Landbúnaðarráð

129. fundur 26. september 2019 kl. 09:00 - 11:00 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson formaður
  • Ingunn Magnúsdóttir varaformaður
  • Hildur Birna Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigvaldi Gunnlaugsson varamaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá
Guðrún Erna Rúdólfsdóttir boðaði forföll og Sigvaldi Gunnlaugsson kom í hennar stað.
Freyr Antonsson boðaði forföll en enginn varamaður kom í hans stað.

1.Fjárhagsáætlun 2020

Málsnúmer 201909100Vakta málsnúmer

Til umræðu fjárhagsrammi og starfsáætlun fyrir landbúnaðarmál 2020

Sviðsstjóri fór yfir fjárhagsramma og starfsáætlun landbúnaðarráðs fyrir 2020.
Landbúnaðarráð gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn.
Samþykkt samhjóða með fjórum atkvæðum

2.Fundargerðir fjallskiladeildar 2019

Málsnúmer 201909062Vakta málsnúmer

Fundargerð fjallskiladeildar Dalvíkurdeildar 2019 til umræðu.
Landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar getur ekki tekið innsent erindi sem fullgilda fundargerð Dalvíkurdeildar þar sem fjallskilanefndin var ekki kölluð saman vegna niðurröðunar gangnadagsverka haustið 2019.

3.Fjallskilamál Dalvíkurdeildar

Málsnúmer 201909101Vakta málsnúmer

Til umræðu fjallskilamál í Dalvíkurdeild.
Fjallskilamál í Dalvíkurdeild eru óviðunandi þar sem meirihluti fjallskilanefndar fer ekki eftir auglýstu fyrirkomulagi hvað varðar göngur og réttir.
Landbúnaðarráð felur sviðsstjóra og formanni að taka saman öll þau gögn sem málið varða til áframhaldandi úrvinnslu.

4.Upplýsingaskilti við Tungurétt

Málsnúmer 201805031Vakta málsnúmer

Formaður landbúnaðarráðs leggur til að komið verði upp upplýsingaskilti við Tungurétt á árinu 2020.
Landbúnaðarráð leggur til að fjármagn verði tryggt til uppsetningar á upplýsingaskilti við Tungurétt 2020.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum

5.Viðhald og endurbætur á fjallgirðingum í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201909102Vakta málsnúmer

Til umræðu endurbætur og viðhald fjallgirðinga í Dalvíkurbyggð
Landbúnaðarráð felur sviðsstjóra að sækja um styrki til ráðuneyta í janúar 2020 til niðurrifs og förgunar á gömlum og ónýtum girðingum í sveitarfélaginu.
Ráðið leggur jafnframt til að gert sé ráð fyrir kr. 500.000,- til þessa verkefnis á lið 13210-4936 við gerð fjárhagsáætlunar 2020.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum

Fundi slitið - kl. 11:00.

Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson formaður
  • Ingunn Magnúsdóttir varaformaður
  • Hildur Birna Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigvaldi Gunnlaugsson varamaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs