Breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna Hóla- og Túnhverfis

Málsnúmer 201905163

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 322. fundur - 31.05.2019

Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020, vegna Hóla- og Túnahverfis. Breytingin felur í sér stækkun á reit 312-Íb til norðurs yfir óbyggt svæði. Stækkunin nemur einni þriggja íbúða raðhúsalóð. Drög að breytingunni voru kynnt á opnum íbúafundi þann 11.apríl 2019.
Eftir fund með formanni sóknarnefndar Dalvíkurprestakalls leggur umhverfisráð til að stækkun á reit Íb-312 til norðurs verði minnkuð til vesturs.
Sviðsstjóra falið að óska eftir breytingum á skipulagsuppdrætti.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 315. fundur - 18.06.2019

Þórhalla Karlsdóttir kom inn á fundinn að nýju kl. 16:45.

Á 322. fundi umhverfisráðs frá 31. maí 2019 var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020, vegna Hóla- og Túnahverfis. Breytingin felur í sér stækkun á reit 312-Íb til norðurs yfir óbyggt svæði. Stækkunin nemur einni þriggja íbúða raðhúsalóð. Drög að breytingunni voru kynnt á opnum íbúafundi þann 11.apríl 2019.
Eftir fund með formanni sóknarnefndar Dalvíkurprestakalls leggur umhverfisráð til að stækkun á reit Íb-312 til norðurs verði minnkuð til vesturs. Sviðsstjóra falið að óska eftir breytingum á skipulagsuppdrætti. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs um að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að óska eftir breytingum á skipulagsuppdrætti þannig að stækkun á reit Íb-312 til norðurs verði minnkuð til vesturs.

Umhverfisráð - 323. fundur - 24.06.2019

Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020, vegna Hóla- og Túnahverfis. Breytingin felur í sér stækkun á reit 312-Íb til norðurs yfir óbyggt svæði. Stækkunin nemur einni parhúsalóð. Drög að breytingunni voru kynnt á opnum íbúafundi þann 11.apríl 2019.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að ganga frá tillögunni skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum

Byggðaráð - 912. fundur - 11.07.2019

Á 323. fundi umhverfisráðs þann 24. júní 2019 var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020, vegna Hóla- og Túnahverfis. Breytingin felur í sér stækkun á reit 312-Íb til norðurs yfir óbyggt svæði. Stækkunin nemur einni parhúsalóð. Drög að breytingunni voru kynnt á opnum íbúafundi þann 11. apríl 2019.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að ganga frá tillögunni skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Á 315. fundi sveitarstjórnar þann 18. júní 2019 var eftirfarandi afgreiðsla sveitarstjórnar á tillögu umhverfisráðs frá 322. fundi: " Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs um að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að óska eftir breytingum á skipulagsuppdrætti þannig að stækkun á reit Íb-312 til norðurs verði minnkuð til vesturs."

Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að ganga frá tillögunni að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna Hóla- og Túnahverfis, skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Umhverfisráð - 327. fundur - 27.09.2019

Að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar var tekin fyrir að nýju tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þar sem gert er ráð fyrir að íbúðarsvæði 312-Íb stækki til norðurs yfir óbyggt svæði. Stækkunin nemur einni parhúsalóð. Skipulagsstofnun gerði athugasemd við fyrirhugaða málsmeðferð og er tillagan því tekin til afgreiðslu að nýju.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda uppfærða tillögu til Skipulagsstofnunar til athugunar.
Ráðið leggur til að tillagan verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að fengnu áliti stofnunarinnar.

Samþykkt samhjóða með fimm atkvæðum

Sveitarstjórn - 317. fundur - 31.10.2019

Á 327. fundi umhverfisráðs þann 27. september 2019 var eftirfarandi bókað:
"Að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar var tekin fyrir að nýju tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þar sem gert er ráð fyrir að íbúðarsvæði 312-Íb stækki til norðurs yfir óbyggt svæði. Stækkunin nemur einni parhúsalóð. Skipulagsstofnun gerði athugasemd við fyrirhugaða málsmeðferð og er tillagan því tekin til afgreiðslu að nýju.

Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda uppfærða tillögu til Skipulagsstofnunar til athugunar. Ráðið leggur til að tillagan verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að fengnu áliti stofnunarinnar. Samþykkt samhjóða með fimm atkvæðum."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.

Umhverfisráð - 333. fundur - 14.02.2020

Þann 31. október 2019 samþykkti sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að auglýsa breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 á þann hátt að íbúðarsvæði, reitur 312-Íb, stækkar til norðurs yfir óbyggt svæði og verður stærð reits þá 5,6 ha í stað 5,5 ha. Málsmeðferð er skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Með stækkuninni fæst ein byggingarlóð fyrir parhús.
Kynningarfundur var haldin í menningarhúsinu Bergi á Dalvík 6. ágúst 2019. Áður höfðu áform um þéttingu byggðar, m.a. við Hringtún, verið kynnt á almennum borgarafundi 11. apríl 2019.
Tillaga að breyttu aðalskipulagi var auglýst í Morgunblaðinu, blaði á landsvísu og Lögbirtingarblaðinu, skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 11. desember 2019 samhliða tillögu að breyttu deiliskipulagi með athugasemdafresti til 23. janúar 2020. Vegna þeirra aðstæðna sem upp komu í desember var síðan ákveðið að framlengja frest til athugasemda til 31. janúar. Níu athugasemdir bárust á auglýsingatíma við aðalskipulagsbreytinguna. Farið hefur verið yfir allar athugasemdir og tekin til þeirra afstaða. Vísast um þetta nánar til fylgiskjalsins "Samantekt athugasemda vegna Hóla- og Túnahverfis" við fundargerð þessa. Umhverfisráð óskaði eftir að fá að birta allar athugasemdir sem bárust. Fjórar athugasemdir eru birtar í heild sinni og útdráttur úr einni að ósk bréfritara.
Með hliðsjón af athugasemdum leggur umhverfisráð til að umfjöllun um nýtingu svæðis norðan Hringtúns verði vísað til endurskoðunar aðalskipulags og fallið verði frá breytingu á aðalskipulagi á þessu stigi.
Afgreiðsla athugasemda kemur fram í fylgiskjalinu "Samantekt athugasemda vegna Hóla- og Túnahverfis".

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 321. fundur - 18.02.2020

Þórhalla kom aftur inn á fundinn kl.16:38
Á 933. fundi Umhverfisráðs þann 14. febrúar 2020 var eftirfarandi bókað:
"Þann 31. október 2019 samþykkti sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að auglýsa breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 á þann hátt að íbúðarsvæði, reitur 312-Íb, stækkar til norðurs yfir óbyggt svæði og verður stærð reits þá 5,6 ha í stað 5,5 ha. Málsmeðferð er skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Með stækkuninni fæst ein byggingarlóð fyrir parhús.
Kynningarfundur var haldin í menningarhúsinu Bergi á Dalvík 6. ágúst 2019. Áður höfðu áform um þéttingu byggðar, m.a. við Hringtún, verið kynnt á almennum borgarafundi 11. apríl 2019.
Tillaga að breyttu aðalskipulagi var auglýst í Morgunblaðinu, blaði á landsvísu og Lögbirtingarblaðinu, skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 11. desember 2019 samhliða tillögu að breyttu deiliskipulagi með athugasemdafresti til 23. janúar 2020. Vegna þeirra aðstæðna sem upp komu í desember var síðan ákveðið að framlengja frest til athugasemda til 31. janúar. Níu athugasemdir bárust á auglýsingatíma við aðalskipulagsbreytinguna. Farið hefur verið yfir allar athugasemdir og tekin til þeirra afstaða. Vísast um þetta nánar til fylgiskjalsins "Samantekt athugasemda vegna Hóla- og Túnahverfis" við fundargerð þessa. Umhverfisráð óskaði eftir að fá að birta allar athugasemdir sem bárust. Fjórar athugasemdir eru birtar í heild sinni og útdráttur úr einni að ósk bréfritara.

Með hliðsjón af athugasemdum leggur umhverfisráð til að umfjöllun um nýtingu svæðis norðan Hringtúns verði vísað til endurskoðunar aðalskipulags og fallið verði frá breytingu á aðalskipulagi á þessu stigi.
Afgreiðsla athugasemda kemur fram í fylgiskjalinu "Samantekt athugasemda vegna Hóla- og Túnahverfis".
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Til máls tóku:
Felix Rafn Felixson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu í samræmi við ráðgefandi álit lögfræðings Sambands íslenskra sveitarfélaga, við afgreiðslu liða 25 og 26 og vék af fundi kl. 16:38
Katrín Sigurjónsdóttir
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson

Sveitarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.

Felix Rafn greiðir ekki atkvæði vegna vanhæfis.