Lokastígur 2, íbúð 201, sala á eigninni ?

Málsnúmer 201906107

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 911. fundur - 27.06.2019

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs óskaði eftir heimild, í samráði við þjónustu- og innheimtufulltrúa, að fasteigninni við Lokastíg 2, íbúð 201, verði sett á söluskrá.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð frestar afgreiðslu til næsta fundar og óskar eftir að fá þjónustu- og innheimtufulltrúa og sviðsstjóra félagsmálasviðs til fundar til að fara yfir stöðu mála um húsnæðismál sveitarfélagsins.

Byggðaráð - 912. fundur - 11.07.2019

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Íris Daníelsdóttir, þjónustu-og innheimtufulltrúi, kl.8:15.

Á 911. fundi byggðaráðs þann 27. júní s.l. var eftirfarandi bókað:
"Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs óskaði eftir heimild, í samráði við þjónustu- og innheimtufulltrúa, að fasteignin við Lokastíg 2, íbúð 201, verði sett á söluskrá. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð frestar afgreiðslu til næsta fundar og óskar eftir að fá þjónustu- og innheimtufulltrúa og sviðsstjóra félagsmálasviðs til fundar til að fara yfir stöðu mála um húsnæðismál sveitarfélagsins. "

Þjónustu- og innheimtufulltrúi fór yfir samantekt sína hvað varðar útleigu á íbúðum í eigu Dalvíkurbyggðar og virkan biðlista eftir íbúðum. Einnig kynnti hún ásamt sviðsstjóra fjármála-og stjórnsýslusviðs yfirferð þeirra með sviðsstjóra félagsmálasviðs á fundi 8. júlí s.l.

Til umræðu ofangreint.

Íris vék af fundi kl. 08:39.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að íbúðin við Lokastíg 2,íbúð 201,verði sett á söluskrá.

Byggðaráð - 915. fundur - 22.08.2019

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir 4 tilboðum frá 3 aðilum sem bárust í eign Dalvíkurbyggðar við Lokastíg 2, íbúð 201, og gagntilboði Dalvíkurbyggðar.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint gagntilboð að upphæð kr. 16.200.000, dagsett þann 21. ágúst 2019, og sölu á eigninni Lokastíg 2, íbúð 0201, fastanúmer 215-5074.

Byggðaráð - 926. fundur - 24.10.2019

Frá sveitarstjóra; Viðauki vegna sölu Lokastígs 2 -201

Á 912. fundi byggðaráðs var tekin fyrir sala á íbúð Lokastíg 2 -201 að fjárhæð kr. 16.200.00. Samhliða lá ekki fyrir tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 2019 vegna meðferðar sölunnar.
Óskað er eftir viðauka vegna söluhagnaðar í félagslegum íbúðum að fjárhæð kr. 11.838.048 og hækkunar á handbæru fé kr. 5.002.922. Viðauki nr. 32/2019.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 32/2019 við deild 57, vegna söluhagnaðar í félagslegum íbúðum að fjárhæð kr. 11.838.048 og hækkunar á handbæru fé kr. 5.002.922.

Sveitarstjórn - 317. fundur - 31.10.2019

Á 926. fundi byggðaráðs þann 24. október 2019 var eftirfarandi bókað:
"Frá sveitarstjóra; Viðauki vegna sölu Lokastígs 2 -201 Á 912. fundi byggðaráðs var tekin fyrir sala á íbúð Lokastíg 2 -201 að fjárhæð kr. 16.200.00. Samhliða lá ekki fyrir tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 2019 vegna meðferðar sölunnar. Óskað er eftir viðauka vegna söluhagnaðar í félagslegum íbúðum að fjárhæð kr. 11.838.048 og hækkunar á handbæru fé kr. 5.002.922. Viðauki nr. 32/2019.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 32/2019 við deild 57, vegna söluhagnaðar í félagslegum íbúðum að fjárhæð kr. 11.838.048 og hækkunar á handbæru fé kr. 5.002.922."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindan viðauka nr. 32/2019.