Byggðaráð

922. fundur 08. október 2019 kl. 16:00 - 18:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Jón Ingi Sveinsson formaður boðaði forföll.
Þórhalla Karlsdóttir varamaður sat fundinn í hans stað.

1.Starfs- og fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun 2021-2023

Málsnúmer 201905027Vakta málsnúmer

a) Frá veitu- og hafnaráði vegna fjárhagsáætlunarvinnu.

Undir þessum lið kom á fundinn Þorsteinn Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs kl. 16:00.

Þorsteinn kynnti fjárhagsáætlunarvinnu sviðsins og tillögu að starfs- og fjárhagsáætlun veitu- og hafnasviðs vegna 2020.

Rúna Kristín Sigurðardóttir, launafulltrúi, kom á fundinn kl. 16:35.

Rúna og Þorsteinn fóru yfir skil á vinnubókum sviðsins.

Til umræðu ofangreint.

Þorsteinn vék af fundi kl. 17:23.

b) Frá félagsmálasviði vegna fjárhagsáætlunarvinnu.

Undir þessum lið kom á fundinn Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs kl. 17:23.

Eyrún kynnti fjárhagsáætlunarvinnu sviðsins og tillögu að starfs- og fjárhagsáætlun félagsmálasviðs vegna ársins 2020. Rúna og Eyrún fóru yfir skil á vinnubókum sviðsins.

Rúna vék af fundi kl. 18:10.

Til umræðu ofangreint.Lagt fram til kynningar.

2.Ósk um bílakaup fyrir fræðslu - og félagsmálasvið

Málsnúmer 201910010Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjórum fræðslu- og menningarsviðs og félagsmálasviðs, dagsett 30. september 2019, beiðni um að í fjárhagsáætlun 2020 verði gert ráð fyrir kaupum á nýjum bíl fyrir sviðin en sá bíll sem sviðin hafa til umráða var nýskráður 2006 og er því kominn á endurnýjun.

Eyrún vék af fundi kl. 18:40.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar 2020-2023.

3.Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum, og sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011.

Málsnúmer 201910001Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Samgönguráðuneytinu, dagsettur 27. september 2019, þar sem vakin er athygli á að frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum og sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 hefur verið lagt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.

Markmið frumvarpsins er fyrst og fremst að styrkja það lögbundna hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum til þeirra.

Umsagnarfrestur er til 8. október n.k.
Lagt fram til kynningar.

4.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2019

Málsnúmer 201901098Vakta málsnúmer

Tekin fyrir til upplýsingar fundargerð 874. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var föstudaginn 27. september sl. en fundargerðin hefur jafnframt verið birt á vef sambandsins með þeim gögnum sem lögð voru fram á fundinum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri