráð fyrir að byggt verði á árinu 2020, komi til þess verður gangstétt kláruð.

    Malbikun fyrir framan Hringtún 3 og 5:
    Verður framkvæmt á þessu ári.

    Göngustígur milli Hringtúns 30 og 32:
    vísað til fjárhagsáætlunar 2021-2023.

    Lagfæring á malbiki á horni Hringtúns og Samtúns.
    Verður framkvæmt á þessu ári.

    Umhirða í hverfinu:
    Umhverfisráð gerir ráð fyrir að þegar frágangi á opna svæðinu og framkvæmdum við göngustíga verður lokið muni umhirða svæðisins verða betri.

    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum












    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Sigurði H. Pálssyni og Svanfríði Jónsdóttur, dagsett 28. júlí 2019, þar sem þau óska eftir að Dalvíkurbyggð taki inn á fjárhagsáætlun sína fyrir árið 2020 að gera lagfæringar á götu í frístundabyggðinni í landi Hamars, nánar tiltekið fyrir framan hús þeirra á lóð B5. Umhverfisráð - 327 Afgreiðslu frestað til næsta fundar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur, dagsett þann 1. september 2019, ósk um að fimm atriði komist á fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árin 2020-2023:
    1) Geymsluhúsnæði fyrir snjótroðara. 2) Lýsing Brekkuselsvegar að fólkvanginum. 3) Viðgerð á bílastæðum í fólkvanginum. 4) Töfrateppi (færiband) fyrir byrjendur og yngstu börnin. 5) Endurnýjun á snjótroðaranum. Fylgiskjöl með erindinu eru ítarleg greinargerð um málið með ítarlegri kostnaðar- og framkvæmdaáætlun.
    Lið 2 og 3 var vísað til afgreiðslu umhverfisráðs.
    Umhverfisráð - 327 Umhverfisráð þakkar skíðafélaginu innsend erindi.

    Liður 2. Lýsing Brekkuselsvegar að fólkvanginum:
    Í gildandi umferðaröryggisáætlun Dalvíkurbyggðar er gert ráð fyrir götulýsingu á Brekkuselsvegi, en vegurinn er í umsjá Vegagerðarinnar. Ráðið hefur þegar komið þessari ábendinu á framfæri við Vegagerðina.

    Liður 3. Viðgerð á bílastæðum í fólkvanginum:
    Umhverisráð telur ekki þörf á að fara í þessa framkvæmd að sinni.

    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.


    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Lilju Guðnadóttur, dagsett 29. júlí 2019, ósk um breytingu á gangstétt við Skógarhóla 22. Umhverfisráð - 327 Umhverfisráð leggur til að umbeðin breyting komi til framkvæmda 2020 og felur sviðsstjóra að fjármagna verkið af lið 10300-4396.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Ferðafélagi Svarfdæla, dagsett 30. júní 2019, ósk um að Dalvíkurbyggð gangi í það mál að gerðar verði viðunandi lagfæringar á gamla veginum út í Múla. Umhverfisráð - 327 Umhverfisráð þakkar ferðafélagi Svarfdæla innsent erindi og felur sviðsstjóra að sækja um styrk í styrkvegasjóð Vegagerðarinnar.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til afgreiðslu tilnefning fulltrúa Dalvíkurbyggðar í umsjónarnefnd fyrir friðland Svarfdæla Umhverfisráð - 327 Afgreiðslu frestað til næsta fundar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til kynningar og umræðu drög að leiðbeiningum fyrir gjaldskrá byggingafulltrúaembætta Umhverfisráð - 327 Umhverfisráði lýst vel á að samræma eigi gjaldskrár byggingafulltúa sveitarfélaga og gerir ekki athugasemdir við framlögð drög.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með innsendu erindi dags. 17. september 2019 óska þau Berglind Björk Stefánsdóttir og Magnús Jónsson eftir byggingarleyfi vegna niðurrifs á íbúðarhúsi og geymslu að Hrafnsstöðum. Umhverfisráð - 327 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Með innsendu erindi dags. 12. september 2019 óskar Þór Gunnarsson fyrir hönd Skeljungs hf eftir byggingarleyfi við Öldugötu 18 á Árskógssandi vegna endurnýjunar á búnaði og endurbóta samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 327 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.
  • 16.10 201807009 Umsókn um byggingarleyfi
    Með innsendu erindi dags. 16. september 2019 óskar Guðmar Ragnar Stefánsson fyrir hönd Brúarsmiða ehf eftir framlengingu á byggingarleyfi við Gunnarsbraut 8, Dalvík samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 327 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðna framlengingu á byggingarleyfi í allt að sex mánuði.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.
  • 16.11 201909091 Umsókn um byggingarleyfi
    Með innsendu erindi dags. 10. september 2019 óska þau Óskar Snæberg Gunnarsson og Jóhanna Kristín Arnþórsdóttir eftir byggingarleyfi fyrir smáhýsi á lóðinni Dælisskógur 1, Skíðadal. Umhverfisráð - 327 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Með innsendu erindi dags. 18 september 2019 óskar Kristján E. Hjartarsson fyrir hönd golfklúbbsins Hamars eftir byggingarleyfi vegna stækkunar á golfskála samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 327 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók Guðmundur St. Jónsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi kl. 16:48.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.

    Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:49.
  • 16.13 201909094 Umsókn um byggingarleyfi
    Með innsendu erindi dags. 11. september 2019 óskar Kristján E. Hjartarsson eftir byggingarleyfi fyrir hönd Steypustöðvarinnar Dalvík ehf. eftir byggingarleyfi fyrir steypustöð samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 327 Umhverfisráð frestar afgreiðslu til næsta fundar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með innsendu erindi dags. 18. september 2019 óskar Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Tréverks ehf eftir samþykki á breytingum á Hringtúni 11 samkvæmt meðfylgjandi gögnum ásamt graftrarleyfi. Umhverfisráð - 327 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar var tekin fyrir að nýju tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þar sem gert er ráð fyrir að íbúðarsvæði 312-Íb stækki til norðurs yfir óbyggt svæði. Stækkunin nemur einni parhúsalóð. Skipulagsstofnun gerði athugasemd við fyrirhugaða málsmeðferð og er tillagan því tekin til afgreiðslu að nýju. Umhverfisráð - 327 Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda uppfærða tillögu til Skipulagsstofnunar til athugunar.
    Ráðið leggur til að tillagan verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að fengnu áliti stofnunarinnar.

    Samþykkt samhjóða með fimm atkvæðum
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er sér liður á dagskrá.
  • Að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar var tekin fyrir að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfisins á Dalvík, Dalvíkurbyggð. Skipulagsstofnun benti á nokkur atriði sem taka þyrfti til skoðunar áður en fyrirhuguð deiliskipulagstillaga yrði auglýst og var uppfærð tillaga lögð fram. Umhverfisráð - 327 Umhverfisráð leggur til að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að auglýsa uppfærða deiliskipulagstillögu vegna Hóla- og Túnahverfisins skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Samþykkt samhjóða með fimm atkvæðum
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er sér liður á dagskrá.
  • Til umræðu starfs- og fjárhagsáætlun umhverfis- og tæknisviðs 2020 Umhverfisráð - 327 Sviðsstjóri fór yfir starfs- og fjárhagsáætlun umhverfis- og tæknisviðs. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu framkvæmdir umhverfis- og tæknisviðs 2020 Umhverfisráð - 327 Farið var yfir tillögur að framkvæmdum ársins 2020. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina. Ekkert fleira í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar og eru því allir liðir lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

17.Umhverfisráð - 328

Málsnúmer 1910005FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
2. liður.
  • Tekið fyrir erindi frá Sigurði H. Pálssyni og Svanfríði Jónsdóttur, dagsett 28. júlí 2019, þar sem þau óska eftir að Dalvíkurbyggð taki inn á fjárhagsáætlun sína fyrir árið 2020 að gera lagfæringar á götu í frístundabyggðinni í landi Hamars, nánar tiltekið fyrir framan hús þeirra á lóð B5. Umhverfisráð - 328 Umhverfisráð leggur til að verkefnið verði fjármagnað af 10300 á fjárhagsáætlun 2020.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá umhverfisstofnun dags. 30. ágúst 2019 þar sem óskað er eftir tilnefningu í umsjónarnefnd friðlands Svarfdæla fyrir hönd Dalvíkurbyggðar. Umhverfisráð - 328 Umhverfisráð leggur til að Steinþór Björnsson deildarstjóri eigna- og framkvæmdadeildar verði fulltrúi Dalvíkurbyggðar í umsjónarnefnd friðlandsins.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs að Steinþór Björnsson deildarstjóri eigna- og framkvæmdadeildar verði fulltrúi Dalvíkurbyggðar í umsjónarnefnd Friðlands Svarfdæla.
  • Til umræðu hækkanir á gjaldskrám umhverfis- og tæknisviðs 2020 Umhverfisráð - 328 Ráðið leggur til að gjaldskrár umnhverfis- og tæknisviðs hækki sem nemur 2,5 %.
    Samþykkt samhjóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu starfs- og fjárhagsáætlun umhverfis- og tæknisviðs 2020 Umhverfisráð - 328 Drög að starfs- og fjárhagsáætlun umhverfis- og tæknisviðs lögð fram til kynningar og umræðu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Farið var yfir tillögur að framkvæmdum ársins 2020. Umhverfisráð - 328 Umhverfisráð samþykkir og leggur til framlagðar framkvæmda og fjárfestingatillögur sem fela meðal annars í sér aukið fjármagn til endurnýjunar og viðhalds á gangstéttum og allra leiksvæða í sveitarfélaginu.

    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Íslenska sjávarklasanum, dagsett 26. september 2019, áskorun á sveitarfélög að taka fyrir fok úr ruslatunnum heimilissorps með því að bjóða bæjarbúum upp á einfaldar lausnir til að loka sorptunnum. Umhverfisráð - 328 Umhverfisráð frestar afgreiðslu til næsta fundar og felur sviðsstjóra að afla nánari upplýsinga um þær lausnir sem í boði eru ásamt kostnaði.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina. Ekkert fleira í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar og eru því aðrir liðir lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

18.Ungmennaráð - 23

Málsnúmer 1909012FVakta málsnúmer

  • Ungmennaráð - 23 Tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett þann 23. apríl 2019, þar sem kynnt er frumkvæðisathugun ráðuneytisins frá því í janúar 2018 á grundvelli XI. kafla sveitarstjórnarlaga á því hvort og þá hvernig staðið hefði verið að breytingum á fjárhagsáætlunum þeirra sveitarfélaga þar sem misræmi á innsendum fjárhagsáætlunum sveitarfélaga fyrir árið 2016 og ársreikningum þeirra fyrir sama ár nam 5% eða meira. Það voru 26 sveitarfélög og var óskað eftir upplýsingum og skýringum frá hverju þeirra. Athugun ráðuneytisins hefur leitt i ljós að á umræddu ári var töluverður misbrestur á því að leitað væri heimildar sveitarstjórnar fyrir auknum útgjöldum og fjárfestingum áður en til þeirra var stofnað. Þessar niðurstöður leiða í ljós að framkvæmd fjárhagsáætlunar ársins 2016 var ekki í fullu samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga hjá a.m.k. þriðjungi sveitarfélaga landsins. Þeim sveitarfélögum sem tekin voru til skoðunar hefur þegar verið tilkynnt um niðurstöður athugarinnar. Ráðuneytið telur á hinn bóginn einnig mikilvægt að kynna öðrum sveitarfélögum þessa niðurstöðu og hvetja þau til að gæta þess að fjármálastjórn sé ávallt í fullu samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga og reglugerðar um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga nr. 1212/2015. Að síðustu skal það upplýst að ráðuneytið hyggst haustið 2020 gera að nýju könnun á framkvæmd sveitarfélaga að þessu leyti, nú vegna fjárhagsáætlana og ársreikninga 2019. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 18.2 201906041 Fjárhagsáætlun 2020
    Ungmennaráð - 23 Farið yfir starfsáætlun málaflokks 06. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Ungmennaráð - 23 Farið var yfir spurningar sem bárust ungmennaráði. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að klára samantektina miðað við umræður á fundinum og senda á Samband íslenskra sveitarfélaga. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls. Ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar og eru því allir liðir lagðir fram til kynningar.

19.Ungmennaráð - 24

Málsnúmer 1910014FVakta málsnúmer

  • Ungmennaráð - 24 Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dagsettur 19. september 2019. Þar hvetur sambandið sveitarfélög til þess að senda fulltrúa úr ungmennaráði sínu til skólaþingsins í föruneyti annarra fulltrúa sveitarfélagsins sem það sækja en skólaþing sveitarfélaga 2019 verður haldið á Grand hóteli mánudaginn 4. nóvember 2019.
    Byggðaráð vísaði málinu til umfjöllunar hjá Ungmennaráði.
    Ungmennaráð telur ekki þörf á að senda fulltrúa frá ráðinu, þar sem ráðið hefur nú þegar fengið tækifæri á að koma skoðunum sínum á framfæri.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Ungmennaráð - 24 Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir verkefni sem er í vinnslu sem á að skapa vettvang fyrir ungt fólk á Eyþings svæðinu til að ræða sameiginleg hagsmunamál og kynnast lífi hvers annars. Markmið verkefnisins er að skapa samheldni, tengslanet og umræður og valdefla ungt fólk á svæðinu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls. Ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar og eru því allir liðir lagðir fram til kynningar.

20.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 88

Málsnúmer 1909007FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Enginn tók til máls. Ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu og hún því lögð fram til kynningar í sveitarstjórn.
  • 20.1 201903096 Framkvæmdir 2019.
    Veitu- og hafnaráð, skoðunarferð.

    Sviðsstjóri kynnti fyrir ráðinu stöðu þeirra framkvæmda sem eru á forræði ráðsins.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 88 Almenn ánægja var með ferðina og þær upplýsingar og skýringar sem sviðsstjóri gaf ráðsmönnum um einstaka framkvæmd. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

21.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 89

Málsnúmer 1909022FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu.
4. liður.
  • Á þessum fundi er tekin fyrir eftirtalin fundargerð:
    Verkfundur nr. 7 sem var haldinn 16.08.2019 og var sú fundargerð staðfest 13.09.2019.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 89 Lögð fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 21.2 201906008 Fjárhagsáætlun 2020
    Veitu- og hafnaráð fór yfir ramma sviðsins að fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 og gerði sviðsstjóri grein fyrir þeim breytingum sem þar er gert ráð fyrir. Einnig kynnti sviðsstjóri drög að fjárfestingum næsta árs og spunnust töluverðar umræður um þær. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 89 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum fram lagða ramma að fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 og mun ræða starfs- og fjárhagsáætlun veitu- og hafnasviðs, fyrir árið 2020, á næsta fundi ráðsins. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 21.3 201903096 Framkvæmdir 2019.
    Sviðsstjóri gerði grein fyrir stöðu framkvæmda á veitu- og hafnasviði á yfirstandandi fjárhagsári. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 89 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Í minnisblaði um áform um virkjun Brimnesá kemur eftirfarandi fram:

    „Á þessu ári verður lokið við matsskyldufyrirspurn og er vænst niðurstöðu Skipulagsstofnunar um mánaðarmótin nóvember/desember. Þegar að það liggur fyrir er ljóst hvort að ráðast þurfi í mat á umhverfisáhrifum virkjunar eður ei. Gert er ráð fyrir að ekki þurfi að fara í fullt mat á umhverfisáhrifum og miðast eftirfarandi áætlanir við það.

    Einnig verður frumhönnun virkjunar lokið á þessu ári og mun hún leiða í ljós hagkvæmni virkjunar en þegar að þetta er skrifað er ekki kominn tengikostnaður við dreifikerfi Rariks. Þó lítur út fyrir að um sé að ræða hagkvæman virkjunarkost og gæti virkjunin borgað sig upp á 17-20 árum (án tengikostnaðar).„

    Í niðurstöðum minnisblaðsins kemur eftirfarandi fram:

    „Hér er um að ræða hagkvæman virkjunarkost sem borgar sig upp á 17-20 árum sé einungis miðað við að orkan yrði seld á dreifikerfið og meðalorkugeta um 5.070 MWst/ári. Orkuþörf vegna reksturs Dalvíkurbyggðar er um 3.000 MWst/ári þannig að með virkjun í Brimnesá yrði Dalvíkurbyggð sjálfbær varðandi orkuöflun.

    Ef leið A verður valin varðandi rennslismælingar má gera ráð fyrir að undirbúningskostnaður verði um 13,5 Mkr og 1,2 Mkr á árinu 2020 og að virkjun verði komin í rekstur í lok árs 2025.

    Ef leið B verður valin varðandi rennslismælingar má gera ráð fyrir að undirbúningskostnaður verði um 14,4 Mkr og 5,1 Mkr á árinu 2020 og að virkjun verði komin í rekstur í lok árs 2023. Tíma- og kostnaðaráætlun eru gróflega áætlaðar og er kostnaðaráætlunin án VSK.“

    Fram kemur í minnisblaðinu að framkvæmdakostnaður er um 232 milljónir án vsk.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 89 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að farin verði leið B, eins og hún er fram sett í umræddu minnisblaði. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tóku:
    Katrín Sigurjónsdóttir sem leggur til að veitu- og hafnaráð haldi íbúafund og kynni framkomnar hugmyndir um virkjanaframkvæmdir í Brimnesá til raforkuöflunar fyrir Dalvíkurbyggð.
    Guðmundur St. Jónsson.
    Gunnþór E. Gunnþórsson.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs að farin verði leið B.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að veitu- og hafnaráð haldi íbúafund í upphafi næsta árs til kynningar á virkjunarhugmyndunum í Brimnesá.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina. Ekkert fleira í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar og eru því allir liðir lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

22.Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 16

Málsnúmer 1910007FVakta málsnúmer


  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs fór yfir mánaðarlega fjárhagsstöðu Tónlistarskólans á Tröllaskaga. Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 16 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Endurskoðað erindisbréf fyrir skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga lagt fram til kynningar. Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 16 Endurskoðað erindisbréf Skólanefndar TÁT vísað til afgreiðslu í Byggðarráði Dalvíkurbyggðar og Bæjarráði Fjallabyggðar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Magnús Guðmundur Ólafsson skólastjóri fór yfir helstu breytingar í fjárhagsáætlun 2020 fyrir TÁT. Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 16 Skólanefnd TÁT þakkar Magnúsi skólastjóra fyrir góða kynningu á drögum að starfs - og fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárið 2020. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Magnús Guðmundur Ólafsson skólastjóri fór yfir Jafnréttisáætlun Tónlistarskólans á Tröllaskaga.
    Lagt fram til kynningar
    Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 16 Skólanefnd TÁT þakkar Magnúsi skólastjóra fyrir góða kynningu á jafnréttisáætlun. Jafnréttisáætlun er samþykkt af Jafnréttisstofu. Jafnréttisáætlun er hluti af námskrá TÁT. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Magnús Guðmundur Ólafsson fór yfir gjaldskrá TÁT fyrir fjárhagsárið 2020 Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 16 Skólanefnd TÁT vísar gjaldskrá TÁT fyrir skólaárið 2019 - 2020 til afgreiðslu í Byggðarráði Dalvíkurbyggðar og Bæjarráði Fjallabyggðar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina. Ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar og eru því allir liðir lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

23.Beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun vegna sérfræðiþjónustu.

Málsnúmer 201909084Vakta málsnúmer

Á 919. fundi byggðaráðs þann 19. september 2019 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sveitarstjóra, beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2019 við deild 21, fjármála- og stjórnsýslusvið,kr. 2.610.000. Ástæðan er vegna veikinda starfsmanna, þörf á aðkeyptri sérfræðiþjónustu vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan viðauka við deild 21010, fjármála- og stjórnsýslusvið, sérfræðiþjónusta, að upphæð kr. 2.610.000, viðauki nr. 28/2019."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindan viðauka nr. 28/2019.

24.Beiðni um viðauka v. veikindalauna Dalvíkurskóli

Málsnúmer 201909083Vakta málsnúmer

Á 919. fundi byggðaráðs þann 19. september 2019 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Dalvíkurskóla, dagsett 13. september 2019, beiðni um launaviðauka við deild 04210, Dalvíkurskóla, vegna langtímaveikinda starfsmanna að upphæð kr. 2.600.697.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum launaviðauka við deild 04210, Dalvíkurskóla, að upphæð kr. 2.600.697 skv. ofangreindu erindi. Viðauki nr. 29/2019, viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé."

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindan viðauka nr. 29/2019.

25.Beiðni um viðauka tölvubúnaðar Dalvíkurskóli

Málsnúmer 201909083Vakta málsnúmer

Á 924. fundi byggðaráðs þann 17. október 2019 var eftirfarandi bókað:
"Á 919. fundi byggðaráðs þann 19. september 2019 var tekið fyrir erindi frá skólastjóra Dalvíkurskóla, dagsett 13. september 2019, beiðni um viðauka fyrir Dalvíkurskóla vegna kaupa á tölvum, prentara og hugbúnaði kr. 1.250.000. Beiðninni fylgdi rökstuðningur ásamt ósk um að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Byggðaráð hefur ásamt fræðsluráði fjallað um beiðnina á fundum sínum og einnig farið yfir stefnu í upplýsinga- og tæknimennt í Dalvíkurskóla sem var unnin í vor.

Byggðaráð samþykkir með 3 atkvæðum viðauka nr. 30/2019 að fjárhæð kr. 1.250.000 við deild 04210, fjárhagslykil 2850, vegna kaupa á tölvum, prentara og hugbúnaði við Dalvíkurskóla samkvæmt ofangreindri beiðni frá skólastjóra. Upphæð fjárhagslykils var 672.907 kr en verður eftir viðaukann kr. 1.922.907 kr. Viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindan viðauka nr. 30/2019.

26.Breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna Hóla- og Túnhverfis

Málsnúmer 201905163Vakta málsnúmer

Á 327. fundi umhverfisráðs þann 27. september 2019 var eftirfarandi bókað:
"Að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar var tekin fyrir að nýju tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þar sem gert er ráð fyrir að íbúðarsvæði 312-Íb stækki til norðurs yfir óbyggt svæði. Stækkunin nemur einni parhúsalóð. Skipulagsstofnun gerði athugasemd við fyrirhugaða málsmeðferð og er tillagan því tekin til afgreiðslu að nýju.

Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda uppfærða tillögu til Skipulagsstofnunar til athugunar. Ráðið leggur til að tillagan verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að fengnu áliti stofnunarinnar. Samþykkt samhjóða með fimm atkvæðum."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.

27.Breytingar á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis

Málsnúmer 201905162Vakta málsnúmer

Á 327. fundi umhverfisráðs þann 27. september 2019 var eftirfarandi bókað:
"Að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar var tekin fyrir að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfisins á Dalvík, Dalvíkurbyggð. Skipulagsstofnun benti á nokkur atriði sem taka þyrfti til skoðunar áður en fyrirhuguð deiliskipulagstillaga yrði auglýst og var uppfærð tillaga lögð fram.

Umhverfisráð leggur til að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að auglýsa uppfærða deiliskipulagstillögu vegna Hóla- og Túnahverfisins skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhjóða með fimm atkvæðum."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.

28.Viðaukabeiðni heilsueflandi samfélag apríl 2019

Málsnúmer 201904030Vakta málsnúmer

Á 926. fundi byggðaráðs þann 24. október 2019 var eftirfarandi bókað:
"Frá sveitarstjóra; leiðrétting viðauka vegna heilsueflandi samfélag. Á 903. fundi byggðaráðs var tekið fyrir erindi frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 3. apríl 2019, þar sem óskað var eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2019 að upphæð kr. 876.053 vegna fundaþóknana stýrihóps um Heilsueflandi samfélag, deild 06030. Lagt var til að viðaukanum yrði mætt af lið 06030-4915 þannig að nettó áhrifin eru 0. Óskað er eftir leiðréttingu á viðauka þar sem fjárhæð færslu á milli liða hafi átt að vera kr. 326.520.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda leiðréttingu á viðauka vegna Heilsueflandi samfélags."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda leiðréttingu á viðauka vegna Heilsueflandi samfélags.

29.Beiðni um viðauka vegna tekjujöfnunarframlags 2019

Málsnúmer 201910135Vakta málsnúmer

Á 926. fundi byggðaráðs þann 24. október 2019 var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir beiðni um viðauka frá sveitarstjóra vegna tekjujöfnunarframlags frá Jöfnunarsjóði 2019 að upphæð 41.341.356 kr. Viðaukinn er nr. 31/2019 og kemur til hækkunar tekna á lið 00100-0111, á móti til hækkunar á eigin fé.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 31/2019, liður 00100-0111 að upphæð kr. 41.341.356 vegna tekjujöfnunarframlags frá Jöfnunarsjóði, á móti kemur hækkun á eigin fé."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindan viðauka nr. 31/2019.

30.Lokastígur 2, íbúð 201, sala á eigninni

Málsnúmer 201906107Vakta málsnúmer

Á 926. fundi byggðaráðs þann 24. október 2019 var eftirfarandi bókað:
"Frá sveitarstjóra; Viðauki vegna sölu Lokastígs 2 -201 Á 912. fundi byggðaráðs var tekin fyrir sala á íbúð Lokastíg 2 -201 að fjárhæð kr. 16.200.00. Samhliða lá ekki fyrir tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 2019 vegna meðferðar sölunnar. Óskað er eftir viðauka vegna söluhagnaðar í félagslegum íbúðum að fjárhæð kr. 11.838.048 og hækkunar á handbæru fé kr. 5.002.922. Viðauki nr. 32/2019.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 32/2019 við deild 57, vegna söluhagnaðar í félagslegum íbúðum að fjárhæð kr. 11.838.048 og hækkunar á handbæru fé kr. 5.002.922."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindan viðauka nr. 32/2019.

31.Fjárhagsáætlun 2019; heildarviðauki II

Málsnúmer 201909086Vakta málsnúmer

Á 926. fundi byggðaráðs þann 24. október 2019 var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi tillaga að heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2019. Helstu niðurstöður eru: Rekstrarniðurstaða A-hluta er jákvæð um 16,6 m.kr. (var 65,7 m.kr.) en þar af er Aðalsjóður neikvæður um 58.1 m.kr (var 12,7 m.kr.). Rekstrarniðurstaða B-hluta er jákvæð um 55,5 m.kr. (var 70 m.kr.). Rekstrarniðurstaða A- og B- hluta samtals er jákvæð um 54,8 m.kr. (var 118,6 m.kr.). Áætlaðar fjárfestingar eru samtals um 330,9 m.kr (voru 346,9 m.kr.). Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2019 með þeim viðaukum sem gerðir hafa verið og áorðnum breytingum á fjárhagsáætluninni."

Til máls tók Guðmundur St. Jónsson.
Katrín Sigurjónsdóttir.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2019.

32.Starfs- og fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun 2021-2023

Málsnúmer 201905027Vakta málsnúmer

Á 926. fundi byggðaráðs þann 24. október 2019 var eftirfarandi bókað:
"Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir umfjöllun um málefni Golfklúbbsins Hamars. Lokayfirferð yfir framkvæmdir, fjárfestingar, búnaðarlista og viðhaldsliði fjárhagsáætlunar. Tekinn saman listi með athugasemdum byggðaráðs. Endurskoðandi hefur tekið frá tíma á mánudag til að setja upp fjárhagslíkan eftir athugasemdir. Því liggur fyrir tillaga um að fresta fundi sveitarstjórnar og fyrri umræðu til fimmtudagsins 31. október kl. 16:15.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að næsti fundur sveitarstjórnar verði fimmtudaginn 31. október kl. 16:15. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa frumvarpi að fjárhagsáætlun 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022 með áorðnum breytingum til fyrri umræðu í sveitarstjórn."

Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, sem fór yfir vinnu stjórnenda og byggðaráðs undanfarnar vikur við gerð fjárhagsáætlunar 2020-2023. Einnig kynnti hún helstu niðurstöður frumvarpsins. Ljóst er að það þarf að fara í frekari vinnu í byggðaráði á milli umræðna til að ná fram markmiðum í rekstri og auka handbært fé í árslok 2020.

Guðmundur St. Jónsson.
Gunnþór E. Gunnþórsson.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun 2021-2023 til síðari umræðu í sveitarstjórn og til byggðaráðs á milli umræðna í sveitarstjórn.

33.Beiðni um tímabundið leyfi frá sveitarstjórnarstörfum.

Málsnúmer 201910118Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Jóni Inga Sveinssyni, rafbréf dagsett þann 20. október 2019, þar sem hann óskar eftir fjögurra mánaða leyfi frá störfum sem kjörinn fulltrúi vegna persónulegra aðstæðna.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita Jóni Inga Sveinssyni fjögurra mánaða leyfi frá störfum sem kjörinn fulltrúi.

34.Kosningar í nefndir og ráð skv. Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar.

Málsnúmer 201910119Vakta málsnúmer

Til máls tók Katrín Sigurjónsdóttir og leggur fram eftirfarandi tillögu:
Vegna beiðni frá Jóni Inga Sveinssyni um tímabundið fjögurra mánaða leyfi frá sveitarstjórnarstörfum leggur sveitarstjóri fram eftirfarandi tillögu:

Formaður byggðaráðs í leyfi Jóns Inga verði Guðmundur St. Jónsson.
Aðalmaður í byggðaráði í leyfi Jóns Inga verði Þórhalla Karlsdóttir.
Sem aðalmaður í sveitarstjórn í leyfi Jóns Inga tekur sæti Felix Rafn Felixson.
Ekki komu fram aðrar tillögur í ofangreind embætti og skoðast þau því rétt kjörin í tilgreind trúnaðarstörf hjá sveitarfélaginu næstu 4 mánuði.

35.Hússtjórn Ráðhúss Dalvíkur; fundargerð 3.fundar frá 21. október 2019. Til kynningar.

Málsnúmer 201907062Vakta málsnúmer

Fundargerð hússtjórnar Ráðhúss lögð fram til kynningar.
Enginn tók til máls.

36.Fundargerðir stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses. Til kynningar

Málsnúmer 201802005Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses:
Frá 16. október 2019, 40. fundur.
Frá 23. október 2019, 41. fundur.

Til máls tók Katrín Sigurjónsdóttir.
Lagt fram til kynningar.

37.Sveitarstjórn - 316

Málsnúmer 1909009FVakta málsnúmer

Fundargerð sveitarstjórnar nr. 316, frá 17. september 2019 lögð fram til kynningar.
Enginn tók til máls.

Fundi slitið - kl. 17:40.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson forseti
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
  • Felix Rafn Felixson varamaður
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri