Atvinnumála- og kynningarráð

47. fundur 02. október 2019 kl. 08:15 - 10:45 utan húss
Nefndarmenn
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
  • Tryggvi Kristjánsson varaformaður
  • Hólmfríður M Sigurðardóttir aðalmaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Íris Hauksdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Íris Hauksdóttir Þjónustu- og uplýsingafulltrúi
Dagskrá
Snæþór Arnþórsson boðaði forföll en varamaður kom ekki í hans stað.

1.Atvinnulífskönnun 2019

Málsnúmer 201909136Vakta málsnúmer

Á 46. fundi Atvinnumála- og kynningarráðs þann 4. september 2019 var farið yfir aðgerðaáætlun Atvinnustefnu Dalvíkurbyggðar og var m.a. eftirfarandi bókað undir máli 201405182:
"Þjónustu- og upplýsingafulltrúa falið að byrja vinnu við nýja atvinnulífskönnun og könnun um ímynd Dalvíkurbyggðar og leggja uppkast fyrir ráðið á næsta fundi."

Íris fór yfir stöðu á vinnu við atvinnulífskönnun 2019.
Vinna við nýja atvinnulífskönnun og könnun um ímynd Dalvíkurbyggðar er á áætlun og var því niðurstaða ráðsins að kannanirnar verði sendar út í byrjun og um miðjan nóvember. Könnun um ímynd Dalvíkurbyggðar verður því send út í byrjun nóvember og atvinnulífskönnunin um miðjan nóvember.

2.Málþing og vinnustofa um millilandaflug um Akureyrarflugvöll

Málsnúmer 201909120Vakta málsnúmer

Á 920. fundi byggðaráðs Dalvíkurbyggðar þann 27. september 2019 var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur frá Markaðsstofu Norðurlands dagsettur 19. september 2019 en þann 15. október næstkomandi, frá kl. 13-16, stendur Markaðsstofan fyrir málþingi og vinnustofu um millilandaflug um Akureyrarflugvöll, í Hofi á Akureyri. Á meðal þátttakenda verða þeir Cees van den Bosch frá Voigt Travel og Chris Hagan, fyrrum starfsmaður Super Break.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til Atvinnumála- og kynningarráðs."
Málið rætt og ráðið sammála um að mikilvægt sé að vera vel upplýst um stöðu á millilandaflugi um Akureyrarflugvöll. Niðurstaða ráðsins var að þjónustu- og upplýsingafulltrúi sæki málþingið í Hofi, 15. okt. nk. ásamt formanni ráðsins.

3.Upplýsingabeiðni vegna skýrslu um samkeppnisrekstur opinberra aðila

Málsnúmer 201909073Vakta málsnúmer

Á 919. fundi byggðaráðs þann 19. september 2019 var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu dagsettur 3. september 2019, beiðni um upplýsingar um tengsl sveitarfélagsins við aðila í atvinnurekstri vegna skýrslu um samkeppnisrekstur opinberra aðila. Beðið er um að upplýsingar verði sendar ráðuneytinu eigi síðar en 1. október nk.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa erindinu til Atvinnumála- og kynningarráðs og upplýsingafulltrúa."

Á fundinum var lagður fram rafpóstur frá lögfræðingi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 25. september 2019 þar sem fram kemur að Sambandið hefur gert töluverðar athugasemdir við umfang könnunarinnar og minnt á að starfsmenn sveitarfélaga telja það ekki endilega vera forgangsverkefni að svara könnunum sem þessari.

Við gerð könnunarinnar var að sögn Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins leitast við að einfalda eins og kostur er hvernig henni yrði svarað.
Málið rætt.
Þar sem ráðið fundaði ekki fyrr en eftir að skilafrestur rann út var þjónustu- og upplýsingafulltrúa falið að svara þessu erindi sem fyrst.

4.Heimsóknir í fyrirtæki 2019

Málsnúmer 201901022Vakta málsnúmer

Undir þessum lið mæta á fund ráðsins kl. 09:00 ferðaþjónustuaðilar í Dalvíkurbyggð.

Dagskrá fundarins:
1. Hvað fór vel í sumar og hvað mætti betur fara?
2. Möguleiki á móttöku skemmtiferðaskipa í hafnir Dalvíkurbyggðar.
3. Önnur mál
1. Rætt var um aðsókn ferðamanna í Dalvíkurbyggð í sumar. Mikið hefur verið að gera hjá flestum aðilum og ekki hefur borið mikið á þeirri minnkun á aðsókn ferðamanna sem búist var við fyrr í ár. Aðilar voru sammála um að meira samstarf á milli aðila væri gott en það spili inn í hversu mikið er að gera hjá ferðaþjónustuaðilum á sumrin. Spurning hvort þurfi að auka meira samstarf milli aðila frekar á veturna.

2. Tekið var vel í þá hugmynd að taka á móti skemmtiferðaskipum í Dalvíkurbyggð en allir sammála um að það þyrfti að vera vel skipulagt og virkja ferðaþjónustuaðila með í ferlinu. Það verður að mati ráðsins að hafa eitthvað að bjóða gestunum sem koma í land svo við missum þá ekki úr sveitarfélaginu í stoppinu. Þá kom einnig fram sú hugmynd að reyna frekar að herja á að minni skip stoppi hjá okkur til að byrja með, t.d. 500 manna.

3. Undir liðnum önnur mál var ýmislegt rætt.
Meðal annars voru samgöngumál rædd og hversu mikilvægt það er fyrir ferðaþjónustuaðila í Dalvíkurbyggð að geta stólað á almenningssamgöngur til og frá Dalvíkurbyggð. Það getur haft gríðarleg áhrif á ferðaþjónustumál í byggðalaginu að þau mál séu í lagi.

Þá var einnig rætt um verkefnið Birdtrail og hvort hugsanlega væri grundvöllur fyrir inngöngu í það verkefni þar sem Dalvíkurbyggð státar af einstaklega fjölbreyttu fuglalífi.

Fleira ekki rætt á þessum fundi en ferðaþjónustuaðilar sátu áfram samráðsfundinn með veitu- og hafnarráði.


5.Samráðsfundur 2019

Málsnúmer 201905025Vakta málsnúmer

Á 46. fundi Atvinnumála- og kynningarráðs þann 4. september 2019 samþykkti ráðið samhljóða með 4 atkvæðum að á októberfundi ráðsins verði fundað með veitu- og hafnarráði kl. 10 þar sem tekið yrði til athugunar hvort vinna eigi að móttöku skemmtiferðaskipa í Dalvíkurbyggð.

Veitu- og hafnarráð og Atvinnumála- og kynningaráð halda því samráðsfund í kjölfar fundanna um kl. 10
Veitu- og hafnarráð kom inn á fund Atvinnumála- og kynningaráðs kl. 10 til að ræða möguleikann á móttöku skemmtiferðaskipa í Dalvíkurbyggð.

Fundurinn var afar áhugaverður og margir góðir punktar komu fram. Mest var rætt um hversu mikilvægt það væri að afþreyingaraðilar í Dalvíkurbyggð yrðu tilbúnir að taka á móti þeim aukna fjölda ferðamanna sem myndi koma í byggðalagið. Einnig var rætt um hugsanlegt samstarf við Cruise Iceland og möguleikann á að þjónustu- og upplýsingafulltrúi fari fyrir hönd ráðanna á ráðstefnuna SeatradeCruiseGlobal sem haldin verður í Miami 20.-23. apríl 2020 til að kynnast betur hvers er krafist af byggðalagi sem skemmtiferðaskipin sækja heim.

Atvinnumála- og kynningaráð þakkar góðar umræður á fundinum.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Nefndarmenn
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
  • Tryggvi Kristjánsson varaformaður
  • Hólmfríður M Sigurðardóttir aðalmaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Íris Hauksdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Íris Hauksdóttir Þjónustu- og uplýsingafulltrúi