Fræðsluráð

241. fundur 18. september 2019 kl. 08:00 - 11:20 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá
Felix Rafn Felixson boðaði forföll. Varamaður hans, Steinunn Jóhannsdóttir, mætti ekki til fundar og boðaði ekki forföll. Sigríður Jódís Gunnarsdóttir boðaði forföll og í hennar stað sat Þórunn Andrésdóttir fundinn.
Friðrik Arnarson skólastjóri Dalvíkurskóla og Árskógarskóla, Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir leikskólastjóri Krílakots, Bjarney Anna Sigfúsdóttir fulltrúi starfsmanna á Krílakoti, Gréta Arngrímsdóttir fulltrúi starfsmanna í Dalvíkurskóla og Bjarni Jóhann Valdimarsson áheyrnafulltrúi foreldra í Árskógarskóla sátu fundinn undir liðum 1 - 4.

1.Fjárhagslegt stöðumat- málaflokkur 04

Málsnúmer 201810035Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs fór yfir fjárhagslegt stöðumat hjá málaflokk 04.
Lagt fram til kynningar

2.Starfs-og fjárhagsáætlun

Málsnúmer 201903029Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Friðrik Arnarson skólastjóri Dalvíkurskóla og Árskógarskóla og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir skólastjóri leikskólans Krílakots fóru yfir helstu áherslur og breytingar í starfs- og fjárhagsáætlun á fræðslusviði.
Drög að starfs- og fjárhagsáætlun fræðslusviðs lögð fram til kynningar og umræðu. Drögin verða uppfærð í samræmi við umræður á fundinum.

3.Skólanámskrár fyrir leik - og grunnskóla 2019 - 2020

Málsnúmer 201909064Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarson skólastjóri Dalvíkurskóla og Árskógarskóla og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir skólastjóri leikskólans Krílakots fóru yfir helstu áherslur í skólanámskrá skólanna fyrir skólaárið 2019 - 2020.
Fræðsluráð samþykkir skólanámskrár/starfsáætlanir skólanna fyrir skólaárið 2019 - 2020 með 4 atkvæðum með fyrirvara um breytingar sem lagðar voru til á fundinum.
Þórhalla Karlsdóttir vék af fundi vegna annara starfa kl. 10:00

4.Ný skýrsla um kennslu og notkun á stafrænni tækni í evrópskum skólakerfum

Málsnúmer 201909070Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- menningarsviðs lagði fram skýrslu frá Menntamálastofnun um notkun á starfrænni tækni í evrópskum skólakerfum dags. september 2019.
Lagt fram til kynningar.

5.Endurskoðun á erindisbréfi fræðsluráðs

Málsnúmer 201909065Vakta málsnúmer

Erindisbréf fræðsluráðs tekið til endurskoðunar af ráðinu.
Fræðsluráð felur Gísla Bjarnasyni, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að vinna áfram í erindisbréfinu og koma með inn á næsta fund ráðsins.
Þórhalla Karlsdóttir kom aftur inn á fund kl. 10:50

Fundi slitið - kl. 11:20.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs