Byggðaráð

920. fundur 27. september 2019 kl. 10:00 - 12:18 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Þórhalla Karlsdóttir varamaður
  • Þórunn Andrésdóttir varamaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Jón Ingi Sveinsson, aðalmaður, tilkynnti forföll og Þórhalla Karlsdóttir, varamaður, mætti í hans stað.

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, aðalmaður, tilkynnti forföll og Þórunn Andrésdóttir, varamaður, mætti í hans stað.

Guðmundur St. Jónsson, aðalmaður, tilkynnti forföll og Dagbjört Sigurpálsdóttir, varamaður, mætti í hans stað.

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201909126Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201901070Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók

3.40 ára afmæli Dalbæjar, ósk um fjárstyrk.

Málsnúmer 201909118Vakta málsnúmer

Dagbjört vék af fundi undir þessum lið kl. 10:48 vegna vanhæfis.

Erindi frá Dalbæ, heimili aldraðra, dagsett 18. september 2019. Í ár fagnar Dalbær, heimili aldraðra 40 ára starfsafmæli. Stjórn og hjúkrunarframkvæmdastjóri hafa ákveðið að halda uppá þessi tímamót með kaffisamsæti og uppákomu sunnudaginn 13. október nk. Í erindinu er óskað eftir 350.000 kr fjárstyrk frá Dalvíkurbyggð vegna þessa.

Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum styrk til Dalbæjar vegna kaffisamsætis á 40 ára afmæli heimilisins að upphæð kr. 100.000. Færist á lið 21500, risna, móttökur og kynningarmál.

Dagbjört greiddi ekki atkvæði vegna vanhæfis.
Dagbjört kom aftur inn á fund kl. 10:56.

4.Umsókn - tækifærisleyfi. Hestamannafélagið Hringur

Málsnúmer 201909088Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dagsett 18. september 2019 þar sem óskað er umsagnar um umsókn um tækifærisleyfi frá Hestamannafélaginu Hring vegna dansleikjar að Rimum þann 5. október nk.

Fyrir liggur að slökkviliðsstjóri og byggingarfulltrúi gera ekki athugasemdir við umsóknina.
Byggðaráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

5.Sjávarútvegsfundurinn 2.október 2019

Málsnúmer 201909119Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 18. september 2019, boð á sjávarútvegsfund 2019 hjá Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga. Fundurinn verður haldinn í Reykjavík 2. október 2019 kl. 13:00-16:00

Samkvæmt samþykktum Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga skal halda aðalfund annað hvert ár og þau ár sem ekki er haldinn aðalfundur skal halda sjávarútvegsfund, almennan kynningar- og fræðslufund fyrir starfsmenn, stjórnendur og bæjarfulltrúa aðildarsveitarfélaga um tiltekin málefni sem stjórnin ákveður.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sveitarstjóri sitji fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.

6.Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2019

Málsnúmer 201909121Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu dagsett 18. september 2019 þar sem boðað er til ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga miðvikudaginn 2. október nk. kl. 16 í Reykjavík.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sveitarstjóri sitji fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.

7.Kjördæmavika

Málsnúmer 201809136Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Eyþingi, dagsettur 24. september 2019, þar sem kynnt er dagskrá kjördæmaviku en þingmenn NA-kjördæmis munu hitta fulltrúa sveitarfélaganna í Eyjafirði mánudaginn 30. september í Hofi, Akureyri.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sveitarstjóri og einn úr byggðaráði sæki fundinn og mæli fyrir málefnum Dalvíkurbyggðar.

8.Málþing og vinnustofa um millilandaflug um Akureyrarflugvöll

Málsnúmer 201909120Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Markaðsstofu Norðurlands dagsettur 19. september 2019 en þann 15. október næstkomandi, frá kl. 13-16, stendur Markaðsstofan fyrir málþingi og vinnustofu um millilandaflug um Akureyrarflugvöll, í Hofi á Akureyri.

Á meðal þátttakenda verða þeir Cees van den Bosch frá Voigt Travel og Chris Hagan, fyrrum starfsmaður Super Break.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til Atvinnumála- og kynningarráðs.

9.Hvatning til sveitarstjórna í tengslum við Skólaþing sveitarfélaga 2019

Málsnúmer 201909099Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dagsettur 19. september 2019. Þar hvetur sambandið sveitarfélög til þess að senda fulltrúa úr ungmennaráði sínu til skólaþingsins í föruneyti annarra fulltrúa sveitarfélagsins sem það sækja en skólaþing sveitarfélaga 2019 verður haldið á Grand hóteli mánudaginn 4. nóvember 2019
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa málinu áfram til Ungmennaráðs.

10.Jarðgöng undir Tröllaskaga

Málsnúmer 201909082Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Ólafi Jónssyni íbúa á Akureyri, dagsett 16. september 2019. Í bréfinu hvetur hann sveitarstjórnir og sambönd sveitarfélaga á Norðurlandi að sameinast um að koma á laggirnar verkefnahópi sem myndi skoða möguleika á tvennum jarðgöngum, sem færu úr Hörgárdal yfir í Skíðadal, og þaðan vestur í Kolbeinsdal í Skagafirði.
Lagt fram til kynningar.

11.Selárland-Verðmat

Málsnúmer 201707019Vakta málsnúmer

Á 911. fundi byggðaráðs þann 27. júní 2019 var til umræðu áform Dalvíkurbyggðar um kaup á landi Selár. Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að senda Efnahagsráðuneytinu samantekt á nýtingar- og uppbyggingaráformum ásamt rökstuðningi sveitarfélagsins að eignast landið og jafnframt að óska eftir viðræðum um verðmat.

Sveitarstjóri upplýsti um framgang máls en Efnahagsráðuneytið mun á næstu dögum óska eftir verðmati á landinu frá fasteignasala.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir, fyrir hönd Dalvíkurbyggðar, að landið verði verðmetið af fasteignasölu.

12.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201908044Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók

13.Beiðni um viðauka v. launa og tölvubúnaðar

Málsnúmer 201909083Vakta málsnúmer

Undir þessum lið mættu á fundinn Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Friðrik Arnarson, skólastjóri Dalvíkurskóla og Bjarni Jóhann Valdimarsson, tölvuumsjónarmaður kl. 11:45.

Á 919. fundi byggðaráðs þann 19. september 2019 var tekið fyrir erindi frá skólastjóra Dalvíkurskóla, dagsett 13. september 2019, beiðni um viðauka fyrir Dalvíkurskóla vegna kaupa á tölvum, prentara og hugbúnaði kr. 1.250.000. Beiðninni fylgdi rökstuðningur ásamt ósk um að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Eftirfarandi var bókað:

"Byggðaráð frestar viðaukabeiðni vegna kaupa á tölvum, prentara og hugbúnaði og óskar eftir nánari upplýsingum frá skólastjóra Dalvíkurskóla og tölvuumsjónarmanni um nýtingu tölvubúnaðarins sem fyrir er ásamt framtíðarsýn um notkun tölvutækni í skólastarfi og þróun kennsluhátta."

Rætt um nauðsyn tölvubúnaðarkaupa fyrir Dalvíkurskóla og röksemdafærslu fyrir kaupunum.

Gísli, Friðrik og Bjarni Jóhann viku af fundi kl. 12:08.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að fresta erindinu fram yfir næsta fund fræðsluráðs sem er áætlaður 9. október enda koma afgeiðslur byggðaráðs ekki til staðfestingar sveitarstjórnar fyrr en á októberfundi þann 29. október 2019.

14.Til umsagnar frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmra uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta, 122. mál.

Málsnúmer 201909124Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis en til umsagnar er frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmra uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta, 122. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 5. október nk.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:18.

Nefndarmenn
  • Þórhalla Karlsdóttir varamaður
  • Þórunn Andrésdóttir varamaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri