Byggðaráð

921. fundur 07. október 2019 kl. 16:00 - 19:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Starfs- og fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun 2021-2023

Málsnúmer 201905027Vakta málsnúmer

Rúna Kristín Sigurðardóttir kom á fundinn kl. 16:00 og sat fundinn undir 1. a) og b) lið.

a) Frá fræðslu- og menningarsviði vegna fjárhagsáætlunarvinnu.

Undir þessum lið kom á fundinn Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs kl. 16:00.

Gísli kynnti fjárhagsáætlunarvinnu sviðsins og tillögu að starfs- og fjárhagsáætlun fræðslu- og menningarsviðs vegna ársins 2020. Rúna fór yfir skil á vinnubókum sviðsins.

Til umræðu ofangreint.

Gísli vék af fundi kl. 18:27.

b) Frá fjármála- og stjórnsýslusviði vegna fjárhagsáætlunarvinnu.

Katrín sveitarstjóri kynnti fjárhagsáætlunarvinnu sviðsins og tillögu að starfs- og fjárhagsáætlun fjármála-og stjórnsýslusviðs vegna ársins 2020. Rúna fór yfir skil á vinnubókum sviðsins.

Til umræðu ofangreint.

Rúna vék af fundi kl. 18:40.
Lagt fram til kynningar.

2.Ársfundur Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum 2019

Málsnúmer 201910003Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 26. september 2019, þar sem boðað er til ársfundar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum föstudaginn 4. október 2019 kl. 12:30 í Reykjavík.

Til umræðu úrsögn Dalvíkurbyggðar úr samtökunum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Dalvíkurbyggð segi sig úr Samtökum sveitarfélaga á köldum svæðum frá og með næstu áramótum þar sem aðeins rúmlega 2% íbúa sveitarfélagsins eru án hitaveitu.

3.Leiðbeinandi álit um tvöfalda skólavist barna

Málsnúmer 201910004Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 1. október 2019, leiðbeinandi álit um tvöfalda skólavist barna í leik- og grunnskóla sem unnið hefur verið af sérfræðingum Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Tilefni álitsins er fjölgun beiðna frá forsjáraðilum barna til sveitarfélaga um tvöfalda grunnskólagöngu nemenda. Þá er í álitinu einnig fjallað um eldra álit sambandsins frá 2013 sem varðaði tvöfalda leikskólavist.
Lagt fram til kynningar.

4.Tré lífsins - Minningargarðar

Málsnúmer 201910005Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sigríði Bylgju Sigurjónsdóttur, stofnanda Trés lífsins, dagsett 20. september 2019, þar sem verið er að kanna áhuga á Minningargörðum og afstöðu til þess að opna slíkan garð í sveitarfélaginu.

Í Minningagarði er aska látinna einstaklinga gróðursett ásamt tré sem mun vaxa upp til minningar um hinn látna og vera merkt rafrænu minningasíðu þess sem undir því hvílir.

Óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins fyrir 1. nóvember n.k.
Lagt fram til kynningar. Byggðaráð felur sveitarstjóra að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

5.Áskorun vegna rusls sem mengar hafið.

Málsnúmer 201909133Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Íslenska sjávarklasanum, dagsett 26. september 2019, áskorun á sveitarfélög að taka fyrir fok úr ruslatunnum heimilissorps með því að bjóða íbúum upp á einfaldar lausnir til að loka sorptunnum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umhverfisráðs.

6.Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, 26. mál.

Málsnúmer 201909131Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dagsett 26. september 2019, en til umsagnar er frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988 (endurgreiðsla virðisaukaskatts), 26. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 10. október nk.
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar fagnar fram lögðu frumvarpi til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988 (endurgreiðsla virðisaukaskatts), 26. mál.
Mjög brýnt er að frumvarpið nái fram að ganga enda mörg sveitarfélög sem standa frammi fyrir kostnaðarsömum fráveituframkvæmdum ef þau eiga að geta uppfyllt lagaskyldur málaflokksins. Fráveitumál eru bæði heilbrigðis- og umhverfismál og mikið atriði að sveitarfélög komi þeim í viðunandi horf. Stuðningur með endurgreiðslu virðisaukaskatts frá Ríki vegna fráveituframkvæmda gerir sveitarfélögum frekar kleift að ráðast í þær úrbætur sem þarf og koma þessum málaflokki í góða stöðu.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að senda inn ofangreinda umsögn um frumvarpið.

7.Til umsagnar frumvarp til laga um skráningu einstaklinga (heildarlög), 101. mál.

Málsnúmer 201909132Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dagsettur 26. september 2019, en til umsagnar er frumvarp til laga um skráningu einstaklinga (heildarlög), 101.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 10. október nk.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri