Félagsmálaráð

233. fundur 08. október 2019 kl. 08:15 - 10:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Lilja Guðnadóttir formaður
 • Eva Björg Guðmundsdóttir varaformaður
 • Gunnar Eiríksson aðalmaður
 • Felix Jósafatsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Eyrún Rafnsdóttir
 • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Eyrún Rafnsdóttir og Þórhalla Karlsdóttir Sviðsstjóri félagsmálasviðs og Þroskaþjálfi
Dagskrá
Katrín Sif Ingvarsdóttir mætti ekki til fundar og boðaði ekki forföll.

1.Leiðbeinandi álit um tvöfalda skólavist barna

Málsnúmer 201910004Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 01.10.2019 um leiðbeinandi álit um tvöfalda skólavist barna í leik- og grunnskóla.
Lagt fram til kynningar.

2.Tillaga til þingsályktunar um rannsóknir á þunglyndi á meðal eldri borgara, 22. mál

Málsnúmer 201910013Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá nefndarsviði Alþingis dags. 26.09.2019 þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara, 22. mál
Lagt fram til kynningar.

3.Námskeið fyrir félagsmálanefndir 11. okt 2019

Málsnúmer 201910014Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 23.09.2019 þar sem kynnt er að þann 11. október 2019 verði efnt til námskeiðs fyrir kjörna fulltrúa í félagsmálanefndum og starfsfólk félagsþjónustu. Námskeiðið verður haldið í Reykjavík og stendur frá 09:00-15:30. Námskeiðið verður einnig í beinu streymi og eru nefndarmenn og starfsfólk sem ekki eiga heimagengt hvött til að sameinast á einum stað og horfa saman á námskeiðið.
Nefndarmenn munu fylgjast með námskeiðinu í gegnum streymi.

4.Starfs- og fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun 2021-2023

Málsnúmer 201905027Vakta málsnúmer

Á fundi sveitarstjórnar þann 17. september 2019 var samþykkt samhljóða eftirfarandi tillaga við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árin 2020-2023. "Sveitarstjórn samþykkir að hvetja fagráð og stjórnendur til að vinna með tillögur vinnuhópa byggðaráðs til hliðsjónar bæði við fjárhagsáætlunarvinnu og starfsáætlanir 2020.
Lagt fram til kynningar

5.Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Málsnúmer 201910015Vakta málsnúmer

Á fundi byggðarráðs 19. september 2019 var bókað: 201905113 Samstarfsvettvangur sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál.
Sveitarstjóri upplýsti um 2. fund samstarfsvettvangs sveitarfélaga fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál sem haldinn var í Kópavogi föstudaginn 13. september. Sveitarstjóri sat fundinn í streymi.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að í starfs- og fjárhagsáætlun 2020 verði hafin vinna að stefnumörkun sveitarfélagsins vegna Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.
Lagt fram til kynningar.

6.Starfs- og fjárhagsáætlun 2020

Málsnúmer 201908017Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri félagsmálasviðs fór yfir tillögur sínar að starfs- og fjárhagsáætlun fyrir félagsmálasvið 2020. Ljóst er að úthlutaður rammi byggðarráðs vegna fjárhagsáætlunar ársins 2020 dugar ekki fyrir lögbundnum verkefnum sviðsins.
Félagsmálaráð fór yfir tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun félagsmálasviðs fyrir árið 2020 og lagði til lítilsháttar breytingar á lið 02-80-9145 sem er styrkveitingar til félagasamtaka.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Nefndarmenn
 • Lilja Guðnadóttir formaður
 • Eva Björg Guðmundsdóttir varaformaður
 • Gunnar Eiríksson aðalmaður
 • Felix Jósafatsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Eyrún Rafnsdóttir
 • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Eyrún Rafnsdóttir og Þórhalla Karlsdóttir Sviðsstjóri félagsmálasviðs og Þroskaþjálfi